Lífið

Stone safnar fyrir börnin

Sharon Stone hefur safnað rúmlega einni milljón dollara með því að halda góðgerðarsamkomu í Cannes. Margir úr hópi fræga fólksins létu sjá sig á samkomunni og voru þarna meðal annars Penelope Cruz, Joely Richardson, Salma Hayek, Brittany Murphy og Milla Jovovich. Stone var veislustjóri ásamt Liza Minnelli. "Ég get ekki horft á lítil börn láta lífið vegna alnæmis á hverri mínutu sem líður og sleppt því að gera eitthvað í málinu. Hver einasta manneskja sem býr yfir hlýju hjarta ætti að bretta upp ermar og hjálpa," sagði Sharon Stone.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.