Lífið

Fékk lykil að San Fransisco

Við hátíðarkvöldverð í Asíska listasafninu í San Francisco í gær afhenti Gavin Newsom, borgarstjóri San Francisco, Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra lykilinn að borg sinni. Kvöldverðurinn var haldinn í tilefni af fyrsta áætlunarflugi Icelandair til San Francisco. Sagðist borgarstjórinn fagna þessari ákvörðun stjórnenda Icelandair og vonaðist til að fljótlega yrði flogið daglega. Áður en til kvöldverðar kom áttu Halldór og Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri stuttan fund með borgarstjóranum í ráðhúsinu, þar sem skipst var á gjöfum eftir stutt spjall um kosti Íslands og San Francisco.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.