Lífið

Raftónlistarundrið frá Akranesi

Fókus fylgir DV í dag og það er af nógu að taka af skemmtilegu efni í blaðinu. Nemendaleikhúsið frumsýnir leikritið Spítalaskipið og Marteinn Þórsson talar um nýju myndina sína "One point O." Það er líka viðtal við rafhljómsveitina Worm is Green sem er ein af fáum hljómsveitum sem Akranes hefur alið af sér. Þegar Worm Is Green hélt tónleika á Airwaves-tónlistarhátíðinni 2003 voru nokkrir bandarískir plötuútgefendur í salnum. Þeir voru í fylgd með hljómsveitinni Kalla. Tónleikarnir hrifu útgefendurna og Worm Is Green fékk samning í Bandaríkjunum. Platan kom síðan út vestanhafs í fyrrasumar og í haust fór sveitin í tónleikaferðalag, sem spannaði meirihluta Ríkjanna. "Góðir hlutir gerast hægt. Það tók tvö ár fyrir plötuna að spyrjast út," segir Árni Teitur Ásgeirsson, forsprakki Worm Is Green. Sveitin gaf plötuna Automagic út í lok árs 2002 hjá hinni íslensku Thule-útgáfu. Ekki fór mikið fyrir henni en þó vakti athygli lágstemmd rafútgáfa á Joy Division-laginu Love Will Tear Us Apart, þar sem Guðríður Ringsted syngur lagið þýðri röddu. Platan gekk hinsvegar prýðilega og þau eintök sem fóru til meginlands Evrópu seldust furðu fljótt. Bandaríkjatúrinn er hinsvegar stærsta breik Worm Is Green hingað til. "Fyrst fórum við í tveggja vikna túr þar sem við vorum aðalnúmerið. Byrjuðum í New York og tókum síðan alla Vesturströndina," segir Árni og bætir við að það hafi verið auðveldi hluti ferðarinnar. "Síðan kom törnin. Við fórum frá New York til Minneapolis, með tveggja tónleika stoppi í Kanada. Þegar þetta var stífast héldum við 15 tónleika dag eftir dag." Afganginn af viðtalinu, pistil Egils Gillzeneggers kalls.is, viðtal við aðstandendur breakbeat.is og margt fleira er að finna í Fókus sem fylgir DVí dag





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.