Súrsað vegna saltskorts 20. janúar 2005 00:01 Ekkert er vitað um matseðilinn á þorrablótum til forna enda er afar óvíst hvort þau hafi yfirleitt farið fram. Þorrablót með súrmat og tilheyrandi fóru hins vegar ekki að tíðkast fyrr en fyrir fáeinum áratugum. Saltskortur fyrr á öldum knúði landsmenn til að leggja mat í súr til að auka geymsluþol hans. Barist með bjúgum "Það er eiginlega ekkert til af rituðum heimildum um mat frá miðöldum, menn voru ekki að skrifa um slíkt. Ef maður sér mat í miðaldaheimildum er það vegna þess að hann kemur við sögu í tengslum við bardaga og slíkt, til dæmis þegar menn voru að berja hverjir aðra með bjúgum eða drekkja hver öðrum í soðkötlum," segir Hallgerður Gísladóttir, þjóðháttafræðingur á Þjóðminjasafni Íslands. Hún segir nánast engar heimildir um að þorrablót hafi yfirleitt verið haldin á miðöldum og því sé ekkert vitað um matarvenjur á slíkum samkomum. Með þjóðfrelsisbaráttu 19. aldar hefst samkomuhald á þessum árstíma sem kallað er þorrablót. Hallgerður segir að þar hafi hangikjöt, rófustappa og slíkt verið á borðum og gjarnan hafi ávaxtagrautur verið framreiddur á eftir. Súrmatur var hins vegar ekki í boði enda var hann nánast daglega á borðum landsmanna langt fram á tuttugustu öldina og því tæpast þótt nógu fínn fyrir blótandi fólk. Um miðja síðustu öld fara menn svo að tala um þorramat og hefur veitingamönnum á Naustinu gjarnan verið eignaður heiðurinn af því orði. Um svipað leyti bætist svo súrmaturinn við þorrabakkana svo og ýmsar aðrar matartegundir sem ekki eru beinlínis þjóðlegar eins og svonefnt ítalskt salat, síld og jafnvel kótilettur í raspi en dæmi eru slíkt á sumum stöðum á landinu. Súrsað frá ómunatíð Þótt lítið sé af beinum heimildum um miðaldamat Íslendinga hafa fræðimenn verið lunknir við að geta í eyðurnar. Hallgerður bendir á að þar sem sýrukeröld hafi fundist við fornleifauppgröft þá megi einfaldlega draga þá ályktun að menn hafi lagt mat í súr. "Þegar allt fer að koma úr myrkri aldanna leggja menn saman tvo og tvo." Þannig velkist Hallgerður ekki í neinum vafa um að þessi matreiðsluaðferð hafi tíðkast hér frá ómunatíð. "Þetta var þekkt í Noregi áður fyrr en er þar aflagt fyrir löngu. Sennilega hafa landnámsmennirnir komið með þessa þekkingu þaðan. Síðan verður þetta almenn geymsluaðferð hér vegna þess að hér var svo lítið salt fyrr á öldum." Aðspurð hvers vegna matur hafi ekki verið geymdur í ís eða snjó segir Hallgerður ákveðin vandkvæði vera á því sökum umhleypinga. Einhver dæmi eru þó um að snjór hafi verið borinn í hella og jarðhýsi þar sem matur var geymdur en þau eru öll nýleg. Að sjálfsögðu þykir Hallgerði blessaður þorramaturinn býsna góður. "Einum of, einum of. Mér finnst óskaplega gaman að borða súrmat. Hangikjötið er ágætt en ég held samt að hákarlinn sé það sem ég held mest upp á." Innlent Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
Ekkert er vitað um matseðilinn á þorrablótum til forna enda er afar óvíst hvort þau hafi yfirleitt farið fram. Þorrablót með súrmat og tilheyrandi fóru hins vegar ekki að tíðkast fyrr en fyrir fáeinum áratugum. Saltskortur fyrr á öldum knúði landsmenn til að leggja mat í súr til að auka geymsluþol hans. Barist með bjúgum "Það er eiginlega ekkert til af rituðum heimildum um mat frá miðöldum, menn voru ekki að skrifa um slíkt. Ef maður sér mat í miðaldaheimildum er það vegna þess að hann kemur við sögu í tengslum við bardaga og slíkt, til dæmis þegar menn voru að berja hverjir aðra með bjúgum eða drekkja hver öðrum í soðkötlum," segir Hallgerður Gísladóttir, þjóðháttafræðingur á Þjóðminjasafni Íslands. Hún segir nánast engar heimildir um að þorrablót hafi yfirleitt verið haldin á miðöldum og því sé ekkert vitað um matarvenjur á slíkum samkomum. Með þjóðfrelsisbaráttu 19. aldar hefst samkomuhald á þessum árstíma sem kallað er þorrablót. Hallgerður segir að þar hafi hangikjöt, rófustappa og slíkt verið á borðum og gjarnan hafi ávaxtagrautur verið framreiddur á eftir. Súrmatur var hins vegar ekki í boði enda var hann nánast daglega á borðum landsmanna langt fram á tuttugustu öldina og því tæpast þótt nógu fínn fyrir blótandi fólk. Um miðja síðustu öld fara menn svo að tala um þorramat og hefur veitingamönnum á Naustinu gjarnan verið eignaður heiðurinn af því orði. Um svipað leyti bætist svo súrmaturinn við þorrabakkana svo og ýmsar aðrar matartegundir sem ekki eru beinlínis þjóðlegar eins og svonefnt ítalskt salat, síld og jafnvel kótilettur í raspi en dæmi eru slíkt á sumum stöðum á landinu. Súrsað frá ómunatíð Þótt lítið sé af beinum heimildum um miðaldamat Íslendinga hafa fræðimenn verið lunknir við að geta í eyðurnar. Hallgerður bendir á að þar sem sýrukeröld hafi fundist við fornleifauppgröft þá megi einfaldlega draga þá ályktun að menn hafi lagt mat í súr. "Þegar allt fer að koma úr myrkri aldanna leggja menn saman tvo og tvo." Þannig velkist Hallgerður ekki í neinum vafa um að þessi matreiðsluaðferð hafi tíðkast hér frá ómunatíð. "Þetta var þekkt í Noregi áður fyrr en er þar aflagt fyrir löngu. Sennilega hafa landnámsmennirnir komið með þessa þekkingu þaðan. Síðan verður þetta almenn geymsluaðferð hér vegna þess að hér var svo lítið salt fyrr á öldum." Aðspurð hvers vegna matur hafi ekki verið geymdur í ís eða snjó segir Hallgerður ákveðin vandkvæði vera á því sökum umhleypinga. Einhver dæmi eru þó um að snjór hafi verið borinn í hella og jarðhýsi þar sem matur var geymdur en þau eru öll nýleg. Að sjálfsögðu þykir Hallgerði blessaður þorramaturinn býsna góður. "Einum of, einum of. Mér finnst óskaplega gaman að borða súrmat. Hangikjötið er ágætt en ég held samt að hákarlinn sé það sem ég held mest upp á."
Innlent Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira