Fleiri fréttir Tapaði milljón á Idol-keppninni "Ég var með góðar tekjur í Kárahnjúkum sem mér finnst sjálfsagt að fá eitthvað upp í hvernig sem ég fer að," segir Davíð Smári Harðarson Idol-keppandi sem hefur sótt um fjárstyrk úr sveitarsjóði Árborgar. Davíð vill fá bætt vinnutap upp á eina milljón króna sem hann segist hafa orðið fyrir með þátttökunni í Idol-Stjörnuleitinni. 14.4.2005 00:01 Fjölmenni í afmæli Rúnars Júl Það voru margir sem samfögnuðu heiðursmanninum og eðalrokkaranum Rúnari Júlíussyni í Stapanum í gærkvöldi. Þar var boðið upp á tónlistarveislu. 14.4.2005 00:01 Britney ólétt Poppstjarnan Britney Spears er ólétt. Söngkonan viðurkenndi þetta loks á heimasíðu sinni í gær og sagði að allt gengi að óskum. Slúðurblöð í Bandaríkjunum hafa fjallað um óléttu Spears vikum saman en hún hefur alltaf harðneitað, þangað til í gær. 13.4.2005 00:01 Glerlistaverk eftir pabba Hallveig Rúnarsdóttir, söngkona, er stolt af listaverkum föður síns. 13.4.2005 00:01 Bleeeesaður, Kristján! Kristján Kristjánsson tónlistarmaður kom í fyrsta sinn til New York fyrir nokkru og heillaðist mjög af borginni, bæði andrúmsloftinu og byggingunum. Empire State er í mestu uppáhaldi. 12.4.2005 00:01 Ísskápurinn tekinn í gegn Ísskápinn þarf að þrífa reglulega og henda út mat sem farinn er að mygla. 12.4.2005 00:01 Jóhann Hauksson til Fréttablaðsins Jóhann Hauksson fyrrverandi dagskrárstjóri Rásar 2 og yfirmaður svæðisstöðva Ríkisútvarpsins hefur verið ráðinn á ritstjórn Fréttablaðsins. Jóhann mun jöfnum höndum skrifa fréttir og starfa í hádegisútvarpi Talstöðvarinnar. 12.4.2005 00:01 Hildur Vala verður Stuðmaður Hildur Vala Einarsdóttir, nýkrýnd Idol-stjarna, mun fylla skarð Ragnhildar Gísladóttur og syngja með Stuðmönnum á nokkrum vel völdum tónleikum í vor og sumar. Hildur Vala var gestur í Íslandi í bítið í morgun ásamt Jakobi Frímanni Magnússyni. Þar sagðist hún einfaldlega ekki hafa getað hafnað tilboðinu og sagðist búast við að túrinn yrði bæði skemmtilegur og lærdómsríkur. 12.4.2005 00:01 Heimilistónar í bandarísku vefriti Bandaríska veftímaritið <em>Pittsburgh Tribune Review</em> fjallar ítarlega í dag um leikkonuna Ólafíu Hrönn Jónsdóttur sem gert hefur leikna heimildamynd um kvennahljómsveitina Heimilistóna í Bandaríkjunum. Auk leikinna atriða hélt hljómsveitin tónleika í Pittsburgh þar sem lög á borð við <em>Sugar Sugar</em> og <em>Fly me to the Moon</em> voru sungin á íslensku. 12.4.2005 00:01 Kvíðir réttarhöldum í Flórída Um mánaðamótin hefjast réttarhöld yfir morðingja hálfíslenskrar konu, sem var myrt á heimili sínu í Flórída fyrir tveimur árum. Sonur hennar, sem einnig varð fyrir hrottalegri árás morðingjans, segist kvíða réttarhöldunum. Hann segist þó hafa öðlast trú á lífið aftur eftir að honum fæddist sonur. 12.4.2005 00:01 Harry prins til Lesótó Harry Bretaprins er á leiðinni til Lesótó í boði konungsfjölskyldunnar þar. Harry starfaði að góðgerðarmálum þar í tvo mánuði í fyrra og ætlar nú að sjá hvernig ástandið er. Lesótó er eitt fátækasta ríki heims, hlutfall HIV-smitaðra þar er nær þriðjungur, matarskortur er þar mikið vandamál og atvinnuleysi fer vaxandi. 