Línudansmanía í Reykjavík 3. maí 2007 05:00 Jóhann Örn er hér í línudanssveiflu en hann fullyrðir að línudansinn lengi lífið. MYND/Vilhelm 150 íslenskir línudansarar stíga sporin við undirleik Baggalúts í Laugardalshöll á laugardagskvöld á línudanshátíð. Jóhann Örn Ólafsson segir að 5-600 manns stundi línudans að staðaldri á Íslandi. „Þetta hefur verið í lægð út á við en alls ekki inn á við. Ákveðinn kjarni stundar línudans af kappi,“ segir Jóhann Örn Ólafsson, dansari og danskennari. Mikil línudanshátíð hófst í gær og verður fram haldið yfir helgina. Í gær var efnt til línudans í Ráðhúsinu klukkan 17.30 og verður það endurtekið í dag. Hápunktar hátíðarinnar verður á laugardagskvöldið á Broadway þar sem Rob Fowler, línudansari frá Liverpool, verður með sérstaka sýningu og klukkan 23.00 leikur svo kántrísveitin Baggalútur undir gríðarmiklum hóplínudansi í Laugardalshöll. „Það verður magnað að sjá einhverja 150 línudansara taka sporið fyrir framan þá,“ segir Jóhann Örn. Hann segir svo frá að línudansinn hafi komið fram á sjónarsviðið árið 1994 þegar RÚV sjónvarpaði frá Kántríbæ en þar var hópur kana af Vellinum sem steig línudans. „Nokkru seinna var ég farinn að sýna þetta á Ömmu Lú og þá byrjar þetta.“ Jóhann Örn metur það svo að um land allt sé línudansinn stundaður af kappi af einhverjum fimm til sex hundruð manns. „En stærsti kjarninn er hér í Reykjavík. Þetta er fólk á öllum aldri. En meðalaldurinn er kannski í kringum fimmtíu. Ég er með ansi marga hressa í tímum, til dæmis er ein áttræð sem rúllar upp öllum flóknustu dönsunum. Fólk lifir svo lengi sem dansar línudans,“ segir Jóhann Örn. Jóhann er frábær dansari sjálfur og jafnvígur á hinar ýmsu tegundir. En hann hefur einkum lagt fyrir sig línudansinn. „Mér fannst þetta sniðugt fyrir tólf árum og finnst það enn þá. Þetta er svo stór partur af mínu lífi og mínu lifibrauði. Þetta er svo skemmtilegt form að kenna.“ Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
150 íslenskir línudansarar stíga sporin við undirleik Baggalúts í Laugardalshöll á laugardagskvöld á línudanshátíð. Jóhann Örn Ólafsson segir að 5-600 manns stundi línudans að staðaldri á Íslandi. „Þetta hefur verið í lægð út á við en alls ekki inn á við. Ákveðinn kjarni stundar línudans af kappi,“ segir Jóhann Örn Ólafsson, dansari og danskennari. Mikil línudanshátíð hófst í gær og verður fram haldið yfir helgina. Í gær var efnt til línudans í Ráðhúsinu klukkan 17.30 og verður það endurtekið í dag. Hápunktar hátíðarinnar verður á laugardagskvöldið á Broadway þar sem Rob Fowler, línudansari frá Liverpool, verður með sérstaka sýningu og klukkan 23.00 leikur svo kántrísveitin Baggalútur undir gríðarmiklum hóplínudansi í Laugardalshöll. „Það verður magnað að sjá einhverja 150 línudansara taka sporið fyrir framan þá,“ segir Jóhann Örn. Hann segir svo frá að línudansinn hafi komið fram á sjónarsviðið árið 1994 þegar RÚV sjónvarpaði frá Kántríbæ en þar var hópur kana af Vellinum sem steig línudans. „Nokkru seinna var ég farinn að sýna þetta á Ömmu Lú og þá byrjar þetta.“ Jóhann Örn metur það svo að um land allt sé línudansinn stundaður af kappi af einhverjum fimm til sex hundruð manns. „En stærsti kjarninn er hér í Reykjavík. Þetta er fólk á öllum aldri. En meðalaldurinn er kannski í kringum fimmtíu. Ég er með ansi marga hressa í tímum, til dæmis er ein áttræð sem rúllar upp öllum flóknustu dönsunum. Fólk lifir svo lengi sem dansar línudans,“ segir Jóhann Örn. Jóhann er frábær dansari sjálfur og jafnvígur á hinar ýmsu tegundir. En hann hefur einkum lagt fyrir sig línudansinn. „Mér fannst þetta sniðugt fyrir tólf árum og finnst það enn þá. Þetta er svo stór partur af mínu lífi og mínu lifibrauði. Þetta er svo skemmtilegt form að kenna.“
Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira