Fleiri fréttir

Barnaleikarinn Matthew Mindler fannst látinn

Barnaleikarinn Matthew Mindler fannst látinn á laugardag, nítján ára að aldri. Mindler er þekktastur fyrir að hafa leikið við hlið Paul Rudd, Elizabeth Banks og Zooey Deschanel í gamanmyndinni Our Idiot Brother sem kom út árið 2011.

Fékk níu í einkunn fyrir fituvinnsluvél til lífdísilframleiðslu

Júlíana Lind Guðlaugsdóttir útskrifaðist úr vél- og orkutæknifræði í Háskólanum í Reykjavík í sumar og gerði lokaverkefni sem hefur áhugaverðan vinkil. Verkefnið fjallar um hönnunarvinnu við fituvinnsluvél Ýmis Technologies sem nýtir sláturúrgang til lífdísilframleiðslu.

„Þurfum ekki að heyra af nauðgunum, pyndingum eða mansali, við eigum bara að trúa“

Baráttukonurnar Sara og Elínborg eru sammála um það að börn eigi ekki að þurfa koma fram í fréttum og almenningur eigi ekki að þurfa heyra þjáningarsögur fólks til þess að trúa því hve alvarlegur flóttamannavandinn sé í heiminum. Talið er að ein af hverjum tíu konum sem séu á flótta í heiminum séu barnshafandi eða með ungabarn á brjósti.

Bein útsending: 35 ára afmælispartý Bylgjunnar

Bylgjan fór fyrst í loftið á þessum degi árið 1986. Í tilefni af afmælinu verður mikið um að vera á Bylgjunni í dag. Hægt verður að hlusta á afmælisdagskrána á Bylgjunni og horfa á útsendinguna í mynd hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi.

„Ég segi bara við allt unga fólkið heima: Let‘s go“

Söngleikurinn Hlið við hlið sem byggður er á þekktustu lögum söngvarans Friðriks Dórs verður frumsýndur í kvöld. Sýningin fer fram í Gamla bíói en Friðrik Dór mun sjá verkið lifna við á sviðinu í fyrsta sinn í kvöld.

Hversu vel þekkir þú merkingu tjáknanna?

Í nýjasta þættinum af Allskonar kynlíf var meðal annars fjallað um samskipti. Meðal annars töluðu þau Sigga Dögg og Ahd um notkun tjákna (e.emoji) í samskiptum um kynlíf. 

„Ég lofa miklu smjöri og rjóma“

Fjölmiðlakonan og matgæðingurinn Eva Laufey Kjaran vinnur nú að nýrri bók. Um er að ræða kökubók og verður hún fjórða bók Evu Laufeyjar. 

Uppi­standi Jimmy Carr frestað

Uppistandi Jimmy Carr, eins vinsælasta grínista heims, hefur verið frestað vegna áframhaldandi samkomutakmarkana. Sýningin mun fara fram í mars á næsta ári.

Kim Kardashian birtist óvænt í brúðarkjól

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian kom óvænt fram í brúðarkjól í hlustunarpartýi fyrrverandi eiginmanns síns, Kanye West. Aðdáendur velta nú vöngum yfir því hvaða skilaboð fyrrverandi hjónin sendu með þessum gjörningi.

Samson bjargaði Dorrit á ögurstundu

Dorrit Moussaief fyrrverandi forsetafrú er í bataferli með spelku heima eftir að hundur hennar Samson felldi hana á göngu í Mosfellssveit í gær.

„Partíplata með sam­visku­biti“

„Oggulítið dóp, eitthvað af kæruleysi, mikið af kynlífi, enn þá meira djamm og heil eilífð af straumum sársauka og hamingju að renna í eitt og sama fljót.“

Ingó Veður­guð verður ekki með í upp­setningu Grea­se

Ingólfur Þórarinsson mun ekki fara með hlutverk Danny Zuko í uppsetningu á söngleiknum Grease. Tónleikasýning á söngleiknum átti að fara fram í haust en hefur verið frestað til næsta árs. Þetta staðfestir Björgvin Þór Rúnarsson, einn framleiðandi tónleikanna, í samtali við Vísi. 

Stikla úr mynd um Díönu lítur dagsins ljós

Fyrsta stiklan fyrir bíómyndina Spencer, kvikmynd sem byggð er á lífi Díönu prinsessu, kom út í dag. Stiklan hefur vakið heilmikla athygli og hafa rúmlega þrjár milljónir manna horft á stikluna á YouTube rás NEON.

„Ég held að þetta muni koma fólki á óvart“

„Þetta verða brjálæðislega skemmtilegir þættir með ólíku fólki á öllum aldri í leit að ást og félagsskap,“ segir Ása Ninna Pétursdóttir blaðamaður og þáttastjórnandi Fyrsta bliksins sem fer í loftið á Stöð 2 á föstudag.

Gátu ekki hamið sig þegar þeir skoruðu mark

Víkingarnir Adam Ægir og Kristall Máni mæta HK-ingnum Ívari Erni og bassaleikaranum Hálfdáni Árnasyni í FIFA 21 í leikjaþættinum Galið. Þátturinn er gerður af Albumm og kemur út á fimmtudögum hér á Vísi.

Britney Spears er þakklát fyrir kærastann

Sönkonan Britney Spears hefur síðustu ár staðið í erfiðri sjálfstæðisbaráttu. Fyrr í þessum mánuði náði hún stórum áfanga, þegar Jamie Spears faðir hennar ákvað að láta loksins af forræði yfir fjármálum hennar.

Bjóða ungu fólki á Rómeó og Júlíu festival

Þjóðleikhúsið mun standa fyrir einstakri leikhúshátíð fyrir unga fólkið í tengslum við frumsýningu á Rómeó og Júlíu í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar á Stóra sviðinu þann 4. september.

Sjö fengin til að skapa Ára­móta­skaupið

Höfundar Áramótaskaupsins í ár verða þau Vilhelm Neto, Bergur Ebbi, Hugleikur Dagsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Gagga Jónsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir. Reynir Lyngdal mun leikstýra Skaupinu líkt og síðastliðin tvö ár.

Heggur við Rauða­vatn krýnt Tré ársins

Heggur sem stendur við Rauðavatn í gær krýnt Tré ársins. Það er Skógræktarfélag Íslands sem útnefnir Tré ársins, en athöfnin fór fram í fyrstu gróðrarstöðinni í Reykjavík sem stofnendur Skógræktarfélags Reykjavíkur komu upp á landspildu við Rauðavatn.

Dynasty-leikari fallinn frá

Bandaríski leikarinn Michael Nader, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í sápuóperunni Dynasty, er látinn, 76 ára að aldri.

Fann ástina fjór­tán ára gömul í fermingar­veislu

Þau Arna Petra Sverrisdóttir og Tómas Ingi Gunnarsson byrjuðu saman þegar þau voru aðeins fjórtán ára gömul. Arna kom auga á Tómas í fermingarveislu hjá sameiginlegum vin sem varð til þess að hún pókaði hann á Facebook. Í dag eiga þau níu ára samband að baki og hafa upplifað hin ýmsu ævintýri saman.

Sigur­borg Ósk á von á barni

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, á von á barni. Hún greinir frá þessu á Twitter og segir að „lítill laumufarþegi“ hafi fengið að fylgja með til Húsavíkur, þar sem hún býr nú, í vor.

Sjá næstu 50 fréttir