11.4.2005 00:01 Oliver slær yfirvöldum við Svo virðist sem enski sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver hafi slegið breskum heilbrigðisyfirvöldum við. Komið hefur í ljós að fjórðungur aðspurðra Breta, sem kominn er á fullorðinsár, hefur tekið matarvenjur sínar til gagngerrar endurskoðunar í kjölfar nýrrar þáttaraðar kokksins klæðalausa sem nefnist <em>Skólamáltíðir Jamies</em>. Í þáttunum fer Oliver inn í skólamötuneyti í Bretlandi og gerir úttekt á máltíðum sem gefnar eru nemendum. 11.4.2005 00:01 Brúðkaupsmyndir birtar í dag Skælbrosandi út að eyrum birtist breska konungsfjölskyldan í dag á ljósmyndum sem teknar voru vegna brúðkaups Karls Bretaprins og Camillu sem nú er hertogaynja af Cornwall. Breskir fjölmiðlar segja myndirnar sýna afslappaða og hamingjusama fjölskyldu. Dæmi hver fyrir sig. 11.4.2005 00:01 Noregskonungur aftur undir hnífinn Ákveðið var með skömmum fyrirvara að skera Harald Noregskonung upp í dag vegna vökvasöfnunar við hjarta. Þetta er önnur aðgerðin sem hann gengst undir á skömmum tíma en í byrjun mánaðarins var skipt um hjartaloku í konungnum. 10.4.2005 00:01 Mínus hitar upp Nú hefur verið staðfest að Mínus verður aðalupphitunar hljómsveit fyrir tónleika Velvet revolver sem haldnir verða í Egilshöll þann 7. júlí nk. 9.4.2005 00:01 Pitt og Jolie ekki saman Talsmaður leikarans Brad Pitts segir grein sem fjallar um ástarsamband hans og Angelinu Jolie vera "algjörlega ósanna." 8.4.2005 00:01 Kameldýr í flugstöðinni Starfsmanni á flugvellinum í Sidney var sagt upp á dögunum fyrir að vappa um flugstöðina í líki kameldýrs. Búninginn fann hann í tösku eins flugfarþega. 8.4.2005 00:01 Brúðarbandið á Hróarskeldu Kvennahljómsveitin Brúðarbandið mun spila sem upphitunarhljómsveit á Hróarskelduhátíðinni í sumar. Hafa hljómsveitarmeðlimir ásamt 12 tónum unnið að því að vera með á hátíðinni síðan í janúar. 8.4.2005 00:01 Góði Þjóðverjinn Umræður standa yfir um nýja rómantíska gamanmynd og kemur til greina að George Clooney og Cate Blanchett leiki í myndinni. 8.4.2005 00:01 Prinsessa poppsins Beyoncé hefur verið nefnd Besta poppprinsessan. Söngkonan vann poppdívur eins og Britney Spears, Christina Aguilera, Girls Aloud og Kylie Minogue í kosningu um bestu poppprinsessuna fyrir sjónvarpsstöðina UMTV. 8.4.2005 00:01 J-Lo orðin Jennifer Anthony Jennifer Lopez vill nú láta kalla sig Jennifer Anthony. Hún ákvað að það væri nú kominn tími til þess að hún tæki nafn eiginmannsins. 8.4.2005 00:01 Útlitskröfurnar orðnar meiri Mörg nútímaheimili státa af uppþvottavél og eru margir sem geta ekki hugsað sér lífið án hennar en aðrir njóta þess að vaska upp og telja vélarnar óþarfar. Á hvorn veginn sem fólk hallast að þá eru uppþvottavélar heimilistæki sem eru jafn hversdagsleg og eðlileg og eldavélin í eldhúsinu. 7.4.2005 00:01 Þreytist aldrei á útsýninu Ragnheiður Linnet söngkona flutti fyrir einu og hálfu ári úr Vesturbænum í Árbæinn og hefur fundið sinn uppáhaldsstað á heimilinu. 7.4.2005 00:01 Komst inn á lóð með gervisprengju Breska götublaðið <em>The Sun</em> segir að blaðamaður blaðsins hafi ekið óáreittur á sendiferðabíl með eftirlíkingu af sprengju í farteskinu inn á lóð Windsor-kastala, fram hjá kapellu heilags Georgs, þar sem Karl Bretaprins og Camilla Parker Bowles ganga í hjónaband á laugardaginn, og upp undir híbýli Elísabetar Bretadrottningar. Lögregla segist vera að kanna málið. 7.4.2005 00:01 Megas að heiman á afmælisdaginn Meistari Megas fagnar sextugsafmæli sínu í dag. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. 7.4.2005 00:01 Langar að týnast á Íslandi Leitin að sjálfum sér er lykilþemað í myndum leikstjórans Walters Salles, sem verður við frumsýningu nýjustu myndar sinnar í kvöld. Hann ákvað að framlengja dvöl sína á Íslandi því hann langar að týnast hér. 7.4.2005 00:01 Skrifar þriðju súpuna Sigurjón Kjartansson, annar helmingur Tvíhöfða, situr nú sveittur við skriftir á nýrri þáttaröð af Svínasúpunni. Óvíst er þó hvenær þriðja þáttaröðin af Svínasúpunni verður sýnd en síðustu tvær nutu nokkurra hylli þegar þær voru sýndar á Stöð 2. 6.4.2005 00:01 Woody Allen á kvikmyndahátíðinni Iceland International Film festival 2005 hefst á fimmtudaginn og það eru enn að bætast spennandi titlar á dagskrána en nýjasta viðbótin er sjálfur meistari Woody Allen en nýjasta myndin hans, Melinda And Melinda, verður forsýnd á hátíðinni. 6.4.2005 00:01 Svanhildur heimsótti Opruh Svanhildur Hólm Valsdóttir verður væntanlega í forgrunni þegar sjónvarpsdrottningin Oprah Winfrey gefur Íslandi gaum í þætti sínum í liðnum Oprah Takes You Around the World á vormánuðum. Eins og alþjóð veit voru útsendarar Opruh á Íslandi nýlega að afla efnis um Ísland og íslenskar konur sem Ophra hyggst nota þegar hún mun fræða allar þær milljónir sem fylgjast með þætti hennar um land íss og elda og valkyrjurnar sem það byggja. 6.4.2005 00:01 Daniel Craig næsti Bond Tilkynnt var í dag um það hver verður arftaki Pierce Brosnans sem James Bond. Hafa framleiðendur myndanna um njósnahetjuna gert samning við breska leikarann Daniel Craig um að leika Bond í næstu þremur myndum. Craig er 37 ára og hefur leikið í mörgum myndum, meðal annars í myndinni Sylviu á móti Gwyneth Paltrow. 6.4.2005 00:01 Minnist páfa með lagi á latínu Menn fara ólíkar leiðir til að minnast páfa. Finnskur prófessor, sem þekktur er fyrir að syngja lög Elvis Presleys á latínu, hyggst senda frá sér nýtt lag á föstudag þegar páfi verður jarðaður. 6.4.2005 00:01 Dagskrárstjóri Skjás eins til 365 Helgi Hermannsson dagskrárstjóri Skjás eins hefur verið ráðinn til starfa hjá 365. Verksvið Helga verður að veita forstöðu erlendum þróunarverkefnum fyrirtækisins. 6.4.2005 00:01 Árni Þór til starfa hjá 365 Árni Þór Vigfússon hefur verið ráðinn til starfa hjá 365. Mun Árni Þór, í samstarfi við fyrirtæki hans 3 Sagas Entertaintment, stýra sókn 365 í fjölmiðlun ætlaðri ungu fólki og byggja upp öflugt samfélag ungs fólks innan fyrirtækisins. 