Lífið

Gisele hætt hjá Victoria‘s Secret

Ofurfyrirsætan brasilíska starfar ekki lengur fyrir Victoria´s Secret.
Ofurfyrirsætan brasilíska starfar ekki lengur fyrir Victoria´s Secret.

Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bundchen er hætt störfum fyrir undirfatarisann Victoria"s Secret. „Við óskum henni alls hins besta og viljum þakka henni fyrir frábært starf. Hún mun halda áfram að vera áberandi hluti af kynþokkafyllsta vörumerki heims það sem eftir er ársins,“ sagði Edward Razek hjá Victoria"s Secret.

Gisele, sem er 26 ára, er ein þekktasta fyrirsæta heims. Hún átti á sínum tíma í ástarsambandi við leikarann Leonardo DiCaprio en er núna með ruðningskappanum Tom Brady. Ofurfyrirsætan Gisele hefur margoft verið ofarlega í kjöri á kynþokkafyllstu konum heims og fyrirsætustörf hjá Victoria‘s Secret hafa ekki skemmt þar fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.