Lífið

Varð af hlutverki í Baywatch

Leikarinn Leonardo DiCaprio fór í áheyrnarpróf fyrir sjónvarpsþáttinn Baywatch en var ekki sá sem David Hasselhoff var að leitast eftir. Þótti hann ekki taka sig nógu vel út ber að ofan í rauðu stuttbuxunum. "Hann átti að verða einn af strandvörðunum en við vildum ekki ráða hann," sagði Hasselhoff, sem fór með hlutverk Mitch Buchannon í þáttunum. "Ég minnti hann á þetta á Golden Globe-verðlaunahátíðinni." Þar vann DiCaprio einmitt verðlaun sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í The Aviator og sér því varla eftir því að hafa ekki komist að sem strandvörður við hlið Davids Hasselhoff.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.