5.4.2005 00:01 Bannað að sofa hjá Maríu mey Leiklistarfélagið Agon í Borgarholtsskóla frumsýnir í Iðnó þann 14. apríl leiksýninguna <em>Bannað að sofa hjá Maríu mey</em> en leikritið er samið af tveimur nemendum skólans. 5.4.2005 00:01 Frestunin hefur ýmsar afleiðingar Frestun hins konunglega brúðkaups Karls Bretaprins og Camillu Parker Bowles um sólarhring hefur margvíslegar óvæntar afleiðingar. Hjónaleysin neyddust til að fresta brúðkaupi sínu til laugardags vegna jarðarfarar Jóhannesar Páls páfa á föstudag. 5.4.2005 00:01 Steintryggur á tónlistarhátíð Hjómsveitin Steintryggur leikur á tónlistarhátíð í Kaupmannahöfn 9. apríl næstkomandi sem kallast Spring Break og er haldin á tónleikastaðnum Vega. 4.4.2005 00:01 Valgeir væntanlegur Valgeir Guðjónsson efnir til tónleika í Hveragerðiskirkju, föstudaginn 8. apríl. Tónleikar Valgeirs eru liður í tónleikaröðinni "Kvöld í Hveró" sem Norsk-Íslenska Skjallbandalagið Inc.stendur fyrir. 4.4.2005 00:01 Brúðkaupinu frestað Brúðkaup Karls Bretaprins og Camillu Parker-Bowles hefur verið frestað um einn dag, eða fram á laugardag, vegna útfarar Jóhannesar Páls páfa sem gerð verður á föstudag. Karl og Camilla ætluðu að ganga í hjónaband á föstudaginn en í stað þess að standa við altari í Bretlandi mun Karl verða viðstaddur útför páfa í Róm. 4.4.2005 00:01 Brúðkaup á leiðinni? Orðið á götunni er að Kirsten Dunst og Jake Gyllenhaal séu að plana brúðkaup. 4.4.2005 00:01 Kate orðin söngkona Kate Moss mun syngja sem gestasöngkona í nýju lagi kærastans síns, Pete Doherty. 4.4.2005 00:01 Cocker í Laugardalshöll í haust Breski rokksöngvarinn Joe Cocker heldur tónleika í Laugardalshöll þann 1. september næstkomandi. Það er tónleikahaldarinn Einar Bárðarson sem hefur veg og vanda af tónleikum Cockers. 2.4.2005 00:01 Hjálmar á ferð og flugi Ekki er svo langt síðan hljómsveitin Hjálmar sneri aftur til Íslands eftir að hafa spilað á tónleikum í Stokkhólmi. Þeir stoppa ekki stutt því þeir hyggjast leggja land undir fót á ný en halda þó nokkra tónleika fyrir okkur hér heima fyrst. 2.4.2005 00:01 Duran Duran til Íslands í sumar Ein vinsælasta og áhrifamesta hljómsveit níunda áratugarins, Duran Duran, mun leika á tónleikum í Egilshöll 30. júní. Sveitin naut gríðarlegra vinsælda á Íslandi, sem og annars staðar, upp úr 1980 en frægðarsól hennar skein sem skærast þegar þriðja LP-plata hennar, Seven and the Ragged Tiger, kom út árið 1983 og lög af henni tröllriðu vinsældarlista Rásar 2. 2.4.2005 00:01 Miðasala hefst á morgun Miðasala á tónleika skosku hljómsveitarinnar Franz Ferdinand í Kaplakrika 27. maí hefst á morgun. Enn hefur ekki verið ákveðið hverjir munu hita upp fyrir Ferdinand en ljóst er að upphitunarbandið verður úr röðum íslenskra tónlistarmanna. 1.4.2005 00:01 Hitalögn um hlað og stétt Snjóbræðslukerfi undir gangstéttir og innkeyrslur er til ómældra þæginda að vetrinum og kostar minna en margur heldur. Þetta er vert að hafa í huga nú með vorinu þegar húseigendur fara að huga að viðhaldi fasteigna sinna og garða. 1.4.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Tapaði milljón á Idol-keppninni "Ég var með góðar tekjur í Kárahnjúkum sem mér finnst sjálfsagt að fá eitthvað upp í hvernig sem ég fer að," segir Davíð Smári Harðarson Idol-keppandi sem hefur sótt um fjárstyrk úr sveitarsjóði Árborgar. Davíð vill fá bætt vinnutap upp á eina milljón króna sem hann segist hafa orðið fyrir með þátttökunni í Idol-Stjörnuleitinni. 14.4.2005 00:01
