Fleiri fréttir

Reyna að lifa af og spila með áhorfendum

Stelpurnar í Queens ætla að verja kvöldinu í undarlegum heimum og reyna að deyja ekki úr hungri þar. Þá munu þær einnig spila jackbox leiki með áhorfendum.

Íris Tanja og Elín Ey trú­lofaðar

Tónlistarkonan Elín Eyþórsdóttir og dans- og leikkonan Íris Tanja Flygering hafa trúlofað sig. Íris fór nýlega á skeljarnar og sagði Elín já.

Kim Kardashian og Ivanka Trump ræddu málin

Athafnakonurnar Kim Kardashian og Ivanka Trump fóru tvær saman út að borða um helgina á Beverly Hills Hotel. Samkvæmt vitnum sátu þær í þrjár klukkustundir að spjalla saman. 

Brynja hlaut Hvatningaverðlaun Vigdísar

Brynja Hjálmsdóttir, skáld og rithöfundur, er handhafi Hvatningarverðlauna Vigdísar Finnbogadóttur sem veitt voru í Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag. Guðni Th. Jóhannesson forseti var viðstaddur athöfnina ásamt Vigdísi og fleiri gestum.

Travis Scott segir fyrirsætuna vera að ljúga

Rapparinn Travis Scott segist ekki hafa haldið framhjá kærustunni sinni, Kylie Jenner. Ásakanir um slíkt afhæfi komu upp í kjölfar þess að fyrirsætan Rojean Kar birti myndband af sér á tökustað tónlistarmyndbands sem kappinn var að leikstýra.

Varð ólétt á Eurovision og gefur út nýja tónlist

Söngkonan ZÖE hefur komið víða að í heimi tónlistarinnar en hún var meðal annars bakraddasöngkona fyrir Eurovision atriði okkar Íslendinga í Torino síðastliðinn maí. Það er mikið á döfinni hjá ZÖE þar sem hún á von á barni, er að senda frá sér nýtt lag og kemur fram á nokkrum tónleikum.

James Corden baðst afsökunar í beinni: „Þegar þú gerir mistök verður þú að axla ábyrgð“

„Í síðustu viku heyrðust sögur af því að ég væri bannaður á veitingastað,“ sagði þáttastjórnandinn James Corden í beinni útsendingu í sjónvarpsþætti sínum í gærkvöldi. Eigandi Balthazar, eins þekktasta veitingahúss New York borgar, hafði þá sett Corden í straff frá staðnum. Corden væri að hans mati versti kúnninn í sögu staðarins.

Lögmaður Bubba fundaði með útvarpsstjóra

Sölvi Blöndal, framkvæmdastjóri Öldu Music og Einar Þór Sverrisson lögmaður Bubba Morthens, fóru á fund Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra og kröfðust svara við því hvers vegna lag Bubba og Auðar Tárin falla hægt heyrðist varla á Rás 2.

Missti andlitið þegar hann sá ljósmyndina mikilvægu

Fimmta þáttaröðin af Leitin að upprunanum hóf göngu sína á sunnudagskvöldið á Stöð 2 en þar var fjallað um leit Juan Gabriel Rios Kristjánssonar sem ættleiddur var frá Kólumbíu fyrir fjörutíu árum og ólst upp á Akureyri.

„Ó­líðandi og á­mælis­vert“ að vera snið­gengin

Fulltrúar lista- og menningarráðs Kópavogsbæjar telja sig hafa verið sniðgengna í umræðu um umsókn bæjarins um að vera útnefnd ein af menningarborgum Evrópu árið 2028. Menningar- og viðskiptaráðuneytið lét engan vita af möguleikanum í tæpa átta mánuði. 

Leslie Jordan er látinn

Bandaríski leikarinn Leslie Jordan er látinn, 67 ára að aldri. Jordan lést í dag eftir bílslys í Hollywood. Hann var sjálfur að aka þegar banaslysið átti sér stað en talið er að hann hafi misst meðvitund við aksturinn og ekið á byggingu.

GameTíví spilar með áhorfendum

Strákarnir í GameTíví og Benni úr Sandkassanum ætla að spila skemmtilega leiki með áhorfendum sínum í kvöld. Þeir leikir eru Fall guys, Golf with your friends og Warzone.

„Hann vill bara vera með mér þegar enginn veit af því“

„Þetta mun aldrei enda vel fyrir neinn,” segir Vítalía Lazareva í viðtali við Vísi. Þau Arnar Grant eru ekki flutt inn saman líkt og til stóð. Vítalía segir Arnar hafa tjáð sér í gærkvöldi að hann vildi ekki lengur vera í sambandi með henni.

Myndaveisla: Bríet upp á borðum og fjör á árshátíð Sýnar

Árshátíð Sýnar var haldin með pomp og prakt en þema kvöldsins var Idol. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar fyrsta Idol stjarna Íslands, Kalli Bjarni, steig á sviðið. Hann var klæddur rauða jakkanum sem var talinn vera týndur. Veislustjórar kvöldsins voru Hraðfréttamennirnir Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson.

Henry Ca­vill snýr aftur sem Super­man

Breski stórleikarinn Henry Cavill kemur til með að leika Clark Kent og ofurhetjuna Superman, í næstu kvikmynd um illmennið Black Adam. Cavill hefur ekki klætt sig í búninginn síðan árið 2017.

