Lífið

Langþreytt á skrifum slúðurblaða

Mette-Marit, krónprinsessa í Noregi, er sögð langþreytt á skrifum þýsku slúðurblaðanna um norsku konungsfjölskylduna. Þrjár greinar um son hennar, Maríus, af fyrra sambandi fylla þó mælinn, að því er kemur fram í norska blaðinu Verdens gang. Í einni greinanna er því haldið fram að Maríus litli sé þunglyndur þar sem norska konungsfjölskyldan hafi ekki samþykkt hann og hafi hann útundan. Í annarri grein segir að líf hans kunni að vera í hættu vegna ógnanna frá mannræningjum. Talsmaður konungsfjölskyldunnar segir að þeim sé brugðið þegar skrifin beinist í síauknum mæli að börnunum, í þessu tilfelli Maríus. Það er þó ekki látið fylgja sögunni til hvaða aðgerða krónprinsessan og krónprinsinn ætla að grípa en þau njóta mikilla vinsælda í Þýskalandi og eru reglulega á síðum glanstímarita.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.