Fleiri fréttir

Blóðbankahlaup í Laugardalnum

Í tilefni af Alþjóðlega blóðgjafadeginum efnir Blóðbankinn til fjölskylduskokks í Laugardalnum á morgun, laugardag. Hlaupið hefst klukkan 13 og munu blóðgjafar og fjölskyldur þeirra sem taka þátt í deginum hlaupa 3 km leið um Laugardalinn. Að loknu hlaupinu fá allir þeir sem komast í mark verðlaunapening sem Blóðgjafafélag Íslands gefur og ýmis annað góðgæti.

Kvöld í Hveró - Hjálmar

Hjálmar efna til tónleika í Hveragerðiskirkju föstudaginn 3. júní. Tónleikarnir eru lokakonsert tónleikaraðarinnar Kvöld í Hveró sem fram hefur farið í kirkjunni nú á vormánuðum. Helgi Valur Ásgeirsson trúbador frá Hveragerði hitar upp fyrir Hjálma og flytur lög af nýútkominni sólóplötu sinni.

Bjóða upp persónulega muni Monroe

Persónulegir munir leik- og söngkonunnar Marilyn Monroe boðnir upp í vikunni í Los Angeles. Um er að ræða nærri þrjú hundruð hluti, föt, myndir og skartgripi, sem stjarnan notaði. Þá verður einnig hægt að festa kaup á skilnaðarpappírum stjörnunnar og hafnarboltahetjunnar Joes DiMaggios frá árinu 1955.

Náið ykkur niður á Strákunum

Strákarnir ætla að bjóða þeim áhorfendum Stöðvar 2 sem finnst sér misboðið að taka út gremju sína á þeim föstudaginn 3. júní. Strákarnir verða á Lækjartorgi (við klukkuna) á slaginu 12 á hádegi þar sem þeir koma til með að selja rjómatertur og egg sem fólk getur keypt og síðan grýtt þá með. Ágóði af sölunni rennur til langveikra barna.

Fyrsti laxinn á land

Fyrsti laxinn er þegar kominn á land þótt laxveiðitímabilið hefjist ekki formlega fyrr en í fyrramálið. Það var við svokallaða Kaðalstaðastrengi sem eru neðarlega í Þverá í Borgarfirði sem fyrsti laxinn kom á land.

Kajaksigling í kringum Ísland

Kjartan Jakob Hauksson ætlar nú að ljúka kajaksiglingu sinni í kringum Ísland til styrktar fötluðum en bátur hans brotnaði í spón í september í hitteðfyrra eftir þriggja vikna siglingu.

Stólar og sófar með kögri

Unnur María Bergsveinsdóttir datt niður á stóran og myndarlegan grænan stól í Góða hirðinum og er hann í miklu uppáhaldi hjá henni. </font /></b />

Það er sálin sem býr húsið til

Ásthildur Kjartansdóttir kvikmyndagerðarkona er ástfangin af Laugaveginum og henni þykja húsin þar skemmtileg. </font /></b />

Ávaxtakarfan til Kína

Ávaxtakarfan er á leið til Kína. Um er að ræða barnasöngleikinn vel þekkta en hann verður fluttur á alþjóðlegri hátíða barnaleikrita í Shanghai í sumar. Að sögn aðstandenda Ávaxtakörfunnar er það sérstakur heiður að vera boðið á hátíðina því hún sé ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum.

Curtis gagnrýndur fyrir villur

Leikstjórinnn Richard Curtis, sem gerði meðal annars rómantísku gamanmyndina <em>Love Actually</em> komst í vandræði í gær þegar ónefndur, íslenskur blaðamaður gagnrýndi nýjustu mynd kappans harðlega á blaðamannafundi í London. Breskir fjölmiðlar greina frá atvikinu í dag. Myndin, sem heitir the <em>Girl in the Cafe</em>, gerist í Reykjavík í kringum fund leiðtoga helstu iðnríkja heims.

Réttarhöldunum að ljúka

Lögfræðiteymi poppstjörnunnar Michaels Jacksons hefur lokið störfum án þess að láta Jackson sjálfan bera vitni. Réttarhöldin hafa að mestu snúist um móður drengsins sem Jakcson er ákærður fyrir að hafa misnotað kynferðislega á búgarði sínum árið 2003, um hennar innræti og græðgi í peninga annarra.

