Fleiri fréttir Barnaleikarinn Matthew Mindler fannst látinn Barnaleikarinn Matthew Mindler fannst látinn á laugardag, nítján ára að aldri. Mindler er þekktastur fyrir að hafa leikið við hlið Paul Rudd, Elizabeth Banks og Zooey Deschanel í gamanmyndinni Our Idiot Brother sem kom út árið 2011. 28.8.2021 23:57 Ferðaðist um Ísland á mótorhjólinu fyrir heimildarmynd um sjaldgæfa sjúkdóma Í vikunni lauk tökum á heimildarmyndinni Einstakt ferðalag. Kvikmyndargerðarkonan Ágústa Fanney Snorradóttir er að vinna að myndinni og hafa tökur staðið yfir í allt sumar. 28.8.2021 19:00 Fékk níu í einkunn fyrir fituvinnsluvél til lífdísilframleiðslu Júlíana Lind Guðlaugsdóttir útskrifaðist úr vél- og orkutæknifræði í Háskólanum í Reykjavík í sumar og gerði lokaverkefni sem hefur áhugaverðan vinkil. Verkefnið fjallar um hönnunarvinnu við fituvinnsluvél Ýmis Technologies sem nýtir sláturúrgang til lífdísilframleiðslu. 28.8.2021 19:00 Þakið ætlaði af Gamla bíói á frumsýningu Hlið við hlið Í gær var söngleikurinn Hlið við hlið frumsýndur í Gamla bíói. Hlið við hlið er söngleikur með lögum þjóðþekkta listamannsins Friðriks Dórs Jónssonar, leikstýrt af Höskuldi Þór Jónssyni. 28.8.2021 15:31 „Þurfum ekki að heyra af nauðgunum, pyndingum eða mansali, við eigum bara að trúa“ Baráttukonurnar Sara og Elínborg eru sammála um það að börn eigi ekki að þurfa koma fram í fréttum og almenningur eigi ekki að þurfa heyra þjáningarsögur fólks til þess að trúa því hve alvarlegur flóttamannavandinn sé í heiminum. Talið er að ein af hverjum tíu konum sem séu á flótta í heiminum séu barnshafandi eða með ungabarn á brjósti. 28.8.2021 09:00 Bein útsending: 35 ára afmælispartý Bylgjunnar Bylgjan fór fyrst í loftið á þessum degi árið 1986. Í tilefni af afmælinu verður mikið um að vera á Bylgjunni í dag. Hægt verður að hlusta á afmælisdagskrána á Bylgjunni og horfa á útsendinguna í mynd hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi. 28.8.2021 07:30 Halda kúlinu þrátt fyrir vinsældir PartyZone gaf út vikulegan þátt sinn í hádeginu í dag. Þar er kynntur til leiks topplisti fyrir ágúst. 27.8.2021 21:00 „Ég segi bara við allt unga fólkið heima: Let‘s go“ Söngleikurinn Hlið við hlið sem byggður er á þekktustu lögum söngvarans Friðriks Dórs verður frumsýndur í kvöld. Sýningin fer fram í Gamla bíói en Friðrik Dór mun sjá verkið lifna við á sviðinu í fyrsta sinn í kvöld. 27.8.2021 20:00 Hversu vel þekkir þú merkingu tjáknanna? Í nýjasta þættinum af Allskonar kynlíf var meðal annars fjallað um samskipti. Meðal annars töluðu þau Sigga Dögg og Ahd um notkun tjákna (e.emoji) í samskiptum um kynlíf. 27.8.2021 20:00 „Ég lofa miklu smjöri og rjóma“ Fjölmiðlakonan og matgæðingurinn Eva Laufey Kjaran vinnur nú að nýrri bók. Um er að ræða kökubók og verður hún fjórða bók Evu Laufeyjar. 27.8.2021 19:01 Þetta eru einhleypu einstaklingarnir sem fara á stefnumót í Fyrsta blikinu í kvöld 27.8.2021 18:10 Forsetinn með Mottumarsgrímu á afmælisráðstefnunni Afmælisráðstefna Krabbameinsfélagsins fór fram í Háskólanum í Reykjavík í gær undir yfirskriftinni Horfum til framtíðar. 27.8.2021 16:31 Stjörnurnar sem kjósa að nota ekki svitalyktareyði og baða sig sjaldan Hreinlætismál hafa verið mikið í umræðunni í Hollywood síðustu daga. Ósk Gunnarsdóttir fór yfir málið í þætti sínum á FM957. 