Lífið

Kajaksigling í kringum Ísland

Kjartan Jakob Hauksson ætlar nú að ljúka kajaksiglingu sinni í kringum Ísland til styrktar fötluðum en bátur hans brotnaði í spón í september í hitteðfyrra eftir þriggja vikna siglingu. Kjartan sigldi frá Reykjavík 21. ágúst árið 2003 en þegar hann kom í Rekavík 7. september lenti hann í vandræðum með þeim afleiðingum að báturinn brotnaði í spón uppi í fjöru. Tilgangur siglingarinnar var að safna fé í Hjálparliðasjóð Sjálfsbjargar. Kjartan ætlar um næstu helgi að halda áfram þaðan sem frá var horfið og róa um það bil 3000 kílómetra leið hringinn í kringum landið. Áætlað er að ferðin taki 6-8 vikur. Nýi bátur Kjartans er franskur og ber nafnið „Frelsi“. Með nafninu er vísað til þess að hreyfihamlaðir eru hvattir til þess að láta drauma sína um að ferðast innanlands og utan rætast. Kjartan mun reglulega hafa viðdvöl í landi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.