Lífið

Réttarhöld senn á enda

Réttarhöldin yfir Michael Jackson eru farin að harðna nú þegar styttist í endalokin en lögfræðingar hans réðust harkalega að móður drengsins sem Jackson er ákærður fyrir að hafa beitt  kynferðisofbeldi og sögðu þeir hana svikara sem notfærði sér son sinn á allan hátt til að komast yfir peninga annarra. Sýnt var fram á að fjölskylda drengsins hefði eytt sjö þúsund dollurum á kostnað söngvarans vikuna sem móðirin segir að þeim hafi verið haldið föngnum á búgarði hans en rúmlega helmingi fjárhæðarinnar var varið í tískuvöruverslunum. Móðirin vildi lítið segja við þessu og er málstaður Jacksos sagður hafa styrkst eftir þessa lotu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.