27.8.2021 15:31 Afmælispartý á Bylgjunni allan laugardaginn í beinni útsendingu og einnig á Vísi Laugardaginn 28. ágúst 1986 fór útvarpsstöðin Bylgjan fyrst í loftið. Í tilefni af afmælinu verður haldið einstakt afmælispartý allan daginn á morgun í beinni útsendingu á Bylgjunni og í mynd hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi. 27.8.2021 14:11 Fannst hann bera ábyrgð á áfengissjúkri móður sinni Ómar Úlfur Eyþórsson ætlaði sér alltaf að verða rokkstjarna en endaði sem útvarpsmaður á X-977. Hann segist glíma við ákveðið „imposter syndrome“ og hefur hann tvisvar sinnum sagt upp starfi sínu vegna þess. 27.8.2021 13:31 Uppistandi Jimmy Carr frestað Uppistandi Jimmy Carr, eins vinsælasta grínista heims, hefur verið frestað vegna áframhaldandi samkomutakmarkana. Sýningin mun fara fram í mars á næsta ári. 27.8.2021 13:18 Innlit í eldhús og garð Óla Egils og Estherar Thaliu Það þarf ekki stóran garð eða svalir til að rækta dýrindis grænmeti eins og salat og kryddjurtir og fleira spennandi. 27.8.2021 12:30 Kim Kardashian birtist óvænt í brúðarkjól Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian kom óvænt fram í brúðarkjól í hlustunarpartýi fyrrverandi eiginmanns síns, Kanye West. Aðdáendur velta nú vöngum yfir því hvaða skilaboð fyrrverandi hjónin sendu með þessum gjörningi. 27.8.2021 10:47 Þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis gátu ekki hætt að hlæja Í Brennslunni á FM957 barst umræðan að broddgöltum og að því tilefni rifjaði Rikki upp óborganlegt atvik sem átti sér stað í beinni útsendingu á Bylgjunni fyrir nokkrum árum. 27.8.2021 10:30 Samson bjargaði Dorrit á ögurstundu Dorrit Moussaief fyrrverandi forsetafrú er í bataferli með spelku heima eftir að hundur hennar Samson felldi hana á göngu í Mosfellssveit í gær. 27.8.2021 10:04 Loji Höskuldsson frumsýnir einstakt samstarf við HAY Myndlistarmaðurinn Loji Höskuldsson frumsýnir einstakt samstarf sitt við danska hönnunarfyrirtæki HAY á hátíðinni CHART sem fer fram í Kaupmannahöfn um helgina. 27.8.2021 09:40 „Partíplata með samviskubiti“ „Oggulítið dóp, eitthvað af kæruleysi, mikið af kynlífi, enn þá meira djamm og heil eilífð af straumum sársauka og hamingju að renna í eitt og sama fljót.“ 27.8.2021 07:00 Börnin sigrast á kvíða og ótta á dýfingapalli í Grafarvogi Fólk á öllum aldri hefur sigrast á kvíða og lofthræðslu á dýfingarpöllum Konna Gotta í Grafarvogi í sumar. Hjá honum gleyma börnin tölvum og símum og hafa aldrei verið eins mikið úti við. 26.8.2021 22:00 Rauðvín og klakar: Steindi og félagar spila inn í nóttina Þátturinn Rauðvín og klakar snýr aftur á Stöð 2 Esport klukkan 21 í kvöld en þar spilar Steinþór Hróar Steinþórsson tölvuleiki með góðum vinum sínum. 26.8.2021 20:32 Ingó Veðurguð verður ekki með í uppsetningu Grease Ingólfur Þórarinsson mun ekki fara með hlutverk Danny Zuko í uppsetningu á söngleiknum Grease. Tónleikasýning á söngleiknum átti að fara fram í haust en hefur verið frestað til næsta árs. Þetta staðfestir Björgvin Þór Rúnarsson, einn framleiðandi tónleikanna, í samtali við Vísi. 26.8.2021 19:24 Stikla úr mynd um Díönu lítur dagsins ljós Fyrsta stiklan fyrir bíómyndina Spencer, kvikmynd sem byggð er á lífi Díönu prinsessu, kom út í dag. Stiklan hefur vakið heilmikla athygli og hafa rúmlega þrjár milljónir manna horft á stikluna á YouTube rás NEON. 26.8.2021 18:49 Þetta gerist þegar einhverfur einstaklingur setur sér tímamarkmið í hlaupi Margir hlauparar safna nú fyrir Einhverfusamtökin í gegnum Hlaupastyrk. Ekkert verður af Reykjavíkurmaraþoninu í ár en hlaupararnir ætla að safna áheitum til 20. september. 26.8.2021 16:30 „Ég held að þetta muni koma fólki á óvart“ „Þetta verða brjálæðislega skemmtilegir þættir með ólíku fólki á öllum aldri í leit að ást og félagsskap,“ segir Ása Ninna Pétursdóttir blaðamaður og þáttastjórnandi Fyrsta bliksins sem fer í loftið á Stöð 2 á föstudag. 26.8.2021 15:30 Íslensk hryllingsmynd frumsýnd á virtri kvikmyndahátíð í Bandaríkjunum Kvikmyndin It Hatched í leikstjórn Elvars Gunnarssonar, verður heimsfrumsýnd á hinni virtu Austin Film Festival í október næstkomandi. 26.8.2021 15:16 Gátu ekki hamið sig þegar þeir skoruðu mark Víkingarnir Adam Ægir og Kristall Máni mæta HK-ingnum Ívari Erni og bassaleikaranum Hálfdáni Árnasyni í FIFA 21 í leikjaþættinum Galið. Þátturinn er gerður af Albumm og kemur út á fimmtudögum hér á Vísi. 26.8.2021 14:31 Hljómsveitin ABBA lofar því að biðin sé á enda Hljómsveitin ABBA opnaði í dag síðuna ABBA Voyage og tilkynnti að biðin er næstum því á enda. 26.8.2021 13:53 Britney Spears er þakklát fyrir kærastann Sönkonan Britney Spears hefur síðustu ár staðið í erfiðri sjálfstæðisbaráttu. Fyrr í þessum mánuði náði hún stórum áfanga, þegar Jamie Spears faðir hennar ákvað að láta loksins af forræði yfir fjármálum hennar. 26.8.2021 12:59 „Marglaga unglingadrama með slikju af Kaliforníusólskini“ Benni Hemm Hemm gefur í dag út lagið Ísskápurinn. Lagið er önnur smáskífan af væntanlegri plötu frá Benna. 26.8.2021 11:15 Bjóða ungu fólki á Rómeó og Júlíu festival Þjóðleikhúsið mun standa fyrir einstakri leikhúshátíð fyrir unga fólkið í tengslum við frumsýningu á Rómeó og Júlíu í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar á Stóra sviðinu þann 4. september. 26.8.2021 10:37 Sjö fengin til að skapa Áramótaskaupið Höfundar Áramótaskaupsins í ár verða þau Vilhelm Neto, Bergur Ebbi, Hugleikur Dagsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Gagga Jónsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir. Reynir Lyngdal mun leikstýra Skaupinu líkt og síðastliðin tvö ár. 26.8.2021 10:07 Stórum áfanga náð á útsýnispallinum á Bolafjalli Það er að koma lokamynd á útsýnispallinn á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík. Pallurinn opnar í haust, aðeins tveimur árum eftir að hugmyndin kom fyrst upp. 26.8.2021 09:29 Höfundur bókanna um Einar Áskel er látinn Sænski rithöfundurinn Gunilla Bergström, sem þekktust er fyrir bækurnar um Einar Áskel, er látin 79 ára að aldri. 26.8.2021 07:56 Heggur við Rauðavatn krýnt Tré ársins Heggur sem stendur við Rauðavatn í gær krýnt Tré ársins. Það er Skógræktarfélag Íslands sem útnefnir Tré ársins, en athöfnin fór fram í fyrstu gróðrarstöðinni í Reykjavík sem stofnendur Skógræktarfélags Reykjavíkur komu upp á landspildu við Rauðavatn. 26.8.2021 07:42 Dynasty-leikari fallinn frá Bandaríski leikarinn Michael Nader, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í sápuóperunni Dynasty, er látinn, 76 ára að aldri. 