Fleiri fréttir

Barbapabbi beint frá Svíþjóð

Hjónin Hjörleifur Halldórsson og Kristín Stefánsdóttir hafa stofnað fyrirtækið cul8r sem selur hönnunarvörur í heimasölu.

Hættu við á síðustu stundu

Stuðmenn hættu við að koma fram á stórtónleikum nítján ára tónleikahaldara með aðeins dags fyrirvara, en það verður samt ekki messufall. Sálin hans Jóns míns kemur fram á tónleikunum í kvöld í stað Stuðmanna en tónleikarnir verða haldnir í Íþróttahúsinu í Digranesi.

Stjörnulögfræðingur látinn

Bandaríski stjörnulögfræðingurinn Johnnie Cochran er látinn, 67 ára að aldri. Cochran, sem greindist með heilaæxli í desember árið 2003, lést á heimili sínu í Los Angeles.

Klyfjahesturinn fluttur á Hlemm

Klyfjahesturinn, listaverk Sigurjóns Ólafssonar, verður fluttur niður á Hlemm þegar breytingum á gatnakerfinu þar lýkur. Hesturinn hefur staðið í Sogamýrinni í 39 ár en folaldið sem honum fylgir öllu styttra.

Ungt fólk með fordóma

Fjórðungur stráka 14-16 ára segir að innflytjendur eigi ekki að njóta sömu réttinda og aðrir Íslendingar. Helmingur telur þá of marga. Félagslegar aðstæður og námsárangur hafa áhrif á afstöðu strákanna en enginn munur er milli höfuðborgar og landsbyggðar.

Hunangsflugur komnar á kreik

Hunangsflugur eru komnar á kreik en þær hafa sést á Húsavík, Laugum, Hornafirði og í Breiðdal. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir mjög óvanalegt að flugurnar vakni úr vetrardvala svo snemma. „Hingað til hefur verið hægt að stilla dagatalið eftir því hvenær þær fara á kreik en það hefur verið 19. eða 20. apríl," segir Erling.

Gamlar ásakanir dregnar fram

Saksóknarar í dómsmáli Michael Jackson hafa fengið leyfi til að fjalla um gamlar ásakanir á hendur popparanum vegna kynferðislegrar misnotkunar sem ekki leiddu til þess að hann var ákærður.

Trommari Crowded House látinn

Paul Hester, fyrrverandi trommuleikari hljómsveitarinnar Crowded House, fannst látinn í almenningsgarði í Melbourne í Ástralíu. Talið er að um sjálfsmorð hafi verið að ræða en lík hans fannst hangandi uppi í tré í garðinum.

Glettin skrif um tónleika

Fjallað er á glettinn hátt um tónleika Stuðmanna í Royal Albert Hall á skírdag í breska dagblaðinu <em>Daily Telegraph</em> í dag. Í grein sem ber yfirskriftina „Iceland the uncool,“ eða Hið ósvala Ísland, gerir höfundur greinarinnar, Thomas H. Green, góðlátlegt grín að sveitinni en segir að hún hafi svo sannarlega skemmt íslenskum áhorfendum í tónleikahöllinni.

Síðasta atvinnuflug Arngríms

Eftir ríflega hálfrar aldar atvinnuflugmannsferil tók Arngrímur Jóhannsson á loft í síðasta sinn á Kúbu í nótt og í morgun lenti hann í Keflavík. Einhver þekktasti flugstjóri landsins stýrir ekki himinfleyjum fylltum farþegum aftur.

Skyggnin lengja sumarið

Skyggni ofan við palla, svalir og potta eru mjög að ryðja sér til rúms hér á landi. Margir hafa kynnst þeim erlendis þar sem þau eru einkum sett upp til varnar sól og regni. Hér hjálpa þær líka við að halda í ylinn sem leggur frá útiörnum, gasofnum og grillum.

Skreytt og sérstakt steingólf

Það er engin launung á því að hrá steingólf eru ekkert sérstaklega falleg. Í seinni tíð hefur borið mikið á því að fólk málar og lakkar steingólfin sín í öllum regnbogans litum og er þetta næstum því orðið jafn algengt og teppin gömlu voru. Fréttablaðið fór á stúfana og lét kenna sér að grunna, mála og lakka steingólf.

Vorlegt efni af bestu gerð

Páskablað Sumarhússins og garðsins er komið út, uppfullt af vorlegu efni svo sem um veðurspár lóunnar og umhirðu aspa auk viðtals við Vigdísi forseta.

Fimm metra páskaterta

Hvergerðingar og gestir gátu í dag gætt sér á því sem trúlega er stærsta páskaterta sem boðið hefur verið upp á hér. Þórunn Hjaltadóttir bakari á Cafe Kidda Rót, bakaði fimm metra langa tertu og komu á annað hundrað manns og gæddu sér á tertunni.

Páll Óskar og Monika í hátíðarskapi - tónleikar á Hótel Örk annan páskadag

Annan páskadag halda þau Páll Óskar og Monika Abendroth einu tónleika sína yfir páskahátíðina 2005, á Hótel Örk. Fátt er hátíðlegra en hljómþýður hörpusláttur í slagtogi við fallega söngrödd og því eru tónleikarnir kjörinn endir á góðu páskafríi jafnt fyrir sunnlendinga sem og fólk á ferð um Suðurland.

Uppskrift að léttu sumarheimili

Sumarið nálgast og heimilið ætti að bera þess merki. Speglar, púðar og blóm eru meðal þess sem geta breytt ásýnd heimilisins.

Gult, gult, gult

Gult og grænt eru ekki eingöngu hefðbundnir litir páskanna heldur líka vorsins og sumarsins sem við þráum svo heitt hér á hjara veraldar.

Ör--"þrifa"--ráð

Það er ekkert gaman að þrífa í flestum tilvikum en það borgar sig eftir á. En stundum er ekki nægur tími til að bíða eftir "eftir á"-tilfinningunni og þá þarf að grípa til ör"þrifa"ráða.

Umpottun með hækkandi sól

Besti tíminn til að umpotta stofublómin er núna þegar birtan er sem óðast að aukast. Því er ráð að verða sér úti um góða pottamold og hanska.

Neitar að fyrirskipa næringargjöf

Dómari í Bandaríkjunum hefur neitað að fyrirskipa læknum að hefja næringargjöf á nýjan leik til hinnar heilasködduðu Terri Schiavo. 

Spútnik á faraldsfæti

Hljómsveitin Spútnik verður á faraldsfæti um páskana eins og svo margir. Þeir piltar verða á heimavelli á Players annað kvöld og á Lundanum í Vestmannaeyjum föstudags- og laugardagskvöld.

Velvet Revolver í Egilshöll 7.júlí

Súpergrúppan Velvet Revolver kemur hingað til lands og spilar í Egilshöll 7.júlí næstkomandi. RR hljómleikahaldarar standa fyrir komu Velvet Revolver. Aðeins verða 9.000 miðar í boði og hefst miðasala innan skamms.

Lítið en háreist

Guðni Gíslason, innanhússarkitekt og ritstjóri, er hrifinn af húsinu að Hverfisgötu 3 í Hafnarfirði. Honum finnst fallegast þegar lýsing húsa er þannig að húsin glói.

Losnað við draslið

Með smá skipulagi er hægt að hreinsa drasl úr íbúðinni á skömmum tíma.

Hleypið ljósinu inn

Gluggaþvottur er fastur liður í viðhaldi fasteigna, ekki síst nú þegar sólin liggur lágt.

Samkeppni um hönnun Háskólatorgs

Fyrirhugað er að reisa tvær nýbyggingar á lóð Háskóla Íslands. Þar verða meðal annars kennslustofur, lesrými og veitingaaðstaða.

Hverfið mitt

Húsin í bænum. Friðrik Weisshappel

Vill vinna með Keane

Gwen Stefani segist vilja vinna með hljómsveitinni Keane fyrir næstu plötu. Söngkonan segist fíla fyrstu plötu Keane, Hope and Fears, í botn.

Ewan vill gera Moulin Rouge 2

Ewan McGregor vill gera framhaldsmynd af Moulin Rouge. Hann segist hafa verið það hrifinn af óvenjulegri myndatökunni og leikstjóranum Baz Luhrman að hann langar að leika persónuna aftur.

Orðinn leiður á að flytja

Ozzy Osbourne segir fjölskylduna hafa búið í 27 mismunandi heimilum í gegnum síðustu 25 ár og segist hann vera orðinn hundleiður á sífellum flutningum.

Fullkominn herramaður

Justin Timberlake er hinn fullkomni herramaður samkvæmt leikkonunni Olivia Wilde sem leikur með honum í myndinni Alpha Dog. Poppstjarnan bað Wilde afsökunar eftir kossaatriði í myndinni.

Þú fullkomnar mig og Ást vinsælust

Samkvæmt athugun Fréttablaðsins verða dægurlögin Ást og Þú fullkomnar mig mest leiknu lögin í brúðkaupum sumarsins en bæði þykja undurfögur og innileg og margir elskendur hafa gert þau að "sínum" eins og sagt er.

Vonuðum að einhver væri að leita

"Við vonuðum að einhver væri að leita að okkur undir það síðasta en okkur skorti hvorki vatn né mat og okkur var aldrei kalt," sagði Ragnar Þór Georgsson eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar flutti hann og tvo ferðafélaga hans til byggða í gærkvöldi.

Stjörnustríðsmyndir í þrívídd

George Lucas ætlar að gefa allar sex Stjörnustríðsmyndirnar út í þrívíddarformi. Hann tilkynnti þetta á ráðstefnu í Las Vegas í Bandaríkjunum og sagðist ætla að hefjast handa við þá framleiðslu eftir tvö ár, en síðasta Stjörnustríðsmyndin verður frumsýnd í sumar.

Guðfinna elsti Íslendingurinn

Nafn Guðfinnu Einarsdóttur verður skráð í sögubækur en í dag náði hún þeim áfanga að verða elsti Íslendingur sem sögur fara af. Elsti núlifandi jarðarbúinn er 115 ára gömul kona.

Sölumenn óttast um hag sinn

Sölumenn á fasteignasölum óttast að löggiltir fasteignasalar séu að reyna að bola þeim út úr starfsgreininni. Það er ekki rétt, að sögn fasteignasala, en báðir aðilar eru sammála um að breyta þurfi lögunum um fasteignaviðskipti.

Ísfirsk tónlistarhátíð um páskana

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin á Ísafirði um páskana. Tæplega þrjátíu listamenn koma fram á hátíðinni sem hefst á laugardaginn. Aðalrakarinn í bænum verður heiðursgestur hátíðarinnar.

Fyrsta lagið kemur út á miðvikudag

Fyrsta lag Hildar Völu, nýrkrýndrar Idol-stjörnu Íslands, verður gefið út á miðvikudaginn kemur. Það er lagið <em>Líf </em>sem Hildur flutti eftirminnilega á úrslitakvöldi Idol - Stjörnuleitar í síðustu viku, en Hildur er sem stendur í hljóðveri að taka upp lagið. Lagið mun byrja að hljóma á öldum ljósvakans á miðvikudag.

Lil´Kim sakfelld fyrir meinsæri

Rapparinn Lil'Kim á von á löngum fangelsisdómi fyrir meinsæri, en hún er sögð hafa logið fyrir dómi til að vernda vini sína sem sakaðir voru um skotárás fyrir utan útvarpsstöð. Hún var sakfelld fyrir ljúgvitni í þremur tilfellum og samsæri í einu. Refsingin hefur ekki enn verið ákveðin en hún gæti fengið allt að fimm ára fangelsisdóm.

Sjá næstu 50 fréttir