Lífið

Miðasala hefst á morgun

Miðasala á tónleika skosku hljómsveitarinnar Franz Ferdinand í Kaplakrika 27. maí hefst á morgun. Enn hefur ekki verið ákveðið hverjir munu hita upp fyrir Ferdinand en ljóst er að upphitunarbandið verður úr röðum íslenskra tónlistarmanna. Miðsalan fer fram í verslunum Skífunnar og í verslun 12 Tóna við Skólavörðustíg. Einnig verða seldir miðar í verslunum BT á Akureyri og Selfossi. Miðaverð er 4750 krónur og verða 2500 miðar seldir á tónleikana.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.