Í fréttum er þetta helst 25. janúar 2005 00:01 Samkvæmt óskráðri helmingaskiptareglu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er starf fréttastjóra Útvarps í "eigu" Framsóknarflokksins og hans að ákvarða hver gegnir því. Á móti ráðstafar Sjálfstæðisflokkurinn starfi fréttastjóra Sjónvarps. Þetta er vitaskuld eitthvað sem aðeins er rætt um í bakherbergjum og á göngum en hvorki formlega né opinberlega. Það skyggir raunar á kenninguna að útvarpsstjóri ræður í starfið og er algjörlega óbundinn af vilja meirihluta útvarpsráðs en engu að síður greiða ráðsmenn atkvæði um umsækjendur. Útvarpsstjóri hefur í gegnum árin bæði farið að og gegn vilja ráðsins. Sigríður líkleg Skammt er síðan starfið var auglýst laust til umsóknar og erfitt að geta sér til um hverjir sækja um. Nokkrir fréttamenn Útvarpsins eru nefndir og þá helst Arnar Páll Hauksson, Björg Eva Erlendsdóttir, Friðrik Páll Jónsson, Jóhann Hauksson og Óðinn Jónsson. Friðrik Páll er starfandi fréttastjóri, hann settist í stólinn þegar Kári Jónasson lét af störfum í haust og varð ritstjóri Fréttablaðsins. Þá er Sigríður Árnadóttir nefnd en hún var fréttamaður hjá Útvarpinu um árabil, áður en hún varð fréttastjóri Stöðvar 2 fyrir um ári. Sem kunnugt er var henni sagt upp fyrir fáum vikum. Sigríður þykir líkleg til að hreppa hnossið. Að auki eru tveir fréttamenn Sjónvarps nefndir oftar en aðrir sem líklegir umsækjendur, þau G. Pétur Matthíasson og Valgerður Jóhannsdóttir. Fjórir fréttastjórar Kári Jónasson hafði gegnt starfi fréttastjóra Útvarps í 17 ár þegar hann hætti í haust. Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs RÚV, stakk uppá í kjölfarið að ekki yrðinn ráðinn sérstakur fréttastjóri Útvarps heldur yrði einn fréttastjóri beggja fréttastofa. Er skemmst frá því að segja að útvarpsráð hafnaði hugmyndum hans. Kári tók á sínum tíma við af Margréti Indriðadóttur sem var fréttastjóri frá 1968 til 1987, eða í 19 ár. Hún tók við af Jóni Magnússyni sem gegndi starfinu í heil 27 ár, frá 1941 til 1968. Jón var faðir Friðriks Páls sem nú stýrir fréttastofunni. Sigurður Einarsson var fyrsti fréttastjóri Útvarpsins, frá 1937 til 1941 en fyrstu sjö ár í sögu Útvarpsins var enginn eiginlegur fréttastjóri. Ásgeir Magnússon hafði hins vegar umsjón með fréttastofunni fyrstu árin og bar titla á borð við fréttaritari og fréttastjóri innlendra frétta. Sameiningarvá Fréttastofa Útvarps hefur um árabil notið mikils trausts meðal landsmanna. Þegar stofnað var til fréttasviðs RÚV fyrir nokkrum árum og Bogi Ágústsson gerður að forstöðumanni þess báru margir fréttamenn Útvarps ugg í brjóstum og töldu vá fyrir dyrum. Óttuðust þeir að samvinna við sjónvarpsfréttamenn hnekkti trúverðugleika fréttastofunnar, að starf hennar yrði útþynnt og að stofnun fréttasviðs væri fyrsta skrefið í átt til sameiningar fréttastofanna tveggja. Hafi það síðastnefnda reynst rétt voru áform Boga um einn fréttastjóra beggja fréttastofa annað skrefið. Útvarpsráð hafði hins vegar ekki áhuga á þeim göngutúr og létti mörgum útvarpsfréttamanninum. Væntumþykja Fréttastjóri Útvarps hefur ekki einasta á sinni könnu að annast daglega stjórn fréttastofunnar og móta stefnu hennar til framtíðar í samvinnu við yfirmenn. Hann þarf líka að gæta hagsmuna fréttastofunnar innan Ríkisútvarpsins, sækja henni peninga og verja ágangi. Það þarf því sterk bein til að gegna starfinu, og eins og einn viðmælenda orðaði það, talsverða væntumþykju um RÚV og þá sérstaklega um fréttastofuna. Ekki er kveðið séstaklega á um slíka kosti í auglýsingunni, þar segir að háskólamenntun er nýtist í starfi og/eða umtalsverð starfsreynsla við fjölmiðla sé nauðsynleg. Umsækjendur verða að hafa góða skipulags- og samstarfshæfileikar, sýna frumkvæði og æskilegt væri að þeir hefðu reynslu af stjórnunarstörfum og þekkingu á fjármálum og rekstri. Umsóknarfrestur rennur út 7. febrúar og er viðbúið að nýr fréttastjóri verði ráðinn fljótlega upp úr því. Innlent Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
