Fleiri fréttir

Ítalskt gler og krystalvara

"Við höfum starfað í yfir 25 ár og þá aðallega í stórverkefnum," segir Holgeir Gíslason hönnuður hjá GH Ljósum. GH ljós hannaði meðal annars lýsinguna fyrir Bláa Lónið, Marel og Íslenska Erfðagreiningu. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir <strong>DV</strong> á fimmtudögum.

Feng Shui er lífstíll

"Feng Shui er 3000 ára gömul kínversk fræði og í rauninni mun víðtækari en margir halda," segir Sigrún Vala Valgeirsdóttir hjá Feng Shui húsinu á Laugaveginum. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir <strong>DV</strong> á fimmtudögum.

Fólk í 101 vill ömmulegt eldhús

"Yngsta fólkið fylgir meira tískustraumum sem í dag er minimalisminn og léttari viðartegundir," segir Erlingur Friðriksson eigandi Eldaskálans. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir <strong>DV</strong> á fimmtudögum.

Einfaldleikinn alsráðandi

"Í dag fær einfaldleikinn oftast að ráða þar sem stálið og glerið er vinsælast," segir Kjartan Óskarsson innanhússarkitekt og lýsingarhönnuður og bætir við að kristallinn hafi einnig verið vinsæll í vetur sem og ljós frá sixties tímabilinu. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir <strong>DV</strong> á fimmtudögum.

Skransala með sál

"Ég sel hluti sem fólk hefur gefið mér og það eru aldeilis margir sem hafa styrkt mig. Maðurinn minn, hann Viggó Guðmundsson, vill til dæmis losa sig við dót sem hann á svo börnin hans þurfi ekki að rífast um það eftir hans tíma," segir Guðrún og skellihlær enda lífsglöð og hress.

Er ætlað að elska hvort annað

Þótt þau séu mjög ólík þá er þeim ætlað að elska hvort annað. Þetta er meðal þess sem segir um Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, og Dorrit Moussaieff, eiginkonu hans, í nýjasta tölublaði breska tímaritsins Hello.

Kattarkonan með sjö tilnefningar

Kvikmyndin Catwoman hefur verið tilnefnd til sjö Razzie-verðlauna, þar á meðal sem versta myndin og fyrir verstu leikkonu í aðalhlutverki; Halle Berry.

The Aviator með 11 tilnefningar

Tilnefningar til sjötugustu og sjöundu Óskarsverðlaunahátíðarinnar voru gerðar heyrinkunnar í dag. Kvikmyndin <em>The Aviator</em>, sem byggð er á ævi Howards Hughes, er tilnefnd til flestra verðlauna eða ellefu.

Í fréttum er þetta helst

Starf fréttastjóra Útvarps hefur verið auglýst. Útvarpsráð greiðir atkvæði um umsækjendur en útvarpsstjóri ræður í starfið. Aðeins fjórir fréttastjórar hafa starfað hjá Útvarpinu í 75 ára sögu þess. Sigríður Árnadóttir fyrrum fréttastjóri Stöðvar 2 er sögð líkleg til að hreppa hnossið. Framsóknarflokkurinn er sagður "eiga" stöðuna.

Verri vegna testósterónskorts

Oft og einatt heyrist það viðhorf að hæfni kvenbílstjóra jafnist ekki á við karlkynsbílstjóra; þær geti til dæmis ekki lagt í stæði. Samkvæmt niðurstöðu nýrrar rannsóknar sem gerð var við þýskan háskóla gæti eitthvað verið til í þessu.

Opnar gistiheimili á Egilsstöðum

Olga Óla Bjarnadóttir, eigandi Café Nielsen á Egilsstöðum, er að gera upp gamalt hús við Tjarnarbraut 3 og opnar þar gistiheimili með fimm vel búnum herbergjum í vor.

Varð af hlutverki í Baywatch

Leikarinn Leonardo DiCaprio fór í áheyrnarpróf fyrir sjónvarpsþáttinn Baywatch en var ekki sá sem David Hasselhoff var að leitast eftir. Þótti hann ekki taka sig nógu vel út ber að ofan í rauðu stuttbuxunum.

Vill búa í Notting Hill

Leikkonan Scarlett Johansson vill eignast heimili í hverfinu Notting Hill í London. Johansson, sem er tvítugt, hefur tekið ástfóstri við borgina eftir að hafa starfað þar í nokkurn tíma og telur að núna sé rétti tíminn til að kaupa sér hús.

Kemur fram í tölvuleik

Hljómsveitin The Beastie Boys kemur við sögu í nýjum NBA-tölvuleik sem nefnist NBA Street V3. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi vinsæla sveit kemur nálægt tölvuleikjagerð.

Ærnar fengu loks sitt

Fjárbændur í Suðurey í Vestmannaeyjum komu loks hrútnum Óla Tý út í eyna um helgina en sjólag hefur verið erfitt við eyna alveg síðan í upphafi fengitíma snemma í desember. Þeir fóru á gúmmíbáti með hrútinn og gekk landtakan vel. Tuttugu og fimm ær biðu þess að fá fang í eynni og nú eru horfur á að sauðburður verði þar í vor eins og venjulega.

Johnny Carson látinn

Grínarinn heimsþekkti Johnny Carson lést í gær, 79 ára að aldri. Talið er að dánarorsökin hafi verið lungnaþemba en Carson reykti um árabil og vitað er að hann hafði um skeið þjáðst af sjúkdómnum.

Tónleikaferð í lok mars

Hljómsveitin U2 ætlar að hefja tónleikaferð sína um heiminn til að fylgja eftir plötunni How to Dismantle an Atomic Bomb í San Diego þann 28. mars.

Fegurð í bland við stórbrotna sögu

"Þar fer fegurðin saman við stórbrotna sögu og sál. Húsið var flutt inn frá Noregi upp úr aldamótum og reist yfir franska konsúlinn í Reykjavík, en skömmu fyrir fyrra stríð keypti Einar Benediktsson skáld húsið og kallaði það Héðinshöfða eftir æskuheimili sínu á Tjörnesi.

Ráðist á Slater með hnífi

Leikarinn góðkunni Christian Slater slapp naumlega undan árás manns sem réðst að honum með hnífi á föstudagskvöldið. Atburðurinn átti sér stað utan við leikhús í London þar sem Slater hefur undanfarið leikið í uppfærslu á Gaukshreiðrinu.

Lag til styrktar fórnarlömbunum

Lag sem samið var til styrktar fórnarlömbum hamfaranna í Asíu kom út í dag og er reiknað með að það fari beint í efsta sæti vinsældarlista víða um heim. Meðal þeirra sem koma að laginu eru Bee Gees, Boy George, Brian Wilson, Bill Wyman, Russel Watson og Kenny Jones.

Kyntröll eftir vinnustaðargrín

Frosti Reyr Rúnarsson var öllum að óvörum kosinn kynþokkafyllsti maður landsins á Rás tvö á dögunum. Nú hefur komið í ljós að kosning Freys var hluti af stóru vinnustaðagríni þar sem fjöldapóstar gengu um KB banka með ósk til starfsmanna um að kjósa sinn mann. <font face="Helv"></font>

Versti dagur ársins á morgun

Ef einhvern tímann er ástæða til að fara ekki á fætur heldur hanga í rúminu allan daginn, þá er það á morgun. Þá rennur upp versti dagur ársins samkvæmt nákvæmum útreikningum breskra vísindamanna.

The Aviator valin best

Samtök bandarískra kvikmyndaframleiðenda völdu í gær kvikmyndina <em>The Aviator</em> bestu mynd ársins. Myndin, sem er ævisaga sérvitringsins og auðjöfursins Howards Hughes, þykir fyrir vikið mun líklegri til að hljóta óskarsverðlaun í lok febrúar því undanfarin fimmtán ár hafa kvikmyndaframleiðendur ellefu sinnum verið sammála kvikmyndaakademíunni um bestu myndina.

Múlaútibú flytur

Múlaútibú Landsbankans hefur nú verið sameinað Austurbæjarútibúi á Laugavegi 77. Þetta eru nokkrar breytingar fyrir Múlaútibú, en starfsemi þess hefur verið með svipuðu sniði í rúm 36 ár. 

Saman á salernið

Hvers vegna þurfa konur að fara saman á snyrtinguna, jafnvel í stórum hópum? Þetta hefur lengi verið ráðgáta meðal karlmanna. Veitingastaðir í höfuðborginni telja þetta nauðsynlegan þátt í lífi kvenna og hafa brugðist við með því að fella niður skilrúm milli salerna.

