Lífið

Fjölmenni í afmæli Rúnars Júl

Það voru margir sem samfögnuðu heiðursmanninum og eðalrokkaranum Rúnari Júlíussyni í Stapanum í gærkvöldi. Þar var boðið upp á tónlistarveislu.  Stemmningin var létt og skemmtileg í afmælisveislu þessa mikla rokkara. Þarna voru samankomnir vinir, ættingjar og aðdáendur Rúnars sem hefur spilað fyrir þjóðina með þekktustu hljómsveitum landsins um árabil. Í tilefni dagsins var Rúnar klæddur í kjól og hvítt, eitthvað sem landsmenn hafa án efa ekki oft séð. Tónlistin var að sjálfsögðu í fyrirrúmi og á stokk stigu til að heiðra rokkarann m.a. Björgvin Halldórsson, Hjálmar, KK, Magnús Eiríksson og Magnús Kjartansson. Og að sjálfsögðu var afmælissöngurinn sunginn fyrir afmælisbarnið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.