Fjölmenni í afmæli Rúnars Júl Það voru margir sem samfögnuðu heiðursmanninum og eðalrokkaranum Rúnari Júlíussyni í Stapanum í gærkvöldi. Þar var boðið upp á tónlistarveislu. 14.4.2005 00:01
Britney ólétt Poppstjarnan Britney Spears er ólétt. Söngkonan viðurkenndi þetta loks á heimasíðu sinni í gær og sagði að allt gengi að óskum. Slúðurblöð í Bandaríkjunum hafa fjallað um óléttu Spears vikum saman en hún hefur alltaf harðneitað, þangað til í gær. 13.4.2005 00:01
Glerlistaverk eftir pabba Hallveig Rúnarsdóttir, söngkona, er stolt af listaverkum föður síns. 13.4.2005 00:01
Bleeeesaður, Kristján! Kristján Kristjánsson tónlistarmaður kom í fyrsta sinn til New York fyrir nokkru og heillaðist mjög af borginni, bæði andrúmsloftinu og byggingunum. Empire State er í mestu uppáhaldi. 12.4.2005 00:01
Ísskápurinn tekinn í gegn Ísskápinn þarf að þrífa reglulega og henda út mat sem farinn er að mygla. 12.4.2005 00:01
Jóhann Hauksson til Fréttablaðsins Jóhann Hauksson fyrrverandi dagskrárstjóri Rásar 2 og yfirmaður svæðisstöðva Ríkisútvarpsins hefur verið ráðinn á ritstjórn Fréttablaðsins. Jóhann mun jöfnum höndum skrifa fréttir og starfa í hádegisútvarpi Talstöðvarinnar. 12.4.2005 00:01
Hildur Vala verður Stuðmaður Hildur Vala Einarsdóttir, nýkrýnd Idol-stjarna, mun fylla skarð Ragnhildar Gísladóttur og syngja með Stuðmönnum á nokkrum vel völdum tónleikum í vor og sumar. Hildur Vala var gestur í Íslandi í bítið í morgun ásamt Jakobi Frímanni Magnússyni. Þar sagðist hún einfaldlega ekki hafa getað hafnað tilboðinu og sagðist búast við að túrinn yrði bæði skemmtilegur og lærdómsríkur. 12.4.2005 00:01
Heimilistónar í bandarísku vefriti Bandaríska veftímaritið <em>Pittsburgh Tribune Review</em> fjallar ítarlega í dag um leikkonuna Ólafíu Hrönn Jónsdóttur sem gert hefur leikna heimildamynd um kvennahljómsveitina Heimilistóna í Bandaríkjunum. Auk leikinna atriða hélt hljómsveitin tónleika í Pittsburgh þar sem lög á borð við <em>Sugar Sugar</em> og <em>Fly me to the Moon</em> voru sungin á íslensku. 12.4.2005 00:01
Kvíðir réttarhöldum í Flórída Um mánaðamótin hefjast réttarhöld yfir morðingja hálfíslenskrar konu, sem var myrt á heimili sínu í Flórída fyrir tveimur árum. Sonur hennar, sem einnig varð fyrir hrottalegri árás morðingjans, segist kvíða réttarhöldunum. Hann segist þó hafa öðlast trú á lífið aftur eftir að honum fæddist sonur. 12.4.2005 00:01
Harry prins til Lesótó Harry Bretaprins er á leiðinni til Lesótó í boði konungsfjölskyldunnar þar. Harry starfaði að góðgerðarmálum þar í tvo mánuði í fyrra og ætlar nú að sjá hvernig ástandið er. Lesótó er eitt fátækasta ríki heims, hlutfall HIV-smitaðra þar er nær þriðjungur, matarskortur er þar mikið vandamál og atvinnuleysi fer vaxandi. 11.4.2005 00:01
