Lífið

Grikkir unnu - Ísland í 16. sæti

Grikkir sigruðu í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin var í Kænugarði í Úkraínu í gærkvöldi. Það var hin grísk-sænska söngkona Helena Paparizou sem vann hug og hjörtu Evrópubúa með laginu „My number one“ og tryggði Grikkjum sigur en hún er fædd og uppalin í Svíþjóð. Í öðru sæti hafnaði Malta sem kom verulega á óvart því framlag landsins til Evróvisjónkeppninnar þótti ekki mjög líklegt til þess að ná einu af efstu sætunum. Rúmenar voru í þriðja sæti. Norska sveitin Wig Wam þótti einna sigurstranglegust en Norðmenn þurftu að láta sér lynda að vera í miðjum hópi af þeim tuttugu og fjórum þjóðum sem kepptu til úrslita. Greint var frá því í gær að íslenska lagið, með Selmu Björnsdóttur fremsta í flokki, hafnaði í sextánda sæti í forkeppni Evróvisjón.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.