Lífið

Oliver slær yfirvöldum við

Svo virðist sem enski sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver hafi slegið breskum heilbrigðisyfirvöldum við. Komið hefur í ljós að fjórðungur aðspurðra Breta, sem kominn er á fullorðinsár, hefur tekið matarvenjur sínar til gagngerrar endurskoðunar í kjölfar nýrrar þáttaraðar kokksins klæðalausa sem nefnist Skólamáltíðir Jamies. Í þáttunum fer Oliver inn í skólamötuneyti í Bretlandi og gerir úttekt á máltíðum sem gefnar eru nemendum. Þættirnir eru gríðarlega vinsælir í Bretlandi og hefur því til staðfestingar verið mikil umræða um hollustu og matavenjur Breta undanfarnar vikur með þessum jákvæðu afleiðingum. Heilbrigðisyfirvöld hafa í áraraðir reynt með herferðum að breyta neysluvenjum Breta, sem eru meðal feitari þjóða í Evrópu, en með takmörkuðum árangri.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.