Oliver slær yfirvöldum við Svo virðist sem enski sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver hafi slegið breskum heilbrigðisyfirvöldum við. Komið hefur í ljós að fjórðungur aðspurðra Breta, sem kominn er á fullorðinsár, hefur tekið matarvenjur sínar til gagngerrar endurskoðunar í kjölfar nýrrar þáttaraðar kokksins klæðalausa sem nefnist <em>Skólamáltíðir Jamies</em>. Í þáttunum fer Oliver inn í skólamötuneyti í Bretlandi og gerir úttekt á máltíðum sem gefnar eru nemendum. 11.4.2005 00:01
Brúðkaupsmyndir birtar í dag Skælbrosandi út að eyrum birtist breska konungsfjölskyldan í dag á ljósmyndum sem teknar voru vegna brúðkaups Karls Bretaprins og Camillu sem nú er hertogaynja af Cornwall. Breskir fjölmiðlar segja myndirnar sýna afslappaða og hamingjusama fjölskyldu. Dæmi hver fyrir sig. 11.4.2005 00:01
Noregskonungur aftur undir hnífinn Ákveðið var með skömmum fyrirvara að skera Harald Noregskonung upp í dag vegna vökvasöfnunar við hjarta. Þetta er önnur aðgerðin sem hann gengst undir á skömmum tíma en í byrjun mánaðarins var skipt um hjartaloku í konungnum. 10.4.2005 00:01
Mínus hitar upp Nú hefur verið staðfest að Mínus verður aðalupphitunar hljómsveit fyrir tónleika Velvet revolver sem haldnir verða í Egilshöll þann 7. júlí nk. 9.4.2005 00:01
Pitt og Jolie ekki saman Talsmaður leikarans Brad Pitts segir grein sem fjallar um ástarsamband hans og Angelinu Jolie vera "algjörlega ósanna." 8.4.2005 00:01
Kameldýr í flugstöðinni Starfsmanni á flugvellinum í Sidney var sagt upp á dögunum fyrir að vappa um flugstöðina í líki kameldýrs. Búninginn fann hann í tösku eins flugfarþega. 8.4.2005 00:01
Brúðarbandið á Hróarskeldu Kvennahljómsveitin Brúðarbandið mun spila sem upphitunarhljómsveit á Hróarskelduhátíðinni í sumar. Hafa hljómsveitarmeðlimir ásamt 12 tónum unnið að því að vera með á hátíðinni síðan í janúar. 8.4.2005 00:01
Góði Þjóðverjinn Umræður standa yfir um nýja rómantíska gamanmynd og kemur til greina að George Clooney og Cate Blanchett leiki í myndinni. 8.4.2005 00:01
Prinsessa poppsins Beyoncé hefur verið nefnd Besta poppprinsessan. Söngkonan vann poppdívur eins og Britney Spears, Christina Aguilera, Girls Aloud og Kylie Minogue í kosningu um bestu poppprinsessuna fyrir sjónvarpsstöðina UMTV. 8.4.2005 00:01
J-Lo orðin Jennifer Anthony Jennifer Lopez vill nú láta kalla sig Jennifer Anthony. Hún ákvað að það væri nú kominn tími til þess að hún tæki nafn eiginmannsins. 8.4.2005 00:01
Útlitskröfurnar orðnar meiri Mörg nútímaheimili státa af uppþvottavél og eru margir sem geta ekki hugsað sér lífið án hennar en aðrir njóta þess að vaska upp og telja vélarnar óþarfar. Á hvorn veginn sem fólk hallast að þá eru uppþvottavélar heimilistæki sem eru jafn hversdagsleg og eðlileg og eldavélin í eldhúsinu. 7.4.2005 00:01
Þreytist aldrei á útsýninu Ragnheiður Linnet söngkona flutti fyrir einu og hálfu ári úr Vesturbænum í Árbæinn og hefur fundið sinn uppáhaldsstað á heimilinu. 7.4.2005 00:01
