Lífið

Bardot mótmælir ísbjarnadrápi

Dýraverndunarsinninn og kvikmyndastjarnan fyrrverandi Brigitte Bardot hefur sent Margréti Danadrottningu bréf þar sem hún mótmælir áformum grænlensku landsstjórnarinnar um að leyfa ferðamönnum að skjóta ísbjörn til að fá feldinn með sér heim. Tillagan er liður í að bæta efnahag á Norðvestur-Grænlandi, en þar eru miklar þrengingar. Bardot segir í bréfi sínu að hún hafi barist gegn því um áraraðir að ísinn í Kanada verði flekkaður blóði selskópa og biður hún drottninguna um að koma í veg fyrir að Grænlandsísinn verði flekkaður blóði saklausra ísbjarna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.