Lífið

Hollywood er hugarástand

Það er kominn föstudagur og Fókus fylgir DV. Í blaðinu er viðtal við rafhljómsveitina Worm is Green frá Akranesi, Egill Gillzenegger pistlahöfundur og kall.is segir sína skoðun á spjalldrottningum femin.is og sagt er frá bíómyndinni Sideways. Svo er viðtal við Martein Þórsson, leikstjóra "One point o" sem er að gera það gríðarlega gott. Í kvöld verður frumsýndur nýr íslensk/amerískur tryllir í Háskólabíó. Íslendingurinn Marteinn Þórsson leikstýrir og skrifar handritið ásamt félaga sínum, Jeff Renfroe. Framleiðandi er Friðrik Þór Friðriksson og helstu leikarar eru Jeremy Sisto, Deborah Unger, Lance Henriksen og Udo Kier. "Myndin heitir "One point O" (ein gráða) og þetta er vísindaskáldsaga. Hún er um mann sem er óafvitandi verið að nota sem tilraunadýr af stórfyrirtæki. Hann fer svo að reyna að finna út hverjir það eru sem eru að reyna að stjórna lífi hans. Það endar svo með baráttu upp á líf og dauða," segir Marteinn. "Ég og Jeff höfum báðir verið að vinna við auglýsingar í gegnum tíðina og hugmyndin kemur upp úr markaðssetningu og því sem kallast viðskiptavild við fyrirtæki. Það er bara það sem við erum búnir að verða vitni að við vinnu okkur." Þeir félagar frumsýndu myndina á Sundance hátíðinni á seinasta ári og þar keppti hún um aðalverðlaunin, Grand Jury Prize. Hátíðin er mekka óháðrar kvikmyndagerðar og það telst mikill heiður að fá að vera með. Afganginn af viðtalinu, djammkortið, væntanlegar plötur í vikunni og fleira er að finna í Fókus semfylgir DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.