Bitrar kellingar á blogginu 21. janúar 2005 00:01 Það er kominn föstudagur og Fókus fylgir DV í dag. Þar er auðvitað allt að finna um skemmtanalíf helgarinnar, djammkortið er á sínum stað, sem og ítarleg umfjöllun um bíó, tónlist, myndlist og leikhús. Egill Gilzenegger, sem hefur vakið athygli á síðunni sinni, kallarnir.is, er orðinn pistlahöfundur og skrifar nú greinaflokkinn Kallinn á kæjanum: Hvað segiði þá! Kappinn er líka svona helvíti hress núna, maður. Núna hugsið þið væntanlega: "Andskotinn hafi þennan skítuga hnakka. Losnar maður aldrei við þessa helvítis kalla.is-gæja." Hey! Það er ekki okkur að kenna hvað við erum fáránlega skemmtilegir, þannig að látið kork í ykkur! Það er ekkert að því að skrifa dónalegar sprengingarsögur af sjálfri sér eins og Katrín Rut hérna í Fókus. Það hafa allir gaman af góðum sprengingarsögum. En kappinn verður kannski lítið í því, ég mun svona meira fjalla um það hvernig er hægt að vera flottur gæji. Alvöru metró. Takmarkið er að ná að sannfæra ykkur öll að metró-lúkkið er inni í dag. Farið bara á netið og skoðið myndir af David Beckham og Jude Law. Annars er ég orðinn svo háður þessu neti að það er fáránlegt. Ef ég kemst ekki að vafra alla daga og öll kvöld þá líður mér bara illa og veit ekki hvað ég á að gera. Netið datt út hjá mér um daginn og í einhverri geðsýki dustaði ég rykið af hillu heima hjá mér og byrjaði að lesa bók. Ljóshærður, helmassaður hnakki að lesa bók ... hmmmmm ... það passar ekki alveg. Flestir hnakkar eru með orðaforða á við eins og hálfs árs gamlan Suður-Afrískan órangútana og ég líka. Ef bókin heitir ekki "Tumi litli fer að hjóla" þá er ég úti að skíta og skil EKKERT hvað ég er að lesa! Ég hætti líka eftir hálfa blaðsíðu og hringdi í þjónustufulltrúa hjá OgVodafone og lét aumingja stelpuna heyra það. Hún hefur örugglega þurft áfallahjálp eftir þetta, greyið. En það er nú eitt sem þið hafið væntanlega tekið eftir, þið sem eruð með bloggsíðu eða skoðið bloggsíður og hinar ýmsu spjallsíður. Út um allt er fólk sem rífur kjaft og þorir ekki að skrifa undir nafni. Maður sér þessa gæja alveg fyrir sér, flestir annaðhvort með innfallinn brjóstkassa eða 30 kílóum of þungir. Láta á sig kúrekahattinn, kveikja í vindli, fara í Armageddon-bolinn og síða Matrix-leðurfrakkann og eru hörðustu fokking gæjarnir á landinu þegar þeir eru bakvið lyklaborðið. Síðan hittirðu þessa gæja á kæjanum og ef þeir eru ekki með lyklaborðið á sér þá labba þeir meðfram veggjum og missa þvag þegar maður öskrar á þá ... Afganginn af Kallinum á kæjanum, pistli Egils Gilzeneggers, má lesa í Fókus, sem fylgir DV í dag. Menning Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Það er kominn föstudagur og Fókus fylgir DV í dag. Þar er auðvitað allt að finna um skemmtanalíf helgarinnar, djammkortið er á sínum stað, sem og ítarleg umfjöllun um bíó, tónlist, myndlist og leikhús. Egill Gilzenegger, sem hefur vakið athygli á síðunni sinni, kallarnir.is, er orðinn pistlahöfundur og skrifar nú greinaflokkinn Kallinn á kæjanum: Hvað segiði þá! Kappinn er líka svona helvíti hress núna, maður. Núna hugsið þið væntanlega: "Andskotinn hafi þennan skítuga hnakka. Losnar maður aldrei við þessa helvítis kalla.is-gæja." Hey! Það er ekki okkur að kenna hvað við erum fáránlega skemmtilegir, þannig að látið kork í ykkur! Það er ekkert að því að skrifa dónalegar sprengingarsögur af sjálfri sér eins og Katrín Rut hérna í Fókus. Það hafa allir gaman af góðum sprengingarsögum. En kappinn verður kannski lítið í því, ég mun svona meira fjalla um það hvernig er hægt að vera flottur gæji. Alvöru metró. Takmarkið er að ná að sannfæra ykkur öll að metró-lúkkið er inni í dag. Farið bara á netið og skoðið myndir af David Beckham og Jude Law. Annars er ég orðinn svo háður þessu neti að það er fáránlegt. Ef ég kemst ekki að vafra alla daga og öll kvöld þá líður mér bara illa og veit ekki hvað ég á að gera. Netið datt út hjá mér um daginn og í einhverri geðsýki dustaði ég rykið af hillu heima hjá mér og byrjaði að lesa bók. Ljóshærður, helmassaður hnakki að lesa bók ... hmmmmm ... það passar ekki alveg. Flestir hnakkar eru með orðaforða á við eins og hálfs árs gamlan Suður-Afrískan órangútana og ég líka. Ef bókin heitir ekki "Tumi litli fer að hjóla" þá er ég úti að skíta og skil EKKERT hvað ég er að lesa! Ég hætti líka eftir hálfa blaðsíðu og hringdi í þjónustufulltrúa hjá OgVodafone og lét aumingja stelpuna heyra það. Hún hefur örugglega þurft áfallahjálp eftir þetta, greyið. En það er nú eitt sem þið hafið væntanlega tekið eftir, þið sem eruð með bloggsíðu eða skoðið bloggsíður og hinar ýmsu spjallsíður. Út um allt er fólk sem rífur kjaft og þorir ekki að skrifa undir nafni. Maður sér þessa gæja alveg fyrir sér, flestir annaðhvort með innfallinn brjóstkassa eða 30 kílóum of þungir. Láta á sig kúrekahattinn, kveikja í vindli, fara í Armageddon-bolinn og síða Matrix-leðurfrakkann og eru hörðustu fokking gæjarnir á landinu þegar þeir eru bakvið lyklaborðið. Síðan hittirðu þessa gæja á kæjanum og ef þeir eru ekki með lyklaborðið á sér þá labba þeir meðfram veggjum og missa þvag þegar maður öskrar á þá ... Afganginn af Kallinum á kæjanum, pistli Egils Gilzeneggers, má lesa í Fókus, sem fylgir DV í dag.
Menning Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira