Lífið

Dansveisla á Nasa

Þeir sitja í sjötta sæti heimslistans yfir bestu plötusnúða veraldar í dag og hafa meðal annars unnið til Grammy verðlauna. Deep Dish skipa þeir Sharam og Dubfire, en sá síðarnefndi hefur nýlokið við útgáfu af nýjustu afurð í hinni ótrúlegu Global Underground seríu, Global Underground Taipei.

Í tilefni af útkomu GU#31ætlar Flex Music í samstarfi við Global Underground, Pioneer á Íslandi og Icelandair að efna til klúbbakvölds á NASA þann 16. maí næstkomandi. Þar mun koma fram Dubfire úr Deep Dish ásamt Ghozt og Brunhein úr klúbbaþættinum Flex á Xinu 977 og hinum landsþekkta Danna Bigroom.

Þann 12. maí verður hitað upp fyrir kvöldið í þættinum með sérstökum Deep Dish þætti þar sem spilað verður eingöngu efni frá þeim félögum.

Deep Dish hafa oft verið tilnefndir til Grammy verðlauna og nældu sér í ein slík fyrir endurhljóðblöndun á laginu "Thank You" með Dido árið 2002. Þeir unnu alþjóðlegu danstónlistarverðlaunin árið 2005 með "Say Hello".

Sömuleiðis voru þeir í fyrsta sæti yfir bestu progressive house plötusnúði í Bandaríkjunum í könnun sem hið virta blað BPM Magazine gerði. Deep Dish hafa endurhljóðblandað fyrir poppstjörnur á borð við Madonnu, Justin Timberlake og P. Diddy og hafa öll lögin unnið til verðlauna.



Von er á erlendum blaða- og ferðamönnum á þennan einstaka viðburð og búist er við því að miðar í forsölu eigi eftir að seljast upp á skömmum tíma.

Forsala fer fram í 12 Tónum og miðaverð í forsölu er aðeins 2000 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.