Lífið

Leikari Tarzans látinn

MYND/AP

Gordon Scott, sem þekktastur er fyrir túlkun sína á apamanninum Tarzan, er látinn 80 ára að aldri. Að sögn lækna var dánarorsökin hjartakvilli.

Gordon var uppgötvaður af kvikmyndaframleiðanda í Hollywood snemma á sjötta áratugnum þegar hann starfaði sem lífvörður. Frumraun hans á hvíta tjaldinu var svo hlutverk Tarzans í samnefndri mynd sem kom út árið 1954. Þó svo að ekki hafi farið mikið fyrir Gordon eftir það lék hann í alls í 24 myndum á ferli sínum, einkum vestrum og myndum um skylmingaþræla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.