Lífið

Ljósafosslaug seld nýjum eigendum

Steinar Árnason athafnamaður á Syðri Brú í Grímsnesi hefur keypt Ljósafosslaug af Grímsnes- og Grafningshreppi. Laugin er ein meginstoð í afþreyingu fyrir frístundabyggðina sem skipulögð hefur verið í landi Syðri Brúar. Sveitarfélagið stendur að uppbyggingu á þjónustuaðstöðu á Borg í Grímsnesi þar sem verið er að byggja skóla, sundlaug og stjórnsýslumiðstöð sveitarfélagsins. "Sundlaugin er í mjög góðu standi og alveg lykilatriði að fá hana með í okkar uppbyggingu. Við munum opna laugina fyrir almenning um helgina og það eru allir velkomnir," sagði Steinar Árnason. Sundlaugin er á skjólgóðum stað steinsnar frá Syðri Brú og þar verður heitt og þægilegt andrúmsloft þegar sólin skín og eftirsóknarvert að dvelja  á slíkum dögum. Laugin hefur verið vinsæl á undanförnum árum og heilmikið sótt af sumarhúsafólki, gestum og gangandi sem fara um Grímsnesið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.