Íslenskir frömuðir festir á filmu 5. maí 2007 02:30 Hönnuðurinn Helicopter, sem selur vörur sínar í Nakta apanum, var á meðal þeirra sem Charlie heillaðist af. fréttablaðið/charlie strand Stílistinn og ljósmyndarinn Charlie Strand vinnur að gerð ljósmyndabókar um íslenskt tónlistar- og menningarlíf og helstu frömuðina á því sviði. Hann yfirgaf farsælan stílistaferil í London fyrir einu og hálfu ári til að helga sig verkefninu. Charlie er hálfíslenskur, en fæddur og uppalinn í London. Þar vann hann sem tísku- og tónlistarstílisti. „Ég hef til dæmis stíliserað fyrir Suede, Richard Ashcroft og Fatboy Slim og fleiri hljómsveitir í britpop-geiranum sem voru mjög vinsælar á þessum tíma,“ útskýrði Charlie. Hann stíliseraði jafnframt myndatökur fyrir tímarit á borð við i-D, Tank og Esquire og stíliseraði og stýrði tískusýningum á tískuvikum í bæði London og París. Hann teygði sig yfir í ljósmyndun fyrir rúmum tveimur árum síðan. Blaðamanni þykir undarlegt að nokkur vilji snúa baki við slíkum ferli til þess að halda til Íslands vopnaður myndavél. Ástæðan fyrir þeirri ákvörðun Charlie er tvíþætt, að hans sögn. „Mamma mín var íslensk. Hún lést fyrir tveimur árum. Þremur árum fyrir það létust afi minn og amma, sem voru íslensk. Svo íslenska tengingin mín hvarf eiginlega á nokkurra ára tímabili, og ég fylltist nánast skelfingu,“ útskýrir hann. „En ég var líka orðinn þreyttur á því að svara alltaf sömu spurningunum um Ísland. Fólk var alltaf að óska mér til hamingju með hversu frábært Ísland væri – sem mér fannst auðvitað rosa gaman til að byrja með,“ segir Charlie kíminn. „Síðan fór það eiginlega að pirra mig, af því að fólk vissi í rauninni óskaplega lítið um hvað væri í gangi á Íslandi. Það var eins og því hefði verið sagt af einhverjum fjölmiðli að Ísland væri hipp og kúl, en enginn vissi meira en það,“ útskýrir hann. „Mér fannst það hálfgerð móðgun við íslenska menningu og þetta skapandi samfélag. Ég ákvað þess vegna að ráðast í þetta verkefni, sem gengur einmitt út á að sýna hvað er að gerast hérna,“ segir Charlie. ' Bókin samanstendur af ljósmyndum Charlie og texta, ásamt viðtölum hans við viðfangsefnin. Hann tekur fyrir þrjú svið íslensk listalífs og fjallar um fólkið sem honum þykir vera helstu frömuðirnir á sviði tónlistar, tísku og myndlistar, eða „trendsettera“, eins og hann kallar það. Á meðal tónlistarmannanna sem prýða síður bókarinnar eru Mínus, Trabant, Valgeir Sigurðsson, Mr. Silla og Leaves. Hönnuðirnir Helicopter, Eygló, Harpa E, Edda Ívarsdóttir og Dead fá líka sitt pláss, eins og listamennirnir Shoplifter, Ragnar Kjartansson, Ásdís Gunnarsdóttir og Egill Sæbjörnsson. Bókin er nú á síðustu metrunum og er væntanleg í bókahillur á næstu mánuðum. „Hún kemur fyrst út á Íslandi, en verður alls ekki bara til sölu hér. Mig langar að dreifa henni í London, París og Tókýó, þó að það sé þá í smærra upplagi. Ég er hrifinn af réttri kynningu á réttum stað,“ segir hann. Verkefnið vatt töluvert upp á sig, að sögn Charlie. Tveimur árum eftir að hann hóf vinnu við bókina hefur mikið vatn runnið til sjávar, og mikið af fjármunum gufað upp. „Ég hef lagt alla fjármuni sem ég hef átt í þetta verkefni. Þetta er fjárhagslegt kaós,“ segir hann sposkur. „Ef ég segi þetta alveg umbúðalaust, þá var ég ágætlega efnaður. Og nú er ég svo langt frá því að það er ótrúlegt,“ segir hann og hlær við. „En ég held að það hafi líka hjálpað mér að tengjast fólkinu sem ég hef unnið með í þessu,“ segir Charlie og bendir á að íslenskir listamenn séu sjaldnast í miklum efnum. „Ég hef líka lifað þetta áður en ég tek myndirnar. Ég fór til dæmis á svona sjö tónleika með Mínus. Ég myndaði þá á fjórum tónleikum og tók mörg hundruð myndir. Og ég vann með fatahönnuðunum, fór á sýningarnar þeirra og tók að meira að segja myndir fyrir suma,“ segir Charlie. „Þetta er ekki þetta týpíska sjónarhorn útlendingsins,“ bætir hann hugsi við. „Ætli ég sé ekki með einn fót fyrir utan og einn inni.“ Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira
Stílistinn og ljósmyndarinn Charlie Strand vinnur að gerð ljósmyndabókar um íslenskt tónlistar- og menningarlíf og helstu frömuðina á því sviði. Hann yfirgaf farsælan stílistaferil í London fyrir einu og hálfu ári til að helga sig verkefninu. Charlie er hálfíslenskur, en fæddur og uppalinn í London. Þar vann hann sem tísku- og tónlistarstílisti. „Ég hef til dæmis stíliserað fyrir Suede, Richard Ashcroft og Fatboy Slim og fleiri hljómsveitir í britpop-geiranum sem voru mjög vinsælar á þessum tíma,“ útskýrði Charlie. Hann stíliseraði jafnframt myndatökur fyrir tímarit á borð við i-D, Tank og Esquire og stíliseraði og stýrði tískusýningum á tískuvikum í bæði London og París. Hann teygði sig yfir í ljósmyndun fyrir rúmum tveimur árum síðan. Blaðamanni þykir undarlegt að nokkur vilji snúa baki við slíkum ferli til þess að halda til Íslands vopnaður myndavél. Ástæðan fyrir þeirri ákvörðun Charlie er tvíþætt, að hans sögn. „Mamma mín var íslensk. Hún lést fyrir tveimur árum. Þremur árum fyrir það létust afi minn og amma, sem voru íslensk. Svo íslenska tengingin mín hvarf eiginlega á nokkurra ára tímabili, og ég fylltist nánast skelfingu,“ útskýrir hann. „En ég var líka orðinn þreyttur á því að svara alltaf sömu spurningunum um Ísland. Fólk var alltaf að óska mér til hamingju með hversu frábært Ísland væri – sem mér fannst auðvitað rosa gaman til að byrja með,“ segir Charlie kíminn. „Síðan fór það eiginlega að pirra mig, af því að fólk vissi í rauninni óskaplega lítið um hvað væri í gangi á Íslandi. Það var eins og því hefði verið sagt af einhverjum fjölmiðli að Ísland væri hipp og kúl, en enginn vissi meira en það,“ útskýrir hann. „Mér fannst það hálfgerð móðgun við íslenska menningu og þetta skapandi samfélag. Ég ákvað þess vegna að ráðast í þetta verkefni, sem gengur einmitt út á að sýna hvað er að gerast hérna,“ segir Charlie. ' Bókin samanstendur af ljósmyndum Charlie og texta, ásamt viðtölum hans við viðfangsefnin. Hann tekur fyrir þrjú svið íslensk listalífs og fjallar um fólkið sem honum þykir vera helstu frömuðirnir á sviði tónlistar, tísku og myndlistar, eða „trendsettera“, eins og hann kallar það. Á meðal tónlistarmannanna sem prýða síður bókarinnar eru Mínus, Trabant, Valgeir Sigurðsson, Mr. Silla og Leaves. Hönnuðirnir Helicopter, Eygló, Harpa E, Edda Ívarsdóttir og Dead fá líka sitt pláss, eins og listamennirnir Shoplifter, Ragnar Kjartansson, Ásdís Gunnarsdóttir og Egill Sæbjörnsson. Bókin er nú á síðustu metrunum og er væntanleg í bókahillur á næstu mánuðum. „Hún kemur fyrst út á Íslandi, en verður alls ekki bara til sölu hér. Mig langar að dreifa henni í London, París og Tókýó, þó að það sé þá í smærra upplagi. Ég er hrifinn af réttri kynningu á réttum stað,“ segir hann. Verkefnið vatt töluvert upp á sig, að sögn Charlie. Tveimur árum eftir að hann hóf vinnu við bókina hefur mikið vatn runnið til sjávar, og mikið af fjármunum gufað upp. „Ég hef lagt alla fjármuni sem ég hef átt í þetta verkefni. Þetta er fjárhagslegt kaós,“ segir hann sposkur. „Ef ég segi þetta alveg umbúðalaust, þá var ég ágætlega efnaður. Og nú er ég svo langt frá því að það er ótrúlegt,“ segir hann og hlær við. „En ég held að það hafi líka hjálpað mér að tengjast fólkinu sem ég hef unnið með í þessu,“ segir Charlie og bendir á að íslenskir listamenn séu sjaldnast í miklum efnum. „Ég hef líka lifað þetta áður en ég tek myndirnar. Ég fór til dæmis á svona sjö tónleika með Mínus. Ég myndaði þá á fjórum tónleikum og tók mörg hundruð myndir. Og ég vann með fatahönnuðunum, fór á sýningarnar þeirra og tók að meira að segja myndir fyrir suma,“ segir Charlie. „Þetta er ekki þetta týpíska sjónarhorn útlendingsins,“ bætir hann hugsi við. „Ætli ég sé ekki með einn fót fyrir utan og einn inni.“
Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira