Tíska og hönnun

Loji Höskuldsson frumsýnir einstakt samstarf við HAY

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Logi Höskuldsson, betur þekktur sem listamaðurinn Loji, á sýningu sinni á HönnunarMars í ár.
Logi Höskuldsson, betur þekktur sem listamaðurinn Loji, á sýningu sinni á HönnunarMars í ár. Vísir/Vilhelm

Myndlistarmaðurinn Loji Höskuldsson frumsýnir einstakt samstarf sitt við danska hönnunarfyrirtæki HAY á hátíðinni CHART sem fer fram í Kaupmannahöfn um helgina.

Um er að ræða sérstakt verkefni undir yfirskriftinni The aftermath of a garden party, samkvæmt fréttatilkynningu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs.  List Loja, handsaumur, er í aðalhlutverki á tíu metra löngum HAY Mags sófa. Sófinn þjónar sem svið fyrir samtöl, umræður og áritanir yfir hátíðina.

Myndir af verkefninu má sjá í Instagramfærslu HAY hér fyrir neðan. Þar má sjá meðal annars sjá bláan Ópal sem flestir Íslendingar kannast við.

„Loji hefur vakið athygli fyrir einstök útsaumsverk með vísun í hversdagslega hluti en hann tók þátt á HönnunarMars núna í vor með sýningu og útgáfuhóf bókarinnar Ástarbréf til Sigvalda ásamt leiðsögnum um frægustu verk arkitektarins Sigvalda Thordarson sem vöktu lukku á hátíðinni,“ segir í tilkynningunni. 

Danska hönnunarhúsið HAY er vel þekkt út um allan heim fyrir hönnun sína en fyrirtækið var stofnað af Rolf og Mette Hay árið 2002. Fyrir þá sem eru staddir í Kaupmannahöfn er opnunarteiti í dag þar sem hægt verður að berja sófann augum, sem og alla helgina.


Tengdar fréttir

Kynnir Íslendinga fyrir húsum Sigvalda með bók og sýningu

„Ég er að gefa út bók um þar sem ég tek saman mín uppáhalds verk eftir arkitektinn Sigvalda Thordarson, þetta er svona nokkurs konar ástarbréf en bókin heitir einmitt Ástarbréf til Sigvalda,“ segir Logi Höskuldsson, betur þektur sem Loji.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×