Lífið

Læknar Kylie afar bjartsýnir

Læknar í Ástralíu greindu frá því í morgun að þeim hefði tekist að fjarlægja illkynja æxli úr brjósti söngstjörnunnar Kylie Minogue og þeir segjast vissir um að tekist hafi að koma í veg fyrir að það hafi dreift sér. Kylie gekkst undir aðgerðina á sjúkrahúsi í Melbourne í gær en hún hafði greinst með brjóstakrabbamein á frumstigi. Dr. Jenny Senior, læknir söngkonunnar, sagði eftir aðgerðina að nú þyrfti Kylie, sem er 36 ára, tíma til að jafna sig en að útlit væri fyrir að hún næði sér að fullu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.