Fleiri fréttir

Sigurður Guðmundsson gefur út Kappróður

Tónlistarmaðurinn Sigurður Guðmundsson gefur út lagið Kappróður sem er fyrsta smáskífan af samnefndri sólóplötu hans sem kemur út í byrjun sumars á vegum Record Records.  

Með tárin í augunum á Húsavík

Segja má að Íslendingar hafi hringt inn Óskarsverðlaunin í ár þegar upphitun hátíðarinnar hófst með myndbandi frá Húsavík, þar sem sænska söngkonan Molly Sandén söng lag sitt Husavik - My Hometown með bakröddum úr heimabyggð, stúlknakórnum úr fimmta bekk í Borgarhólsskóla.

Hönnuðu töskur úr gömlum 66°Norður sjófatnaði

Fimm stúlkur úr Verzlunarskóla Íslands hönnuðu töskur úr notuðum og gömlum 66°Norður sjófatnaði. Um var að ræða skólaverkefni en útkoman heppnaðist svo vel að töskurnar verða í sölu í verslunum 66°Norður.

Geimævintýri byggt upp af leikþáttum

Barnaplatan Út í geim og aftur heim eftir Alexander Frey Olgeirsson er nú komin út. Platan er geimævintýri sem er byggt upp af leikþáttum og ellefu glænýjum barnalögum.

On­lyFans ekki „easy mon­ey heldur vinna“

Undanfarið hefur mikið verið rætt um vefsíðuna Onlyfans.com hér á landi, en nokkrir ungir Íslendingar hafa stigið fram opinberlega og greint frá hvernig þeir hafi þénað milljónir á því að selja áskrifendum sínum erótískt eða jafnvel klámfengð heimatilbúið myndefni.

Mánudagsstreymið: Opin hús í Verdansk

Strákarnir í GameTíví setja stefnuna á Verdansk í Call of Duty: Warzone í kvöld. Þar munu þeir skoða nýja kortið hátt og lágt og finna breytingar sem hafa verið gerðar.

Barði gerir tónlist fyrir nýja hryllingsmynd

Barði Jóhannsson, oft kenndur við Bang Gang, gaf í síðustu viku út tónlist við kvikmyndina Agony. Barði hefur samið og lagt til tónlist í yfir þrjátíu kvikmyndir, leikhúsverk og sjónvarpsþætti en í tónlistinni við Agony læðist hann um stræti trylla og hryllings.

Nobody: Hæst bylur í tómri tunnu

Í kvikmyndinni Nobody leikur Bob Odenkirk hinn frústreraða Hutch Mansell sem umturnast eftir að brotist er inn í húsið hans. Allir (karlmennirnir) í kringum hann sýna honum vanþóknun og eru á því að hann hefði átt að lúskra á innbrotsþjófunum þegar færi gafst. Þetta leggst á sálina á greyinu Hutch, sem verður til þess að litli óöryggi karlinn inni í honum verður að fá útrás. Og hver er sú útrás? Jú, að berja og drepa sem flesta.

Daði og Árný eiga von á öðru barni

Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir, kona hans, eiga von á sínu öðru barn. Frá þessu greinir Daði á Instagram og segir.

Stjörnurnar sem skinu skærast á rauða dreglinum

Óskarsverðlaunin voru afhent í 93. skipti í gær. Það voru margar stjörnur sem vöktu mikla athygli á rauða dreglinum og fengum við Ingunni Sig og Heiði Ósk okkar í HI beauty til þess að taka saman það sem stóð upp úr að þeirra mati.

Áhrifarík meðferð við naglasvepp

Nailner vörurnar bæði meðhöndla og fyrirbyggja naglasvepp. Sýnt hefur verið fram á virkni varanna með viðurkenndum klínískum rannsóknum.

Óperu­söng­konan Christa Ludwig fallin frá

Þýska óperusöngkonan Christa Ludwig er látin, 93 ára að aldri. Ludwig, sem var ein fremsta messósópran heims, lést á heimili sínu nærri austurrísku höfuðborginni Vín á laugardag.

Nomadland valin best á Óskars­verð­launum

Kvikmyndin Nomadland fékk flestar styttur á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í nótt, eða þrjár talsins. Hún var valin besta myndin, Frances McDormand hreppti hnossið sem besta leikkona í aðalhlutverki og Chloé Zhao var valin besti leikstjórinn.

Stoltir Húsvíkingar sáu á eftir Óskarsverðlaunum

Húsvíkingar geta gengið sáttir frá borði þótt lagið Husavik úr Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga hafi ekki unnið verðlaun fyrir besta lagið á Óskarsverðlaunahátíðinni í kvöld. Lagið Fight for you úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah hlaut verðlaunin.

Vaktin: Heimurinn horfði á stúlknakór við Húsavíkurhöfn

Íslendingar hringdu inn Óskarsverðlaunin í ár þegar upphitun hátíðarinnar hófst með myndbandi frá Húsavík, þar sem sænska söngkonan Molly Sanden söng lag sitt Husavik - My Home Town með bakröddum úr heimabyggð, nefnilega stúlknakórnum úr fimmta bekk í Borgarhólsskóla.

Flóni og Villi Vill hamast í Siglfirsku Ölpunum

Rapparinn Flóni, Friðrik Róbertsson, og stjörnulögfræðingurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hafa notið lífsins í Siglfirsku Ölpunum um helgina, þar sem þeim er skutlað upp á fjall með þyrlu til þess eins að skíða aftur niður. 

Rudy Giuli­ani versti auka­leikari þessa árs

Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og lögmaður Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hlaut tvenn verðlaun á kvikmyndahátíðinni Hindberinu (e. Raspberry Awards). Hlaut hann þar verðlaun fyrir versta aukahlutverkið og versta samleikinn á síðasta ári.

Ís­lands­mótið í skák: Bölvun g-strengsins varð Birni að falli

Ekki þraukaði maður lengi taplaus á Íslandsmótinu í skák því annarri umferð tapaði ég fyrir stórmeistaranum Hannesi Hlífari. Við höfum marga hildi háð í gegnum tíðina sem enda yfirleitt með því að ég brýni öxi, held stuttan fyrirlestur um hvar þykkur háls bjarndýra er veikastur fyrir og leggst svo brosandi á höggstokkinn.

Tuttugu ár frá svanakjól Bjarkar á Óskarnum

Tuttugu ár eru síðan Ísland var senuþjófur á Óskarsverðlaunahátíðinni. Í Los Angeles þann 25. mars árið 2001 átti okkar eigin Björk Guðmundsdóttir ógleymanlegt augnablik.

Natan Dagur á­fram í næstu um­ferð eftir stór­brotinn flutning á lagi Ri­hönnu

Natan Dagur Benediktsson er kominn áfram í sextán manna úrslit í norsku útgáfunni af sjónvarpsþáttunum Voice. Natan Dagur flutti lagið Stay með Rihönnu með glæsibrag í 32 manna úrslitunum sem fram fóru í gær en þetta var í þriðja sinn sem Natan Dagur steig á svið í þáttunum en flutning hans má sjá í spilaranum hér að neðan.

Daði bruggar sinn eigin bjór

Daði og Gagnamagnið undirbúa nú útgáfu á sérstökum bjór í tengslum við þátttöku þeirra í Eurovision. Bjórinn er þróaður og bruggaður í samstarfi við Borg Brugghús og væntanlegur í Vínbúðir um mánaðamótin.

Sjá næstu 50 fréttir