Lífið

Tónleikaferð í lok mars

Hljómsveitin U2 ætlar að hefja tónleikaferð sína um heiminn til að fylgja eftir plötunni How to Dismantle an Atomic Bomb í San Diego þann 28. mars. Ferðin átti upphaflega að byrja í Miami 1. mars en öllum tónleikum var þá frestað vegna veikinda í fjölskyldu eins af meðlimum sveitarinnar. U2 mun halda rúmlega 100 tónleika víðsvegar um heiminn til að fylgja plötunni eftir. Rokksveitin Kings of Leon mun hita upp fyrir sveitina í Bandaríkjunum fram í lok maí. Þann tíunda júní heldur U2 síðan fyrstu tónleika sína af þrjátíu í Evrópureisu sinni í Brussel. "Fólk vill sjá U2 og finnst það verða hluti af einhverju sérstöku," sagði trommarinn Larry Mullen Jr. "Fólk tengist U2 á óvenjulegan hátt. Það treystir hljómsveitinni og trúir á það sem við gerum. Það er miklu stærra en tónlistin sjálf." U2 er tilnefnd til þriggja Grammy-verðlauna fyrir smáskífulagið Vertigo. Sveitin mun jafnframt koma fram á hátíðinni, sem verður haldin í Los Angeles 13. febrúar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.