Lífið

Blátt túrblóð hræðir karlmenn

Fókus fylgir DV í dag og að venju er blaðið stútfullt af skemmtilegu efni. Djammkortið er á sínum stað og menntaskólarnir eru teknir fyrir. Fókus kíkti líka á æfingu hjá Nemendaleikhúsinu. Þau frumsýna í kvöld leikritið Spítalaskipið eftir Kristínu Ómarsdóttur Uppsetningin er hluti af Nemendaleikhúsinu, útskrifarverkefni leiklistardeildar Listaháskólans. Kristín Ómarsdóttir er þekkt fyrir ögrandi og kómísk verk og Spítalaskipið sver sig í þá ætt. Leikritið fjallar um stríð, kynjabaráttu og heim þar sem ástinni hefur verið útrýmt. "Það gerist í nokkurs konar óræðri framtíð þegar karlmenn hafa tekið yfir og konur eru bara tæki í þeirra þágu. Leikritið á sér stað á Spítalaskipinu Voninni sem siglir á milli átakasvæða um allan heim," segir Atli Þór Albertsson, einn af leikurum sýningarinnar. Vonin siglir með særða hermenn af átakasvæðum með færustu lækna og hjúkrunarfólk innanborðs. Harðskeytt skæruliðahersveit kvenna hefur sagt heimskipulaginu stríð á hendur og þegar uppreisnarher þeirra, Blátt túrblóð, smyglar sér um borð hefst blóðug og ógleymanleg barátta. Afganginn af greininni og pistilinn hans Egils Gillzenegger sem er gallharður kall.is er að finna í Fókus sem fylgir DVí dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.