Langþreytt á skrifum slúðurblaða

Mette Marit, krónprinsessa í Noregi, er sögð langþreytt á skrifum þýsku slúðurblaðanna um norsku konungsfjölskylduna. Þrjár greinar um son hennar, Maríus, af fyrra sambandi fylla þó mælinn, að því er kemur fram í norska blaðinu <em>Verdens gang</em>.

Smáhundaæði leggst á Íslendinga

Þeir eru litlir og sætir og passa vel í handtösku. Nei, hér er ekki átt við nýjustu tegund gsm síma heldur smáhunda eða selskapshunda eins og þeir eru stundum kallaðir. Hunda eins og chihuahua, japanskan chin, cavalier og marga fleiri sem hafa átt vaxandi vinsældum að fagna undanfarin ár á Íslandi.

Bíladellukarl í forstjórastól

"Ég er mikill bíladellukarl og hef alltaf verið," segir Knútur G. Hauksson, fráfarandi forstjóri Samskipa og verðandi forstjóri Heklu, en fyrir honum verður það líkt og að vinna í dótakassa.

Réttarhöld senn á enda

Réttarhöldin yfir Michael Jackson eru farin að harðna nú þegar styttist í endalokin en lögfræðingar hans réðust harkalega að móður drengsins sem Jackson er ákærður fyrir að hafa beitt  kynferðisofbeldi og sögðu þeir hana svikara sem notfærði sér son sinn á allan hátt til að komast yfir peninga annarra.

Kaaberhúsið er skemmtilegt hús

Listamaðurinn Matthías Mogensen velur óhefðbundin sýningarrými fyrir myndirnar sínar. Í gær lauk sýningu hans í gamla Ó. Johnson og Kaaber-húsinu sem hann hefur mikið dálæti á. </font /></b />

Hlaðan er listaverk

Þegar ekið er um sveitir landsins ber margt fallegt fyrir augu. Sjaldgæft er þó að líta útihús skreytt listaverkum. En þannig er það á Dæli í Víðidal. </font /></b />

Reykjavík Shorts and Docs

Stuttmyndahátíðin Reykjavík Shorts & Docs hefst á morgun og stendur til 29. maí. Á hátíðinni verða sýndar 13 nýjar íslenskar myndir sem er met í sögu hátíðarinnar. Þeirra á meðal er ný heimildamynd Ásthildar Kjartansdóttur um myndlistarkonuna Rósku.

Fólk úði ekki garða af gömlum vana

Starfsmaður hjá Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkurborgar varar fólk við að úða garða sína af gömlum vana. Þeir eigi heldur að athuga hvort og hvaða plöntur þurfi þess við.

Grikkir unnu - Ísland í 16. sæti

Grikkir sigruðu í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin var í Kænugarði í Úkraínu í gærkvöldi. Það var hin grísk-sænska söngkona Helena Paparizou sem vann hug og hjörtu Evrópubúa með laginu „My number one“ og tryggði Grikkjum sigur en hún er fædd og uppalin í Svíþjóð.

Norðurlandamafían engu betri

Þeir sem halda því fram að Austur-Evrópumafían hafi verið allsráðandi við stigagjöfina í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í gær ættu að líta sér aðeins nær. Mafían var ekki minni þegar Norðurlandaþjóðirnar voru annars vegar.

Unnur Birna er Ungfrú Ísland

Hestaíþróttir og lögreglustörf er meðal þess sem bíða nýkjörinnar fegurðardrottningar Íslands í sumar. Hún hlakkar til að takast á við hlutverkið.

Sólarhringsbið í röð

Sannir rokkaðdáendur láta sig ekki muna um að bíða í röð í ríflega sólarhring til að krækja í miða á tónleika með goðunum sínum. Byrjað var að selja miða á tónleika þungarokksveitarinnar Megadeth um hádegisbilið í dag. Allra hörðustu aðdáendur sveitarinnar voru hins vegar mættir með rétta útbúnaðinn á hádegi í gær

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir ungfrú Ísland

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir var fyrir stundu kjörin ungfrú Ísland árið 2005. Unnur er 21 árs og var á dögunum kjörin fegurðardrottning Reykjavíkur. Ingunn Sigurpálsdóttir, tvítug stúlka úr Garðabæ, varð í 2. sæti og Margrét Elísa Harðardóttir, 24 ára úr Reykjavík, varð í þriðja sæti.

Læknar Kylie afar bjartsýnir

Læknar í Ástralíu greindu frá því í morgun að þeim hefði tekist að fjarlægja illkynja æxli úr brjósti söngstjörnunnar Kylie Minogue og þeir segjast vissir um að tekist hafi að koma í veg fyrir að það hafi dreift sér.

Evróvisjón: Úkraínumenn bjartsýnir

Úkraínumenn eru bjartsýnir á að framlag þeirra í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva tryggi þeim sigur, annað árið í röð. Rúslana sem sigraði í fyrra segir lagið hafa mikla möguleika og ríkir mikil spenna fyrir úrslitakeppnina sem hófst fyrir stundu.

Fékk lykil að San Fransisco

Við hátíðarkvöldverð í Asíska listasafninu í San Francisco í gær afhenti Gavin Newsom, borgarstjóri San Francisco, Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra lykilinn að borg sinni.

Stone safnar fyrir börnin

Sharon Stone hefur safnað rúmlega einni milljón dollara með því að halda góðgerðarsamkomu í Cannes.

Avril þykir drykkfelld

Hin unga söngkona Avril Lavigne virðist vera nokkuð fyrir sopann þrátt fyrir að hafa ekki aldur til þess að drekka og hefur hún verið gagnrýnd fyrir þetta.

Gríðarlega svekkjandi

Íslenski hópurinn sem tók þátt í forkeppni Evróvisjón-söngvakeppninnar í Kænugarði í Úkraínu í gær er gríðarlega svekktur með að hafa ekki komist í aðalkeppnina sem verður annað kvöld. „Við trúðum vart eigin augum og eyrum,“ segir fararstjóri hópsins. 

Ljósafosslaug seld nýjum eigendum

Steinar Árnason athafnamaður á Syðri Brú í Grímsnesi hefur keypt Ljósafosslaug af Grímsnes- og Grafningshreppi. Laugin er ein meginstoð í afþreyingu fyrir frístundabyggðina sem skipulögð hefur verið í landi Syðri Brúar.

Liz aftur á hvíta tjaldið

Elizabeth Hurley hefur sent frá sér tilkynningu þess eðlis að hún muni leika í nýrri hasar-gamanmynd ásamt leikkonunni Lucy Liu og mun kvikmyndin verða frumsýnd á næsta ári.

Kelsey Grammer í X-Men 3

Kelsey Grammer hefur bæst í leikarahóp myndarinnar X-Men 3. Hann mun leika Beast sem er risastór, blár og loðinn karakter.

Eurovision 2005 - Dagur 9 - Hettan farin

Þriðja rennslinu lokið, en ég horfði á það á sjónvarpsskjá í blaðamannatjaldinu. Búningurinn er eins nema að hettan í upphafinu er farin. Það er skemmst frá því að segja að þetta er besta frammistaða Selmu hér í Kænugarði og ef fer sem horfir þurfum við engar áhyggjur að hafa af frammistöðu hennar í kvöld.

Á Netið strax eftir frumsýningu

Síðasta Stjörnustríðsmyndin var komin á Netið aðeins klukkustundum eftir frumsýninguna í morgun. Þúsundir hafa þegar halað hana ólöglega niður af Netinu en kvikmyndaiðnaðurinn reynir að koma í veg fyrir að starfsgreinin fari sömu leið og tónlistargeirinn þar sem ólöglegt niðurhal á tónlist er farið að draga verulega úr sölu á geisladiskum.

Eurovision 2005 - Dagur 9 - Draumurinn búinn

Það fór þá svo að aðvörunarorð Selmu áttu fullkomlega rétt á sér og það er ekki laust við að ég finni til samúðar í hennar garð því hún gaf allt í þetta. Margra mánaða vinna að baki, lagið mun betra en einhver þeirra sem komust áfram og get ég meðal annars nefnt Makedóníu, en svona er þetta.

