Lífið

Bjóða upp persónulega muni Monroe

Persónulegir munir leik- og söngkonunnar Marilyn Monroe boðnir upp í vikunni í Los Angeles. Um er að ræða nærri þrjú hundruð hluti, föt, myndir og skartgripi, sem stjarnan notaði. Þá verður einnig hægt að festa kaup á skilnaðarpappírum stjörnunnar og hafnarboltahetjunnar Joes DiMaggios frá árinu 1955. Uppboðshaldarar segja að sum af hennar allra frægustu fötum gætu farið á allt að 20 þúsund dollara eða sem nemur um 1,2 milljónum íslenskra króna. Síðan Monroe dó árið 1962 aðeins 36 ára gömul hafa margar af hennar persónulegustu munum verið geymdir í öryggishólfi og hafa aldrei verið til sýndir fyrr en í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.