Bardot mótmælir ísbjarnadrápi

Dýraverndunarsinninn og kvikmyndastjarnan fyrrverandi Brigitte Bardot hefur sent Margréti Danadrottningu bréf þar sem hún mótmælir áformum grænlensku landsstjórnarinnar um að leyfa ferðamönnum að skjóta ísbjörn til að fá feldinn með sér heim.

Mette Marit eignast stjúpmóður

Norska prinsessan Mette Marit, eiginkona Hákonar prins, eignast von bráðar stúpmóður. Faðir Mette Marit, sem er sextíu og átta ára gamall, ætlar að giftast sér helmingi yngri konu, nektardansmeyju sem er aðeins þremur árum eldri en Mette Marit. Sú ætlar nú að læra hjúkrun og hætta að fækka fötum í atvinnuskyni.

Maradona á heilsuhæli

Diego Maradona, knattspyrnugoðið fyrrverandi, hefur yfirgefið sjúkrahús á Kúbu þar sem hann var í eiturlyfjameðferð og hefur í staðinn komið sér fyrir á heilsuhæli. Maradona hefur ítrekað leitað sér hjálpar vegna kókaínfíknar og ætlar sér nú að grenna sig í von um að ná athygli auglýsenda sem gætu hugsað sér að nota hann sem talsmann.

Mótmæltu lélegum stólum

Hann hefur nú setið á valdastóli í tvo áratugi, bæði hjá ríki og borg. Færri vita hins vegar að fyrir 40 árum stóð Davíð Oddsson sjálfur í stríði við kerfið, þegar hann og fleiri nemendur í Gaggó Vest mótmæltu stólunum sem voru í skólastofunum. Nemendur töldu þá heilsuspillandi og draga úr námsárangri.

Bisness er bisness

<strong>Fókus </strong>fylgir <strong>DV í dag</strong>. Þar lýsir Svali á FM skoðun sinni á lokun útvarpsstöðvanna um daginn. "Við höfum alltaf náð að komast af með því að skila inn peningum. Ef við mundum ekki gera það færum við líka undir, það er ósköp einfalt," segir hann og bætir við: "Annars má líta á þetta þannig að eins manns dauði sé annars brauð."

Bitrar kellingar á blogginu

Það er kominn föstudagur og <strong>Fókus </strong>fylgir <strong>DV í dag</strong>. Þar er auðvitað allt að finna um skemmtanalíf helgarinnar, <strong>djammkortið </strong>er á sínum stað, sem og ítarleg umfjöllun um bíó, tónlist, myndlist og leikhús. <strong>Egill Gilzenegger</strong>, sem hefur vakið athygli á síðunni sinni, kallarnir.is, er nýr pistlahöfundur og skrifar nú greinaflokkinn <strong>Kallinn á kæjanum</strong>.

Hollywood er hugarástand

Það er kominn föstudagur og <strong>Fókus fylgir DV</strong>. Í blaðinu er viðtal við rafhljómsveitina Worm is Green frá Akranesi, Egill Gillzenegger pistlahöfundur og kall.is segir sína skoðun á spjalldrottningum femin.is og sagt er frá bíómyndinni Sideways. Svo er viðtal við Martein Þórsson, leikstjóra "One Point O" sem er að gera það gríðarlega gott.

Blátt túrblóð hræðir karlmenn

<strong>Fókus fylgir DV</strong> í dag og að venju er blaðið stútfullt af skemmtilegu efni. Djammkortið er á sínum stað og menntaskólarnir eru teknir fyrir. Fókus kíkti líka á æfingu hjá <strong>Nemendaleikhúsinu</strong>. Þau frumsýna í kvöld leikritið Spítalaskipið eftir Kristínu Ómarsdóttur.

Tölvuleikjametall og tryllingur

<strong>Fókus </strong>fylgir <strong>DV</strong> <strong>í dag</strong>. Þar er allt að finna um skemmtanalífið: djammkortið er á sínum stað, sem og ítarleg umfjöllun um bíó, tónlist, myndlist og leikhús. Í blaðinu er m.a. viðtal við teknóplötusnúðinn Adda Exos og fjallað um leikritið Ég er ekki hommi. Svo talaði Fókus við <strong>Retron </strong>sem spilar á Ellefunni í kvöld ásamt Skátum og Dáðadrengjum.

Tölvustelpa með ást á Tarantino

Forsíðu <strong>Fókus</strong>, sem fylgir <strong>DV í dag</strong>, prýðir Ásdís Sif Gunnarsdóttir. Hún opnar í dag sýningu í Gallerí Humar eða frægð, sýningarsal Smekkleysu. Myndböndin eru hennar aðall, enda lærði hún gerð þeirra bæði í listaskólum New York og Los Angeles. Ásdís er gift Ragnari Kjartanssyni, Rassa prump, og eru þau auðvitað samstíga í listinni. </font /></b />

Raftónlistarundrið frá Akranesi

<strong>Fókus fylgir DV</strong> í dag og það er af nógu að taka af skemmtilegu efni í blaðinu. Nemendaleikhúsið frumsýnir leikritið Spítalaskipið og Marteinn Þórsson talar um nýju myndina sína "One point O." Það er líka viðtal við rafhljómsveitina <strong>Worm is Green</strong> sem er ein af fáum hljómsveitum sem Akranes hefur alið af sér.</font />

Breakbeat-strákarnir og Klute

<strong>Fókus fylgdi DV</strong> í gær eins og vanalega. Með djammkortið á sínum stað og úttekt á menntaskólunum, auk alls kyns rugls, m.a. viðtal við strákana í Breakbeat.is. Þeir gáfurst ekki upp þótt þeir misstu þáttinn sinn þegar X-ið fór undir í síðustu viku. Þeir halda <strong>árslistakvöld </strong>á Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld, þar sem Bretinn <strong>Klute </strong>kemur m.a. fram.

Netið veit meira en ég

Þýski leikarinn Udo Kier fer með veigamikið hlutverk í One Point O eftir Martein Þórsson og Jeff Renfroe, sem er frumsýnd í dag. Marteinn og Jeff skrifuðu hlutverk Udos með hann í huga og lögðu mikið upp úr því að fá hann til liðs við sig.

Kona sjómannsins fær góða dóma

Þrátt fyrir að nýjasta plata Emiliönu Torrini, Fishermans Woman, verði ekki gefin út fyrr en 31. janúar hafa margir gagnrýnendur gefið sitt álit á henni. Platan virðist falla vel í kramið hjá tónlistaráhugamönnum og hún fær jákvæða dóma hvarvetna á internetinu.

Getum afstýrt slysi

Íslandskortið "Ísland örum skorið" sem sýnir Ísland eftir fimmtán ár ef hugmyndir stjórnvalda um stóriðju ná fram að ganga var gefið út í gær. Í tilefni þess blésu náttúruverndarsamtökin tíu sem standa að útgáfunni til kynningarfundar á Hótel Borg. Fjölmargir mættu á fundinn og hlustuðu á erindi sem þar voru haldin.

Vala dottin út úr IDOL

Valgerður Friðriksdóttir féll í kvöld út úr úrslitakeppni Idol stjörnuleitarinnar. Annar þáttur úrslitanna var í beinni útsendingu Stöðvar 2 frá Vetrargarðinum í Smáralind í kvöld. Níu þátttakendur sungu lög frá diskótímabilinu.

Alvara í handverki

Alda Sigurðardóttir myndlistarkona er eigandi Alvörubúðarinnar og heldur úti vefsíðunni Alvara.is þar sem hún selur vörur sínar.

Blómin næra sálina

"Afskorin blóm eru mikið keypt þessa dagana. Fólk er farið að kaupa sér blóm frekar en styttu og skiptir reglulega út, sérstaklega núna til að lýsa upp skammdegið. Það hendir blómunum þegar þau eru búin með líftíma sinn og kemur aftur viku eftir viku til að kaupa sér ný og falleg blóm,"  

Bruce Willis stamaði

Bruce Willis hefur í fyrsta sinn talað opinberlega um talgalla sinn. Willis segist þakklátur fyrir þá staðreynd að talgallinn hefur aldrei haft áhrif á feril hans sem leikari. 

Súrsað vegna saltskorts

Þótt þjóðin hafi borðað þorramat öldum saman er aðeins hálf öld síðan farið var að tengja súrmat þessum árstíma öðrum fremur. Litlar sem engar heimildir eru til um þorrablót til forna.

Sjá næstu 50 fréttir