Samkvæmt óskráðri helmingaskiptareglu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er starf fréttastjóra Útvarps í "eigu" Framsóknarflokksins og hans að ákvarða hver gegnir því. Á móti ráðstafar Sjálfstæðisflokkurinn starfi fréttastjóra Sjónvarps. Þetta er vitaskuld eitthvað sem aðeins er rætt um í bakherbergjum og á göngum en hvorki formlega né opinberlega. Það skyggir raunar á kenninguna að útvarpsstjóri ræður í starfið og er algjörlega óbundinn af vilja meirihluta útvarpsráðs en engu að síður greiða ráðsmenn atkvæði um umsækjendur. Útvarpsstjóri hefur í gegnum árin bæði farið að og gegn vilja ráðsins. Sigríður líkleg Skammt er síðan starfið var auglýst laust til umsóknar og erfitt að geta sér til um hverjir sækja um. Nokkrir fréttamenn Útvarpsins eru nefndir og þá helst Arnar Páll Hauksson, Björg Eva Erlendsdóttir, Friðrik Páll Jónsson, Jóhann Hauksson og Óðinn Jónsson. Friðrik Páll er starfandi fréttastjóri, hann settist í stólinn þegar Kári Jónasson lét af störfum í haust og varð ritstjóri Fréttablaðsins. Þá er Sigríður Árnadóttir nefnd en hún var fréttamaður hjá Útvarpinu um árabil, áður en hún varð fréttastjóri Stöðvar 2 fyrir um ári. Sem kunnugt er var henni sagt upp fyrir fáum vikum. Sigríður þykir líkleg til að hreppa hnossið. Að auki eru tveir fréttamenn Sjónvarps nefndir oftar en aðrir sem líklegir umsækjendur, þau G. Pétur Matthíasson og Valgerður Jóhannsdóttir. Fjórir fréttastjórar Kári Jónasson hafði gegnt starfi fréttastjóra Útvarps í 17 ár þegar hann hætti í haust. Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs RÚV, stakk uppá í kjölfarið að ekki yrðinn ráðinn sérstakur fréttastjóri Útvarps heldur yrði einn fréttastjóri beggja fréttastofa. Er skemmst frá því að segja að útvarpsráð hafnaði hugmyndum hans. Kári tók á sínum tíma við af Margréti Indriðadóttur sem var fréttastjóri frá 1968 til 1987, eða í 19 ár. Hún tók við af Jóni Magnússyni sem gegndi starfinu í heil 27 ár, frá 1941 til 1968. Jón var faðir Friðriks Páls sem nú stýrir fréttastofunni. Sigurður Einarsson var fyrsti fréttastjóri Útvarpsins, frá 1937 til 1941 en fyrstu sjö ár í sögu Útvarpsins var enginn eiginlegur fréttastjóri. Ásgeir Magnússon hafði hins vegar umsjón með fréttastofunni fyrstu árin og bar titla á borð við fréttaritari og fréttastjóri innlendra frétta. Sameiningarvá Fréttastofa Útvarps hefur um árabil notið mikils trausts meðal landsmanna. Þegar stofnað var til fréttasviðs RÚV fyrir nokkrum árum og Bogi Ágústsson gerður að forstöðumanni þess báru margir fréttamenn Útvarps ugg í brjóstum og töldu vá fyrir dyrum. Óttuðust þeir að samvinna við sjónvarpsfréttamenn hnekkti trúverðugleika fréttastofunnar, að starf hennar yrði útþynnt og að stofnun fréttasviðs væri fyrsta skrefið í átt til sameiningar fréttastofanna tveggja. Hafi það síðastnefnda reynst rétt voru áform Boga um einn fréttastjóra beggja fréttastofa annað skrefið. Útvarpsráð hafði hins vegar ekki áhuga á þeim göngutúr og létti mörgum útvarpsfréttamanninum. Væntumþykja Fréttastjóri Útvarps hefur ekki einasta á sinni könnu að annast daglega stjórn fréttastofunnar og móta stefnu hennar til framtíðar í samvinnu við yfirmenn. Hann þarf líka að gæta hagsmuna fréttastofunnar innan Ríkisútvarpsins, sækja henni peninga og verja ágangi. Það þarf því sterk bein til að gegna starfinu, og eins og einn viðmælenda orðaði það, talsverða væntumþykju um RÚV og þá sérstaklega um fréttastofuna. Ekki er kveðið séstaklega á um slíka kosti í auglýsingunni, þar segir að háskólamenntun er nýtist í starfi og/eða umtalsverð starfsreynsla við fjölmiðla sé nauðsynleg. Umsækjendur verða að hafa góða skipulags- og samstarfshæfileikar, sýna frumkvæði og æskilegt væri að þeir hefðu reynslu af stjórnunarstörfum og þekkingu á fjármálum og rekstri. Umsóknarfrestur rennur út 7. febrúar og er viðbúið að nýr fréttastjóri verði ráðinn fljótlega upp úr því.
Innlent Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira