Lífið

Kattarkonan með sjö tilnefningar

Kvikmyndin Catwoman hefur verið tilnefnd til sjö Razzie-verðlauna, þar á meðal sem versta myndin og fyrir verstu leikkonu í aðalhlutverki; Halle Berry. Razzie-verðlaunin eru skammarverðlaun sem eru afhent degi fyrir Óskarsverðlaunin á ári hverju. Athygli vekur að Bush, Bandaríkjaforseti, er tilnefndur í tveimur flokkum fyrir frammistöðu sína í heimildarmynd Michael Moore, Fahrenheit 9/11. Etur hann kappi við þá Vin Diesel (The Chronichles of Riddick) og Ben Affleck (Jersey Girl og Surviving Christmas) í flokknum versti leikarinn. Einnig er hann tilnefndur í flokknum "Versta tvíeykið á hvíta tjaldinu" eftir samskipti sín við Condolezza Rice, öryggisráðgjafa Bandaríkjanna og geitina sem hann las um í barnaskóla á sama tíma og hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin voru gerðar. Alls hlaut Fahrenheit 9/11 fimm tilnefningar sem er það mesta sem sannsöguleg mynd hefur fengið. Stórmynd Oliver Stone, Alexander, er tilnefnd til sex verðlauna þar á meðal sem versta myndin og fyrir verstu leikara í aðalhlutverkum, þau Colin Farrell og Angelina Jolie. Einnig hlutu tvíburasysturnar Mary-Kate og Ashley Olsen tvær tilnefningar hvor fyrir tilþrif sín í myndinni New York Minute. Í tilefni þess að 25 ár eru liðin síðan Razzie-verðlaunin voru fyrst afhent eru verstu myndir síðustu 25 ára tilnefndar. Þar komast m.a. á lista "stórvirki" á borð við Battlefield Earth, Gigl, The Adventures of Pluto Nash, Swept Away og Show Girls.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.