Lífið

Curtis gagnrýndur fyrir villur

Leikstjórinnn Richard Curtis, sem gerði meðal annars rómantísku gamanmyndina Love Actually komst í vandræði í gær þegar ónefndur, íslenskur blaðamaður gagnrýndi nýjustu mynd kappans harðlega á blaðamannafundi í London. Breskir fjölmiðlar greina frá atvikinu í dag. Myndin, sem heitir the Girl in the Cafe, gerist í Reykjavík í kringum fund leiðtoga helstu iðnríkja heims. Íslenska blaðamanninum mislíkaði ógurlega að Reykjavíkurflugvöllur væri meðal annars látinn gegna hlutverki alþjóðaflugvallar í myndinni auk þess sem blaðamaðurinn ku hafa fundið fjölmargar aðrar álíka vitleysur. Curtis varð svarafátt.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.