Lífið

Noregskonungur aftur undir hnífinn

Ákveðið var með skömmum fyrirvara að skera Harald Noregskonung upp í dag vegna vökvasöfnunar við hjarta. Þetta er önnur aðgerðin sem hann gengst undir á skömmum tíma en í byrjun mánaðarins var skipt um hjartaloku í konungnum. Haraldur var farinn að ná ágætri heilsu eftir fyrri aðgerðina en eftir hana sögðu læknar að ekki yrði þörf á fleiri aðgerðum. Líðan hans núna er sögð eftir atvikum góð. Í desember árið 2003 var Haraldur, sem er 68 ára gamall, skorinn upp vegna krabbameins í blöðruhálskirtli. Honum hefur ráðlagt að draga úr skyldum sínum vegna aldurs og heilsu en hingað til hefur konungurinn ekki sinnt þeim tilmælum lækna. Hákon krónprins sinnir skyldum föður síns á meðan hann dvelst á sjúkrahúsinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.