Lífið

Daniel Craig næsti Bond

Tilkynnt var í dag um það hver verður arftaki Pierce Brosnans sem James Bond. Hafa framleiðendur myndanna um njósnahetjuna gert samning við breska leikarann Daniel Craig um að leika Bond í næstu þremur myndum. Craig er 37 ára og hefur leikið í mörgum myndum, meðal annars í myndinni Sylviu á móti Gwyneth Paltrow. Valið stóð á milli hans og Clives Owens, sem leikið hefur í hverri stórmyndinn af fætur annarri upp á síðkastið en Owen hafnaði tilboði um leika Bond þar sem hann taldi það hefta sig á framabrautinni í Hollywood.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.