Lífið

Komst inn á lóð með gervisprengju

Breska götublaðið The Sun segir að blaðamaður blaðsins hafi ekið óáreittur á sendiferðabíl með eftirlíkingu af sprengju í farteskinu inn á lóð Windsor-kastala, fram hjá kapellu heilags Georgs, þar sem Karl Bretaprins og Camilla Parker Bowles ganga í hjónaband á laugardaginn, og upp undir híbýli Elísabetar Bretadrottningar. Lögregla segist vera að kanna málið. Svo virðist sem öryggismálum sé verulega ábótavant á helstu opinberu stöðum í Bretlandi því stöðugt berast fregnir af uppákomum sem þessum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.