Bíó og sjónvarp

Stikla úr mynd um Díönu lítur dagsins ljós

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hér má sjá leikkonuna Kristen Stewart í hlutverki Díönu í nýju stiklunni.
Hér má sjá leikkonuna Kristen Stewart í hlutverki Díönu í nýju stiklunni. Skjáskot

Fyrsta stiklan fyrir bíómyndina Spencer, kvikmynd sem byggð er á lífi Díönu prinsessu, kom út í dag. Stiklan hefur vakið heilmikla athygli og hafa rúmlega þrjár milljónir manna horft á stikluna á YouTube rás NEON.

Leikkonan Kristen Stewart fer með hlutverk Díönu í kvikmyndinni og Jack Farthing fer með hlutverk Karls Bretaprins.

Myndin fjallar um jólaboð konungsfjölskyldunnar í Sandringham kastalanum í Norfolk í Englandi, boðið þar sem talið er að Díana hafi ákveðið að skilja við Karl.

Myndin verður frumsýnd þann 5. nóvember næstkomandi í Bretlandi og verður líklega komin í kvikmyndahús hér á landi um miðjan nóvembermánuð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.