Lífið

Blóðbankahlaup í Laugardalnum

Í tilefni af Alþjóðlega blóðgjafadeginum efnir Blóðbankinn til fjölskylduskokks í Laugardalnum á morgun, laugardag. Hlaupið hefst klukkan 13 og munu blóðgjafar og fjölskyldur þeirra sem taka þátt í deginum hlaupa 3 km leið um Laugardalinn. Að loknu hlaupinu fá allir þeir sem komast í mark verðlaunapening sem Blóðgjafafélag Íslands gefur og ýmis annað góðgæti. Ekkert þátttökugjald er í hlaupið en skráðir hlauparar fá stuttermabol til að hlaupa í, verðlaunapening við marklínuna og frítt í Laugardalslaugina að hlaupi loknu. Leppin mun svo sjá um að hlaupararnir væti kverkarnar á meðan hlaupinu stendur. Og Vodafone og Blóðbankinn hafa á undanförnu ári átt ánægjulegt samstarf og mun Og Vodafone verða með uppákomu á staðnum eftir hlaupið. Uppákoman mun standa til klukkan 15.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.