Fleiri fréttir

María Rut og Ingileif eiga von á barni

„Fjölskyldan stækkar og hjörtun með“ segja hjónin María Rut Kristinsdóttir og Ingileif Friðriksdóttir í sameiginlegri Instagram færslu.

Steindi og Salka endurgera ódauðlegt lag

Steindi og Salka Sól leituðu á mið Linkin Park og Evanescence þegar þau áttu að gera tónlistarmyndband í anda áranna í kringum aldamótin í Stóra sviðinu á Stöð 2.

Aron Can og Erna María eiga von á barni

Söngvarinn Aron Can Gultekin á von á barni ásamt kærustu sinni til nokkurra ára, flugfreyjunni Ernu Maríu Björnsdóttur. „Lítill Can,“ skrifaði parið undir fallega mynd af bumbunni.

Minnka matarsóun og demba sér í splitt

Íslendingar keppast nú við að ná markmiðum sínum en Meistaramánuður Samkaupa stendur nú sem hæst. Markmiðin eru af ýmsum toga allt frá því að taka til í mataræðinu, stunda meiri hreyfingu, læra á hljóðfæri þora í fallhlífastökk eða komast í splitt en öll miða þau að því að bæta lífsgæði viðkomandi með einhverjum hætti.

Íris Stefanía jarðaði fylgjuna í upp­á­halds­fjörunni

Listakonan Íris Stefanía Skúladóttir jarðaði fylgjuna sína í uppáhalds fjörunni sinni. „Ég vildi bara hafa nánasta kjarnann með mér, fólkið sem ég treysti. Ég var að kveðja og vildi fá að gera það án þess að vera meðvituð um fólkið í kringum mig,“ segir hún um athöfnina í samtali við Vísi. 

Gameveran fær góðan gest

Það verður mikið um að vera hjá Gameverunni í kvöld. Mjamix fær til sín góðan gest í streymi kvöldsins.

Hroll­vekjandi hrekkja­vöku­dagskrá fyrir alla fjöl­skylduna

Hrekkjavaka verður haldin hátíðleg víða um land þann 31. október. Umfang hátíðarinnar eykst með hverju árinu. Nú styttist í herlegheitin og því vel við hæfi að fara yfir nokkra spennandi viðburði sem verða í boði í tilefni hátíðarinnar.

Var ekki góður maki í upphafi sambandsins

Söngvarinn John Legend segist ekki hafa verið góður maki fyrir eiginkonu sína Chrissy Teigen þegar þau voru að byrja saman. „Ég var sjálfselskari þá,“ segir hann í viðtali við Jay Shetty. 

Furðufluga vekur athygli í Kringlunni

Risastór furðufluga hefur vakið athygli gesta verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar í dag. Um er að ræða fjögurra metra listaverk eftir myndlistarnema í Listaháskólanum.

Annað land dregur sig úr Euro­vision

Búlgarir hafa tilkynnt Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) að þeir muni ekki taka þátt í Eurovision-keppninni sem fram fer í Liverpool í Bretlandi í maí 2023.

Kris Jenner vill enda sem hálsmen

Athafnakonan Kris Jenner hefur lýst því yfir að þegar hún falli frá vilji hún láta brenna sig og vera sett í hálsmen fyrir börnin sín.

Upptakturinn hlaut alþjóðlegu verðlaunin YAMawards

Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna sem haldinn er árlega í Hörpu, hlaut fyrr í vikunni alþjóðlegu verðlaunin YAMawards eða The Young Audiences Music Awards sem Besta þátttökuverkefnið fyrir ungmenni.

Listaverk sem fagna nýju lífi

Kristín Morthens vann verk á nýrri sýningu sinni út frá minni tilfinninga fyrir og eftir fæðingu. Sýningin opnaði síðastliðna helgi í NORR11 í samvinnu við Listval og heitir Að snerta uppsprettu.

Upplifði sig týnda og átti fáa vini

„Í grunnskóla var ég algjör mús,“ segir leikkonan, samfélagsmiðlastjarnan og flugfreyjan Kristín Pétursdóttir. Kristín er gestur vikunnar í Einkalífinu á Vísi. Þar ræðir hún meðal annars um skólagöngu sína. „Ég fann mig illa þar,“ segir Kristín.

Fyrsta íslenska atvinnukonan í hjólreiðum: „Vitiði hvað ég er gömul?“

„Ég er í þessu bara 42 ára og þú ert ekkert beint kannski í þínu besta formi. En ég tók fyrstu keppnina á Spáni í byrjun maí og þá voru 25 ára stelpur á verðlaunapallinum og ég var í þriðja sæti,“ segir hjólreiðakonan María Ögn Guðmundsdóttir í viðtali við Bakaríið á Bylgjunni. 

Guð­rún Sørt­veit eignaðist „drauma­dreng“

Guðrún Helga Sørtveit, förðunarfræðingur með meiru eignaðist sitt annað barn með kærasta sínum Steinari Erni Gunnarssyni, þann 12. október síðastliðinn. Guðrún deildi mynd af drengnum sem parið eignaðist á Instagram fyrr í dag og segir hann hafa mætt „með hraði.“

Bæta á vandræðin í Caldera

Sjaldan er ein báran stök. Íbúar Caldera eiga við mörg vandamál að etja, eins og hátt orkuverð og verðbólgu en nú bætast stelpurnar í Babe Patrol við.

Lóðirnar sem hljóta fegrunar­viður­kenningar Reykja­víkur­borgar 2022

Fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022 voru veittar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag, miðvikudaginn 19. október. Reykjavíkurborg veitir árlega viðurkenningar fyrir fallegar stofnana- , fyrirtækja- og fjölbýlishúsalóðir og fyrir vandaðar endurbætur á eldri húsum.

Var í dái í tvær vikur eftir of stóran skammt af ópíóíðum

Leikarinn Matthew Perry opnar sig um fíknina sem hann hefur verið að fást við í gegnum árin og skildi hann eftir nær dauða en lífi í viðtali við People. Eftir að hafa tekið inn of mikið magn af ópíóíðum fyrir fjórum árum síðan rofnaði ristillinn hans og endaði hann í dái í tvær vikur. 

Innblásinn af píanói úr Góða hirðinum

Ástsælu tónlistarmennirnir JóiPé og Valdimar sameinuðu krafta sína við gerð á nýju lagi sem ber nafnið Herbergi. Tónlistarmyndband við lagið var frumsýnt í dag og er í leikstjórn Tómasar Sturlusonar sem segir það meira en bara hefðbundið tónlistarmyndband: „Fyrir mér er þetta miklu frekar heildstætt listaverk.“

Ólafur Kram treystir ekki fiskunum

Hljómsveitin frumlega Ólafur Kram gefur út breiðskífan Ekki treysta fiskunum á föstudaginn. Hljómsveitin kom sá og sigraði Músíktilraunir á síðasta ári.

Elísabet Metta og Áki trúlofuð í París

Parið Elísa­bet Metta Ásgeirs­dótt­ir og Ágúst Freyr Halls­son, betur þekktur sem Áki, deildu fréttum af trúlofun sinni í París á Instagram. Saman reka þau staðinn Maikai og hafa verið par í sex ár. Ágúst bað hennar með hring ömmu Elísabetar sem hún hefur haft augastað á frá unga aldri. 

Skapar ævintýralega heima með Björk

Ljósmyndarinn Viðar Logi hefur verið að gera öfluga hluti í hinum skapandi heimi síðastliðin ár en að undanförnu hefur samstarfsverkefni hans og Bjarkar Guðmundsdóttir sérstaklega vakið athygli. Blaðamaður náði tali af Viðari Loga og fékk smá innsýn í hans skapandi og listræna hugarheim.

Einangraður og umdeildur eftir röð hatursfullra ummæla

Rapparinn Kanye West á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en ummæli hans og hegðun síðastliðnar vikur hafa vakið talsverða athygli. Samfélagsmiðlar hafa lokað á aðgang hans og fyrirtæki slitið öll tengsl við hann. Ekkert lát virðist vera á hatursfullum ummælum hans en af ýmsu er að taka.

Skrímsli og hræðsla hjá Queens

Stelpurnar í Queens ætla að láta reyna á laumupúkahæfileikana í kvöld. Þær munu spila hryllingsleikinn In Silence og reyna að sleppa undan kvikindinu The Rake.

Hömlu­laus og hamingju­samur í kven­manns­klæðum

„Ég fór í fyrsta skipti í drag fyrir kannski þremur árum síðan. Þá var ég veislustjóri hjá systur minni sem var að gifta sig og þá kom ég fram sem þetta „alter ego“ sem heitir Hafdís Alda,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni síðastliðinn laugardag. 

Blása á sögusagnir barnfóstrunnar

Fyrrum parið Olivia Wilde og Jason Sudeikis tók höndum saman og gaf út yfirlýsingu þar sem þau segja fyrrum barnfóstru sína til þriggja ára vera að segja ósatt í viðtali við DailyMail. Olivia og Jason byrjuðu saman árið 2011, eiga saman tvö börn og fóru í sitthvora áttina í nóvember 2020.

Gefa út vögguvísur fyrir fullorðna

Fjölmiðla- og tónlistarkonan Vala Eiríksdóttir var að senda frá sér plötuna Værð ásamt Stefáni Erni Gunnlaugssyni. Platan sækir í gömul íslensk dægurlög sem fullorðið fólk getur tengt við æsku sína. Blaðamaður tók púlsinn á Völu.

Sjá næstu 50 fréttir