Eurovision 2005 - Dagur 7 - Víkingapartý

Þarna bjóða þær gangandi vegfarendum að vigta sig, gegn gjaldi að sjálfsögðu. Þetta er afskaplega hentugt ef maður er á gangi og vill fá að vita hvað maður er þungur. Já best að láta vigta sig.................

Gamalt hús með sál og sögu

Í kjallara Þrúðvangs við Laufásveg var áður funda- og salernisaðstaða fyrir nemendur MR. Nú hefur Ólöf Pálsdóttir arkitekt tekið kjallarann í gegn frá grunni. </font /></b />

Saga Þrúðvangs

Við Laufásveg stendur virðulegt steinhús sem ber nafnið Þrúðvangur. Húsið á sér langa og merkilega sögu og hefur þjónað sem heimili fjölda fólks fyrir utan að þjóna gyðjum mennta og tónlistar. Í dag búa hjónin Páll V. Bjarnason arkitekt og Sigríður Harðardóttir ritstjóri í húsinu og í kjallaranum hafa dóttir þeirra, Ólöf, og maðurinn hennar, Guðmundur Albert Harðarson, hreiðrað um sig með syni sína tvo. </font /></b />

Heimasíðu Minogue lokað

Ástralska söngkonan Kylie Minogue varð að loka fyrir heimasíðu sína vegna í gær vegna gríðarfjölda fyrirspurna aðdáenda um líðan hennar, en eins og fram kom í fréttum í gær hefur söngkonan greinst með brjóstakrabbamein. Forsætisráðherra landsins var meðal þeirra sem sendi poppstjörnunni kveðjur og óskir um bata.

Kvöld í Hveró - Stefán og Eyfi

Stefán og Eyfi efna á föstudag til tónleika í Selfosskirkju, í samvinnu við menningarhátíðina <strong>Vor í Árborg</strong>. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni tónleikararaðarinnar <strong>Kvöld í Hveró</strong> og menningarhátíðarinnar Vor í Árborg  sem fram fer helgina 20.- 22. maí.

Hello greiði OK ekki milljón punda

Áfrýjunardómstóll í Lundúnum hefur snúið við dómi undirréttar um að slúðurtímaritið <em>Hello</em> greiði slúðurtímaritinu <em>OK</em> eina milljón sterlingspunda vegna þess að <em>Hello</em> birti ljósmyndir af brúðkaupi leikarahjónanna Michaels Douglas og Catherine Zeta Jones. Hjónin höfðu gert samning við <em>OK</em> um einkaleyfi á myndatökum í brullaupinu og fengið fyrir það milljón pund. <em>Hello</em> keypti hins vegar myndir sem einhver óvandaður gestur hafði tekið í gleðinni.

Eurovision 2005 - Dagur 8 - Stóra stundin nálgast

Það styttist í ósköpin en forkeppnin er á morgun og það er ekki laust við að ég beri ákveðinn kvíða í brjósti fyrir hönd Selmu. Það var rennsli á prógraminu í dag og var talsverð eftirvænting í hópnum að virða fyrir sér búning Selmu á sviðinu. Það er ekki laust við að hann hafi komið á óvart.....

Eurovision 2005 - Dagur 8 - Framhald

Jæja nú er Selma að stíga á svið í öðru rennsli dagsins, síðasta dag fyrir forkeppnina. Og við horfum og hlustum. Búningurinn er sá sami, en hettan fýkur af nánast um leið og miðað við myndatöku kvöldsins. Dansinn og söngurinn mjög góður sem í fyrra skiptið þó einhverjir netmiðlar erlendir hafi verið að hnýta eitthvað í hann.

Norðurljós með tónleika

Sönghópurinn Norðurljós heldur sína fyrstu tónleika sunnudaginn 22. maí næstkomandi. Einsöngvari er Elmar Þór Gilbertson tenór. Á dagskrá eru íslensk og erlend lög og verður m.a. frumflutt lagið „You raise me up“ eftir Brendan Graham sem Josh Groban gerði frægt við texta Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar og ber heitið „Þú leiðir mig“.

Sjá næstu 50 fréttir