Komst inn á lóð með gervisprengju Breska götublaðið <em>The Sun</em> segir að blaðamaður blaðsins hafi ekið óáreittur á sendiferðabíl með eftirlíkingu af sprengju í farteskinu inn á lóð Windsor-kastala, fram hjá kapellu heilags Georgs, þar sem Karl Bretaprins og Camilla Parker Bowles ganga í hjónaband á laugardaginn, og upp undir híbýli Elísabetar Bretadrottningar. Lögregla segist vera að kanna málið. 7.4.2005 00:01
Megas að heiman á afmælisdaginn Meistari Megas fagnar sextugsafmæli sínu í dag. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. 7.4.2005 00:01
Langar að týnast á Íslandi Leitin að sjálfum sér er lykilþemað í myndum leikstjórans Walters Salles, sem verður við frumsýningu nýjustu myndar sinnar í kvöld. Hann ákvað að framlengja dvöl sína á Íslandi því hann langar að týnast hér. 7.4.2005 00:01
Skrifar þriðju súpuna Sigurjón Kjartansson, annar helmingur Tvíhöfða, situr nú sveittur við skriftir á nýrri þáttaröð af Svínasúpunni. Óvíst er þó hvenær þriðja þáttaröðin af Svínasúpunni verður sýnd en síðustu tvær nutu nokkurra hylli þegar þær voru sýndar á Stöð 2. 6.4.2005 00:01
Woody Allen á kvikmyndahátíðinni Iceland International Film festival 2005 hefst á fimmtudaginn og það eru enn að bætast spennandi titlar á dagskrána en nýjasta viðbótin er sjálfur meistari Woody Allen en nýjasta myndin hans, Melinda And Melinda, verður forsýnd á hátíðinni. 6.4.2005 00:01
Svanhildur heimsótti Opruh Svanhildur Hólm Valsdóttir verður væntanlega í forgrunni þegar sjónvarpsdrottningin Oprah Winfrey gefur Íslandi gaum í þætti sínum í liðnum Oprah Takes You Around the World á vormánuðum. Eins og alþjóð veit voru útsendarar Opruh á Íslandi nýlega að afla efnis um Ísland og íslenskar konur sem Ophra hyggst nota þegar hún mun fræða allar þær milljónir sem fylgjast með þætti hennar um land íss og elda og valkyrjurnar sem það byggja. 6.4.2005 00:01
Daniel Craig næsti Bond Tilkynnt var í dag um það hver verður arftaki Pierce Brosnans sem James Bond. Hafa framleiðendur myndanna um njósnahetjuna gert samning við breska leikarann Daniel Craig um að leika Bond í næstu þremur myndum. Craig er 37 ára og hefur leikið í mörgum myndum, meðal annars í myndinni Sylviu á móti Gwyneth Paltrow. 6.4.2005 00:01
Minnist páfa með lagi á latínu Menn fara ólíkar leiðir til að minnast páfa. Finnskur prófessor, sem þekktur er fyrir að syngja lög Elvis Presleys á latínu, hyggst senda frá sér nýtt lag á föstudag þegar páfi verður jarðaður. 6.4.2005 00:01
Dagskrárstjóri Skjás eins til 365 Helgi Hermannsson dagskrárstjóri Skjás eins hefur verið ráðinn til starfa hjá 365. Verksvið Helga verður að veita forstöðu erlendum þróunarverkefnum fyrirtækisins. 6.4.2005 00:01
Árni Þór til starfa hjá 365 Árni Þór Vigfússon hefur verið ráðinn til starfa hjá 365. Mun Árni Þór, í samstarfi við fyrirtæki hans 3 Sagas Entertaintment, stýra sókn 365 í fjölmiðlun ætlaðri ungu fólki og byggja upp öflugt samfélag ungs fólks innan fyrirtækisins. 5.4.2005 00:01
Bannað að sofa hjá Maríu mey Leiklistarfélagið Agon í Borgarholtsskóla frumsýnir í Iðnó þann 14. apríl leiksýninguna <em>Bannað að sofa hjá Maríu mey</em> en leikritið er samið af tveimur nemendum skólans. 5.4.2005 00:01
Frestunin hefur ýmsar afleiðingar Frestun hins konunglega brúðkaups Karls Bretaprins og Camillu Parker Bowles um sólarhring hefur margvíslegar óvæntar afleiðingar. Hjónaleysin neyddust til að fresta brúðkaupi sínu til laugardags vegna jarðarfarar Jóhannesar Páls páfa á föstudag. 5.4.2005 00:01
Steintryggur á tónlistarhátíð Hjómsveitin Steintryggur leikur á tónlistarhátíð í Kaupmannahöfn 9. apríl næstkomandi sem kallast Spring Break og er haldin á tónleikastaðnum Vega. 4.4.2005 00:01
Valgeir væntanlegur Valgeir Guðjónsson efnir til tónleika í Hveragerðiskirkju, föstudaginn 8. apríl. Tónleikar Valgeirs eru liður í tónleikaröðinni "Kvöld í Hveró" sem Norsk-Íslenska Skjallbandalagið Inc.stendur fyrir. 4.4.2005 00:01
Brúðkaupinu frestað Brúðkaup Karls Bretaprins og Camillu Parker-Bowles hefur verið frestað um einn dag, eða fram á laugardag, vegna útfarar Jóhannesar Páls páfa sem gerð verður á föstudag. Karl og Camilla ætluðu að ganga í hjónaband á föstudaginn en í stað þess að standa við altari í Bretlandi mun Karl verða viðstaddur útför páfa í Róm. 4.4.2005 00:01
Brúðkaup á leiðinni? Orðið á götunni er að Kirsten Dunst og Jake Gyllenhaal séu að plana brúðkaup. 4.4.2005 00:01
Kate orðin söngkona Kate Moss mun syngja sem gestasöngkona í nýju lagi kærastans síns, Pete Doherty. 4.4.2005 00:01
Cocker í Laugardalshöll í haust Breski rokksöngvarinn Joe Cocker heldur tónleika í Laugardalshöll þann 1. september næstkomandi. Það er tónleikahaldarinn Einar Bárðarson sem hefur veg og vanda af tónleikum Cockers. 2.4.2005 00:01
Hjálmar á ferð og flugi Ekki er svo langt síðan hljómsveitin Hjálmar sneri aftur til Íslands eftir að hafa spilað á tónleikum í Stokkhólmi. Þeir stoppa ekki stutt því þeir hyggjast leggja land undir fót á ný en halda þó nokkra tónleika fyrir okkur hér heima fyrst. 2.4.2005 00:01
Duran Duran til Íslands í sumar Ein vinsælasta og áhrifamesta hljómsveit níunda áratugarins, Duran Duran, mun leika á tónleikum í Egilshöll 30. júní. Sveitin naut gríðarlegra vinsælda á Íslandi, sem og annars staðar, upp úr 1980 en frægðarsól hennar skein sem skærast þegar þriðja LP-plata hennar, Seven and the Ragged Tiger, kom út árið 1983 og lög af henni tröllriðu vinsældarlista Rásar 2. 2.4.2005 00:01
Miðasala hefst á morgun Miðasala á tónleika skosku hljómsveitarinnar Franz Ferdinand í Kaplakrika 27. maí hefst á morgun. Enn hefur ekki verið ákveðið hverjir munu hita upp fyrir Ferdinand en ljóst er að upphitunarbandið verður úr röðum íslenskra tónlistarmanna. 1.4.2005 00:01
Hitalögn um hlað og stétt Snjóbræðslukerfi undir gangstéttir og innkeyrslur er til ómældra þæginda að vetrinum og kostar minna en margur heldur. Þetta er vert að hafa í huga nú með vorinu þegar húseigendur fara að huga að viðhaldi fasteigna sinna og garða. 1.4.2005 00:01