26.8.2021 07:34 Var nauðgað fjögurra ára: „Hann horfði bara á mig og sagði: Hún byrjaði“ Hin 29 ára gamla Jóhanna Helga átti vægast sagt erfiða æsku sem einkenndist af neyslu móður hennar. Hún var send í fóstur og leiddist út í neyslu þegar hún var átján ára gömul. Jóhanna sagði sögu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. 25.8.2021 23:34 Fann ástina fjórtán ára gömul í fermingarveislu Þau Arna Petra Sverrisdóttir og Tómas Ingi Gunnarsson byrjuðu saman þegar þau voru aðeins fjórtán ára gömul. Arna kom auga á Tómas í fermingarveislu hjá sameiginlegum vin sem varð til þess að hún pókaði hann á Facebook. Í dag eiga þau níu ára samband að baki og hafa upplifað hin ýmsu ævintýri saman. 25.8.2021 20:06 Austfirðingar mun brúnni en Sunnlendingar eftir sumarið Mikil hitabylgja ríður nú yfir Norður- og Austurland en veðurblíðan hefur verið gríðarleg í landshlutunum í allt sumar. 25.8.2021 19:43 Sigurborg Ósk á von á barni Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, á von á barni. Hún greinir frá þessu á Twitter og segir að „lítill laumufarþegi“ hafi fengið að fylgja með til Húsavíkur, þar sem hún býr nú, í vor. 25.8.2021 19:00 Ísold og Una Lind eignuðust stúlku Kvikmyndagerðarkonan Ísold Uggadóttir og sambýliskona hennar Una Lind Hauksdóttir hafa eignast sitt fyrsta barn saman. 25.8.2021 16:30 Mesta áskorunin að fá þekkta einstaklinga til að tala um kynlíf „Við höfum verið að fá frábær viðbrögð við þáttunum. Fólk er að senda okkur að 16 ára unglingar séu að kalla á mömmu og pabba til að horfa á þáttinn saman,“ segir Dögg Mósesdóttir leikstjóri þáttanna Allskonar kynlíf. 25.8.2021 15:30 Sjá næstu 50 fréttir
Barnaleikarinn Matthew Mindler fannst látinn Barnaleikarinn Matthew Mindler fannst látinn á laugardag, nítján ára að aldri. Mindler er þekktastur fyrir að hafa leikið við hlið Paul Rudd, Elizabeth Banks og Zooey Deschanel í gamanmyndinni Our Idiot Brother sem kom út árið 2011. 28.8.2021 23:57
Ferðaðist um Ísland á mótorhjólinu fyrir heimildarmynd um sjaldgæfa sjúkdóma Í vikunni lauk tökum á heimildarmyndinni Einstakt ferðalag. Kvikmyndargerðarkonan Ágústa Fanney Snorradóttir er að vinna að myndinni og hafa tökur staðið yfir í allt sumar. 28.8.2021 19:00
Fékk níu í einkunn fyrir fituvinnsluvél til lífdísilframleiðslu Júlíana Lind Guðlaugsdóttir útskrifaðist úr vél- og orkutæknifræði í Háskólanum í Reykjavík í sumar og gerði lokaverkefni sem hefur áhugaverðan vinkil. Verkefnið fjallar um hönnunarvinnu við fituvinnsluvél Ýmis Technologies sem nýtir sláturúrgang til lífdísilframleiðslu. 28.8.2021 19:00
Þakið ætlaði af Gamla bíói á frumsýningu Hlið við hlið Í gær var söngleikurinn Hlið við hlið frumsýndur í Gamla bíói. Hlið við hlið er söngleikur með lögum þjóðþekkta listamannsins Friðriks Dórs Jónssonar, leikstýrt af Höskuldi Þór Jónssyni. 28.8.2021 15:31
„Þurfum ekki að heyra af nauðgunum, pyndingum eða mansali, við eigum bara að trúa“ Baráttukonurnar Sara og Elínborg eru sammála um það að börn eigi ekki að þurfa koma fram í fréttum og almenningur eigi ekki að þurfa heyra þjáningarsögur fólks til þess að trúa því hve alvarlegur flóttamannavandinn sé í heiminum. Talið er að ein af hverjum tíu konum sem séu á flótta í heiminum séu barnshafandi eða með ungabarn á brjósti. 28.8.2021 09:00
Bein útsending: 35 ára afmælispartý Bylgjunnar Bylgjan fór fyrst í loftið á þessum degi árið 1986. Í tilefni af afmælinu verður mikið um að vera á Bylgjunni í dag. Hægt verður að hlusta á afmælisdagskrána á Bylgjunni og horfa á útsendinguna í mynd hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi. 28.8.2021 07:30
Halda kúlinu þrátt fyrir vinsældir PartyZone gaf út vikulegan þátt sinn í hádeginu í dag. Þar er kynntur til leiks topplisti fyrir ágúst. 27.8.2021 21:00
„Ég segi bara við allt unga fólkið heima: Let‘s go“ Söngleikurinn Hlið við hlið sem byggður er á þekktustu lögum söngvarans Friðriks Dórs verður frumsýndur í kvöld. Sýningin fer fram í Gamla bíói en Friðrik Dór mun sjá verkið lifna við á sviðinu í fyrsta sinn í kvöld. 27.8.2021 20:00
Hversu vel þekkir þú merkingu tjáknanna? Í nýjasta þættinum af Allskonar kynlíf var meðal annars fjallað um samskipti. Meðal annars töluðu þau Sigga Dögg og Ahd um notkun tjákna (e.emoji) í samskiptum um kynlíf. 27.8.2021 20:00
„Ég lofa miklu smjöri og rjóma“ Fjölmiðlakonan og matgæðingurinn Eva Laufey Kjaran vinnur nú að nýrri bók. Um er að ræða kökubók og verður hún fjórða bók Evu Laufeyjar. 27.8.2021 19:01
Forsetinn með Mottumarsgrímu á afmælisráðstefnunni Afmælisráðstefna Krabbameinsfélagsins fór fram í Háskólanum í Reykjavík í gær undir yfirskriftinni Horfum til framtíðar. 27.8.2021 16:31
Stjörnurnar sem kjósa að nota ekki svitalyktareyði og baða sig sjaldan Hreinlætismál hafa verið mikið í umræðunni í Hollywood síðustu daga. Ósk Gunnarsdóttir fór yfir málið í þætti sínum á FM957. 27.8.2021 15:31
Afmælispartý á Bylgjunni allan laugardaginn í beinni útsendingu og einnig á Vísi Laugardaginn 28. ágúst 1986 fór útvarpsstöðin Bylgjan fyrst í loftið. Í tilefni af afmælinu verður haldið einstakt afmælispartý allan daginn á morgun í beinni útsendingu á Bylgjunni og í mynd hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi. 27.8.2021 14:11
Fannst hann bera ábyrgð á áfengissjúkri móður sinni Ómar Úlfur Eyþórsson ætlaði sér alltaf að verða rokkstjarna en endaði sem útvarpsmaður á X-977. Hann segist glíma við ákveðið „imposter syndrome“ og hefur hann tvisvar sinnum sagt upp starfi sínu vegna þess. 27.8.2021 13:31
Uppistandi Jimmy Carr frestað Uppistandi Jimmy Carr, eins vinsælasta grínista heims, hefur verið frestað vegna áframhaldandi samkomutakmarkana. Sýningin mun fara fram í mars á næsta ári. 27.8.2021 13:18
Innlit í eldhús og garð Óla Egils og Estherar Thaliu Það þarf ekki stóran garð eða svalir til að rækta dýrindis grænmeti eins og salat og kryddjurtir og fleira spennandi. 27.8.2021 12:30
Kim Kardashian birtist óvænt í brúðarkjól Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian kom óvænt fram í brúðarkjól í hlustunarpartýi fyrrverandi eiginmanns síns, Kanye West. Aðdáendur velta nú vöngum yfir því hvaða skilaboð fyrrverandi hjónin sendu með þessum gjörningi. 27.8.2021 10:47
Þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis gátu ekki hætt að hlæja Í Brennslunni á FM957 barst umræðan að broddgöltum og að því tilefni rifjaði Rikki upp óborganlegt atvik sem átti sér stað í beinni útsendingu á Bylgjunni fyrir nokkrum árum. 27.8.2021 10:30
Samson bjargaði Dorrit á ögurstundu Dorrit Moussaief fyrrverandi forsetafrú er í bataferli með spelku heima eftir að hundur hennar Samson felldi hana á göngu í Mosfellssveit í gær. 27.8.2021 10:04
Loji Höskuldsson frumsýnir einstakt samstarf við HAY Myndlistarmaðurinn Loji Höskuldsson frumsýnir einstakt samstarf sitt við danska hönnunarfyrirtæki HAY á hátíðinni CHART sem fer fram í Kaupmannahöfn um helgina. 27.8.2021 09:40
„Partíplata með samviskubiti“ „Oggulítið dóp, eitthvað af kæruleysi, mikið af kynlífi, enn þá meira djamm og heil eilífð af straumum sársauka og hamingju að renna í eitt og sama fljót.“ 27.8.2021 07:00
Börnin sigrast á kvíða og ótta á dýfingapalli í Grafarvogi Fólk á öllum aldri hefur sigrast á kvíða og lofthræðslu á dýfingarpöllum Konna Gotta í Grafarvogi í sumar. Hjá honum gleyma börnin tölvum og símum og hafa aldrei verið eins mikið úti við. 26.8.2021 22:00
Rauðvín og klakar: Steindi og félagar spila inn í nóttina Þátturinn Rauðvín og klakar snýr aftur á Stöð 2 Esport klukkan 21 í kvöld en þar spilar Steinþór Hróar Steinþórsson tölvuleiki með góðum vinum sínum. 26.8.2021 20:32
Ingó Veðurguð verður ekki með í uppsetningu Grease Ingólfur Þórarinsson mun ekki fara með hlutverk Danny Zuko í uppsetningu á söngleiknum Grease. Tónleikasýning á söngleiknum átti að fara fram í haust en hefur verið frestað til næsta árs. Þetta staðfestir Björgvin Þór Rúnarsson, einn framleiðandi tónleikanna, í samtali við Vísi. 26.8.2021 19:24
Stikla úr mynd um Díönu lítur dagsins ljós Fyrsta stiklan fyrir bíómyndina Spencer, kvikmynd sem byggð er á lífi Díönu prinsessu, kom út í dag. Stiklan hefur vakið heilmikla athygli og hafa rúmlega þrjár milljónir manna horft á stikluna á YouTube rás NEON. 26.8.2021 18:49
Þetta gerist þegar einhverfur einstaklingur setur sér tímamarkmið í hlaupi Margir hlauparar safna nú fyrir Einhverfusamtökin í gegnum Hlaupastyrk. Ekkert verður af Reykjavíkurmaraþoninu í ár en hlaupararnir ætla að safna áheitum til 20. september. 26.8.2021 16:30
„Ég held að þetta muni koma fólki á óvart“ „Þetta verða brjálæðislega skemmtilegir þættir með ólíku fólki á öllum aldri í leit að ást og félagsskap,“ segir Ása Ninna Pétursdóttir blaðamaður og þáttastjórnandi Fyrsta bliksins sem fer í loftið á Stöð 2 á föstudag. 26.8.2021 15:30
Íslensk hryllingsmynd frumsýnd á virtri kvikmyndahátíð í Bandaríkjunum Kvikmyndin It Hatched í leikstjórn Elvars Gunnarssonar, verður heimsfrumsýnd á hinni virtu Austin Film Festival í október næstkomandi. 26.8.2021 15:16
Gátu ekki hamið sig þegar þeir skoruðu mark Víkingarnir Adam Ægir og Kristall Máni mæta HK-ingnum Ívari Erni og bassaleikaranum Hálfdáni Árnasyni í FIFA 21 í leikjaþættinum Galið. Þátturinn er gerður af Albumm og kemur út á fimmtudögum hér á Vísi. 26.8.2021 14:31
Hljómsveitin ABBA lofar því að biðin sé á enda Hljómsveitin ABBA opnaði í dag síðuna ABBA Voyage og tilkynnti að biðin er næstum því á enda. 26.8.2021 13:53
Britney Spears er þakklát fyrir kærastann Sönkonan Britney Spears hefur síðustu ár staðið í erfiðri sjálfstæðisbaráttu. Fyrr í þessum mánuði náði hún stórum áfanga, þegar Jamie Spears faðir hennar ákvað að láta loksins af forræði yfir fjármálum hennar. 26.8.2021 12:59
„Marglaga unglingadrama með slikju af Kaliforníusólskini“ Benni Hemm Hemm gefur í dag út lagið Ísskápurinn. Lagið er önnur smáskífan af væntanlegri plötu frá Benna. 26.8.2021 11:15
Bjóða ungu fólki á Rómeó og Júlíu festival Þjóðleikhúsið mun standa fyrir einstakri leikhúshátíð fyrir unga fólkið í tengslum við frumsýningu á Rómeó og Júlíu í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar á Stóra sviðinu þann 4. september. 26.8.2021 10:37
Sjö fengin til að skapa Áramótaskaupið Höfundar Áramótaskaupsins í ár verða þau Vilhelm Neto, Bergur Ebbi, Hugleikur Dagsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Gagga Jónsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir. Reynir Lyngdal mun leikstýra Skaupinu líkt og síðastliðin tvö ár. 26.8.2021 10:07
Stórum áfanga náð á útsýnispallinum á Bolafjalli Það er að koma lokamynd á útsýnispallinn á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík. Pallurinn opnar í haust, aðeins tveimur árum eftir að hugmyndin kom fyrst upp. 26.8.2021 09:29
Höfundur bókanna um Einar Áskel er látinn Sænski rithöfundurinn Gunilla Bergström, sem þekktust er fyrir bækurnar um Einar Áskel, er látin 79 ára að aldri. 26.8.2021 07:56
Heggur við Rauðavatn krýnt Tré ársins Heggur sem stendur við Rauðavatn í gær krýnt Tré ársins. Það er Skógræktarfélag Íslands sem útnefnir Tré ársins, en athöfnin fór fram í fyrstu gróðrarstöðinni í Reykjavík sem stofnendur Skógræktarfélags Reykjavíkur komu upp á landspildu við Rauðavatn. 26.8.2021 07:42
Dynasty-leikari fallinn frá Bandaríski leikarinn Michael Nader, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í sápuóperunni Dynasty, er látinn, 76 ára að aldri. 26.8.2021 07:34
Var nauðgað fjögurra ára: „Hann horfði bara á mig og sagði: Hún byrjaði“ Hin 29 ára gamla Jóhanna Helga átti vægast sagt erfiða æsku sem einkenndist af neyslu móður hennar. Hún var send í fóstur og leiddist út í neyslu þegar hún var átján ára gömul. Jóhanna sagði sögu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. 25.8.2021 23:34
Fann ástina fjórtán ára gömul í fermingarveislu Þau Arna Petra Sverrisdóttir og Tómas Ingi Gunnarsson byrjuðu saman þegar þau voru aðeins fjórtán ára gömul. Arna kom auga á Tómas í fermingarveislu hjá sameiginlegum vin sem varð til þess að hún pókaði hann á Facebook. Í dag eiga þau níu ára samband að baki og hafa upplifað hin ýmsu ævintýri saman. 25.8.2021 20:06
Austfirðingar mun brúnni en Sunnlendingar eftir sumarið Mikil hitabylgja ríður nú yfir Norður- og Austurland en veðurblíðan hefur verið gríðarleg í landshlutunum í allt sumar. 25.8.2021 19:43
Sigurborg Ósk á von á barni Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, á von á barni. Hún greinir frá þessu á Twitter og segir að „lítill laumufarþegi“ hafi fengið að fylgja með til Húsavíkur, þar sem hún býr nú, í vor. 25.8.2021 19:00
Ísold og Una Lind eignuðust stúlku Kvikmyndagerðarkonan Ísold Uggadóttir og sambýliskona hennar Una Lind Hauksdóttir hafa eignast sitt fyrsta barn saman. 25.8.2021 16:30
Mesta áskorunin að fá þekkta einstaklinga til að tala um kynlíf „Við höfum verið að fá frábær viðbrögð við þáttunum. Fólk er að senda okkur að 16 ára unglingar séu að kalla á mömmu og pabba til að horfa á þáttinn saman,“ segir Dögg Mósesdóttir leikstjóri þáttanna Allskonar kynlíf. 25.8.2021 15:30