Stressið aldrei verið meira

Sextán liða úrslitin í Kviss héldu áfram á laugardagskvöldið á Stöð 2. Þar mættust lið Fjölnis og Víkings.

The Ellen DeGeneres Show stjarnan Sophia Grace er ólétt

Barnastjarnan Sophia Grace Brownlee, sem sló eftirminnilega í gegn í The Ellen DeGeneres Show, á von á barni. Hún komst í sviðsljósið þegar hún var aðeins níu ára gömul að rappa lagið Super Bass með Nicki Minaj ásamt frænku sinni Rosie McClelland.

Stjörnulífið: Góðverk, þrítugsafmæli og Plóma

Brúðkaup og barneignir voru áberandi á samfélagsmiðlum en glæsilegt þrítugsafmæli yfirtók Instagram í miðri vikunni sem leið. Þar voru nokkrar af stærstu samfélagsmiðlastjörnum Íslands samankomnar. Miðillinn hefur einnig verið nýttur til góðs og fór af stað söfnun í Asíu.

Ítölsk notalegheit á Nesinu

Gamall bóndabær úti á Nesi er orðinn einn ástsælasti veitingastaður borgarinnar. Andrúmsloftið er heimilislegt og ítölsk matarstemmingin leikur við bragðlaukana. Einstakt útsýni til Snæfellsjökuls og út á Sundin blá tekur á móti gestum. Ráðagerði er veitingastaður vikunnar á Vísi.

Fyndn­ust­u dýr­a­lífs­mynd­ir árs­ins

Forsvarsmenn hinnar árlegu ljósmyndakeppni Comedy Wildlife Photography Awards birtu nýverið þær myndir sem keppa til úrslita í ár. Myndirnar sýna villt dýr við skondnar og oft undarlegar aðstæður.

„Fyrir mér er listsköpun eilíf leit að sjálfinu“

Síðastliðinn föstudag sendi harmóníkuleikarinn Jónas Ásgeir Ásgeirsson frá plötuna FIKTA. Þar má finna íslensk verk en platan er gefin út með dönsku plötuútgáfunni Dacapo Records. Blaðamaður heyrði í Jónasi Ásgeiri.

„Hringarnir gleymdust rétt fyrir athöfnina“

Innanhússhönnuðurinn Stella Birgisdóttir og Jakob Helgi Bjarnason, framkvæmdarstjóri Modulus giftu sig við fallega athöfn í Flórens í síðasta mánuði. Þau hafa verið saman í níu ár og eiga eina dóttur, Katrínu Önnu.

„Sandy og Danny, þetta klikkar ekki!“

Grease tónleikasýning verður í Laugardalshöllinni næsta laugardag þar sem tónlistin er í flutningi Stuðlabandsins og öll umgjörð í leikstjórn Gretu Salóme. 

KÚNST: Kvennakraftur í kirkjugarði

„Ég vildi fá að hafa smá femíniska slagsíðu í þessu,“ segir listamaðurinn Þrándur Þórarinsson um verk sem hann málaði af Þorbjörgu Sveinsdóttur, ljósmóður og kvenréttindabaráttukonu, og Guðrúnu Oddsdóttur, fyrstu manneskjunni sem var jörðuð í Hólavallagarði. Þrándur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Elskar að prófa sig áfram í tískunni

Ljósmyndarinn, áhrifavaldurinn og lífskúnstnerinn Stefán John Turner lítur á tískuna sem list en hann hefur mikinn áhuga á klæðaburði. Hann hugsar alltaf um heildar lúkkið þegar hann verslar og eyðir ekki miklum tíma í að velja föt hverju sinni þar sem hann segir það stundum koma best út að klæða sig í flýti. Stefán John Turner er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Sögulegar skáldsögur áberandi í jólabókaflóði

Nú þegar rétt rúmir tveir mánuðir eru til jóla eru hillur verslana að fyllast af nýprentuðum bókum í öllum stærðum og gerðum. Bókajólin í ár eru sögð jól stærri höfunda og eins og fyrri ár má gera ráð fyrir eilítilli hækkun bókaverðs.

Óheilög og gríðarlega vinsæl

Tónlistarfólkið Sam Smith og Kim Petras sameinaði krafta sína við lagið Unholy sem situr í sjöunda sæti Íslenska listans á FM þessa vikuna. Lagið kom út fyrir mánuði síðan og hefur slegið í gegn í tónlistarheiminum sem og á samfélagsmiðlinum TikTok.

Tímamóta listasýning: „Breytingar eru alltaf til góðs“

Sjórinn hefur verið listamanninum Árna Má Erlingssyni hugleikinn bæði í verkum hans og eins lífi. Hann opnar tímamóta sýninguna Öldur aldanna - Útfjara í dag klukkan 16:00 í Listamönnum við Skúlagötu 32. Blaðamaður tók púlsinn á Árna Má.

„Maðurinn minn er besti pabbinn í öllum heiminum!“

„Það er alveg ofboðslega margt spennandi framundan, en því miður ekkert sem ég get talað um að svo stöddu,“ segir leyndardómsfull María Birta Bjarnadóttir aðspurð um framtíðarplön í viðtali við Makamál. 

Sjá næstu 50 fréttir