Versti dagur ársins á morgun 23. janúar 2005 00:01 Ef einhvern tímann er ástæða til að fara ekki á fætur heldur hanga í rúminu allan daginn, þá er það á morgun. Þá rennur upp versti dagur ársins samkvæmt nákvæmum útreikningum breskra vísindamanna. Ef þig langar allra mest til þess í fyrramálið að þrusa vekjaraklukkunni í vegginn, draga sængina upp fyrir haus og halda áfram að sofa þá er það í sjálfu sér ekkert undarlegt. Á morgun rennur nefnilega upp versti dagur ársins. Vísindamenn við Cardiff-háskóla í Bretlandi hafa með hjálp flókinna útreikninga komist að þessari niðurstöðu. Þar eru teknir með allir þeir þættir sem gera okkur lífið leitt í mesta skammdeginu. Fremst í flokki er veðrið. Líkurnar á leiðindaveðri og vondri færð eru yfirþyrmandi á morgun. Það gerir okkur strax ergilegri og eykur slysahættu í umferðinni. Þar sem við svo sitjum súr undir stýri bætast við áhyggjur af jólaeyðslunni og krítarkortareikningnum sem fer að detta inn um bréfalúguna. Gleðin sem fylgir því að gefa og þiggja á jólum er farin að minnka enda sléttur mánuður frá því við dönsuðum í kringum jólatréð. Og ekki bætir það skapið að hugsa um áramótaheitin. Það eru þrjár vikur síðan við ákváðum að taka upp heilbrigðari lífsstíl, hætta að reykja og stunda líkamsrækt. Það eru um það bil tvær vikur síðan þetta fór í vaskinn og við þurfum að horfast í augu við að við höfum ekki viljastyrk. Ofan á allan þennan blús bætist svo við að það er fátt að hlakka til á þessum árstíma og til að bæta gráu ofan á kolsvart þá er jú mánudagur á morgun. Allt saman gerir þetta það að verkum að mánudagurinn 24. janúar er verri en hinir 364 dagar ársins samkvæmt flóknum útreikningum Cliffs Arnalls, prófessors við Cardiff-háskóla. En það eru nokkur ráð sem geta gert daginn þolanlegri. Í fyrsta lagi er gott að borða góðan morgunmat. Hann veitir okkur aukna orku til að takast á við leiðindin. Svo getur verið gott að klæðast litríkum fötum á morgun því svart gerir bara vont verra. Rauður færir okkur orku en getur hins vegar gert okkur pirruð. Grænt og gult er gott, það örvar heilann. Ekki fara á fætur fyrr en í fyrsta lagi 12 mínútur yfir 7. Vísindamennirnir hafa komist að því að það dregur úr streitu. Það dregur líka úr streitu að vera góð við gæludýrin okkar. Og síðast en ekki síst verður dagurinn betri ef við syngjum með morguntónlistinni í útvarpinu. En það er kannski bara best að liggja undir sæng og leyfa deginum að líða. Þetta verður miklu betra á þriðjudaginn. Erlent Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
Ef einhvern tímann er ástæða til að fara ekki á fætur heldur hanga í rúminu allan daginn, þá er það á morgun. Þá rennur upp versti dagur ársins samkvæmt nákvæmum útreikningum breskra vísindamanna. Ef þig langar allra mest til þess í fyrramálið að þrusa vekjaraklukkunni í vegginn, draga sængina upp fyrir haus og halda áfram að sofa þá er það í sjálfu sér ekkert undarlegt. Á morgun rennur nefnilega upp versti dagur ársins. Vísindamenn við Cardiff-háskóla í Bretlandi hafa með hjálp flókinna útreikninga komist að þessari niðurstöðu. Þar eru teknir með allir þeir þættir sem gera okkur lífið leitt í mesta skammdeginu. Fremst í flokki er veðrið. Líkurnar á leiðindaveðri og vondri færð eru yfirþyrmandi á morgun. Það gerir okkur strax ergilegri og eykur slysahættu í umferðinni. Þar sem við svo sitjum súr undir stýri bætast við áhyggjur af jólaeyðslunni og krítarkortareikningnum sem fer að detta inn um bréfalúguna. Gleðin sem fylgir því að gefa og þiggja á jólum er farin að minnka enda sléttur mánuður frá því við dönsuðum í kringum jólatréð. Og ekki bætir það skapið að hugsa um áramótaheitin. Það eru þrjár vikur síðan við ákváðum að taka upp heilbrigðari lífsstíl, hætta að reykja og stunda líkamsrækt. Það eru um það bil tvær vikur síðan þetta fór í vaskinn og við þurfum að horfast í augu við að við höfum ekki viljastyrk. Ofan á allan þennan blús bætist svo við að það er fátt að hlakka til á þessum árstíma og til að bæta gráu ofan á kolsvart þá er jú mánudagur á morgun. Allt saman gerir þetta það að verkum að mánudagurinn 24. janúar er verri en hinir 364 dagar ársins samkvæmt flóknum útreikningum Cliffs Arnalls, prófessors við Cardiff-háskóla. En það eru nokkur ráð sem geta gert daginn þolanlegri. Í fyrsta lagi er gott að borða góðan morgunmat. Hann veitir okkur aukna orku til að takast á við leiðindin. Svo getur verið gott að klæðast litríkum fötum á morgun því svart gerir bara vont verra. Rauður færir okkur orku en getur hins vegar gert okkur pirruð. Grænt og gult er gott, það örvar heilann. Ekki fara á fætur fyrr en í fyrsta lagi 12 mínútur yfir 7. Vísindamennirnir hafa komist að því að það dregur úr streitu. Það dregur líka úr streitu að vera góð við gæludýrin okkar. Og síðast en ekki síst verður dagurinn betri ef við syngjum með morguntónlistinni í útvarpinu. En það er kannski bara best að liggja undir sæng og leyfa deginum að líða. Þetta verður miklu betra á þriðjudaginn.
Erlent Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira