Bíladellukarl í forstjórastól 25. maí 2005 00:01 "Ég er mikill bíladellukarl og hef alltaf verið," segir Knútur G. Hauksson, fráfarandi forstjóri Samskipa og verðandi forstjóri Heklu, en fyrir honum verður það líkt og að vinna í dótakassa. Fyrir stuttu var komið á tal við Knút og honum boðið að ganga í eigendahóp Heklu og taka þar yfir sem forstjóri. "Af hverju ekki að slá til," segir Knútur glaðlega og hlakkar greinilega til að takast á við nýtt verkefni, sem er Knúti þó ekki með öllu ókunnugt enda starfaði hann við bílasölu með háskólanámi sínu. Hann segist þó munu sakna Samskipa, enda búinn að vera skemmtilegur tími að hans sögn. "Þegar ég kom þangað árið 2000 var velta fyrirtækisins ellefu milljarðar. Hún verður að minnsta kosti 45 milljarðar á þessu ári," segir Knútur, stoltur af uppbyggingu innanlandskerfisins, vörumiðstöðvarinnar og því að skipum fyrirtækisins fjölgaði úr tveimur í fjögur. Ótrúlega margt hafi gerst síðustu ár og hann hafi unnið með frábæru fólki. "Auðvitað mun maður sakna alls þessa, en ég á ekki von á öðru en að það sé líka frábært fólk hjá Heklu," segir Knútur sem ætlar að taka fyrstu mánuðina í það að prófa sem flesta bíla sem Hekla hefur upp á að bjóða. Knútur hefur keyrt jeppa síðustu fimmtán árin en segist þó alltaf hafa verið "svag" fyrir sportbílum. Þeir hafi þó ekki hentað fjölskyldumanni. Nú þegar börnin eru vaxin úr grasi getur Knútur þó vel hugsað sér að keyra um á einum slíkum. Knútur boðar engar róttækar breytingar í rekstri fyrirtækisins, enda brenni engir eldar. "Auðvitað ætla ég að setja mark mitt á þetta fyrirtæki þegar fram líða stundir," segir hann og er feginn að þurfa ekki að ferðast jafn mikið og hann þurfti í sínu fyrra starfi. Menning Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
"Ég er mikill bíladellukarl og hef alltaf verið," segir Knútur G. Hauksson, fráfarandi forstjóri Samskipa og verðandi forstjóri Heklu, en fyrir honum verður það líkt og að vinna í dótakassa. Fyrir stuttu var komið á tal við Knút og honum boðið að ganga í eigendahóp Heklu og taka þar yfir sem forstjóri. "Af hverju ekki að slá til," segir Knútur glaðlega og hlakkar greinilega til að takast á við nýtt verkefni, sem er Knúti þó ekki með öllu ókunnugt enda starfaði hann við bílasölu með háskólanámi sínu. Hann segist þó munu sakna Samskipa, enda búinn að vera skemmtilegur tími að hans sögn. "Þegar ég kom þangað árið 2000 var velta fyrirtækisins ellefu milljarðar. Hún verður að minnsta kosti 45 milljarðar á þessu ári," segir Knútur, stoltur af uppbyggingu innanlandskerfisins, vörumiðstöðvarinnar og því að skipum fyrirtækisins fjölgaði úr tveimur í fjögur. Ótrúlega margt hafi gerst síðustu ár og hann hafi unnið með frábæru fólki. "Auðvitað mun maður sakna alls þessa, en ég á ekki von á öðru en að það sé líka frábært fólk hjá Heklu," segir Knútur sem ætlar að taka fyrstu mánuðina í það að prófa sem flesta bíla sem Hekla hefur upp á að bjóða. Knútur hefur keyrt jeppa síðustu fimmtán árin en segist þó alltaf hafa verið "svag" fyrir sportbílum. Þeir hafi þó ekki hentað fjölskyldumanni. Nú þegar börnin eru vaxin úr grasi getur Knútur þó vel hugsað sér að keyra um á einum slíkum. Knútur boðar engar róttækar breytingar í rekstri fyrirtækisins, enda brenni engir eldar. "Auðvitað ætla ég að setja mark mitt á þetta fyrirtæki þegar fram líða stundir," segir hann og er feginn að þurfa ekki að ferðast jafn mikið og hann þurfti í sínu fyrra starfi.
Menning Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira