Fleiri fréttir

Ég hataði sjálfa mig

Söngkonan og fyrrum X Factor dómari Nicole Scherzinger hefur stigið fram og viðurkennt að hún faldi stórt vandamál, lotugræðgi eða búlimíu sem er átröskunarsjúkdómur sem einkennist af gífurlegu ofáti í lotum, yfirleitt á mjög kaloríuríkum mat sem síðan er þvingaður út úr líkamanum aftur, ýmist með uppköstum eða notkun laxerandi lyfja. Nicole sagðist hafa verið verst þegar hún skemmti með stúlknasveitinni Pussycat Dolls...

Ólétt ofurfyrirsæta

Ofurfyrirsætan Gisele Bundchen sást útrétta í vikunni en hún á von á sínu öðru barni á næstunni með unnusta sínum og fótboltamanninum Tom Brady. Sást glitta í stækkandi maga fyrirsætunnar sem ber óléttuna vel! Stutt er á milli barna en fyrir á hún tveggja ára gamlan son með fótboltamanninum.

Hanna Birna heimsótt í Fossvoginn

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi býr ásamt eiginmanni sínum og tveimur dætrum í fallegu raðhúsi í Fossvogi. Heimilið er stílhreint og fallegt en Hanna segir húsið vera til að nota það og stressar sig ekkert þótt yngri dóttirin spili fótbolta innan dyra eins og hún á það til að gera. Annað kvöld, á Stöð 2 strax á eftir kvöldfréttum heimsækir Sindri Sindrason Hönnu Birnu og fjölskylduna. Ekki láta þáttinn fram hjá þér fara!

Trúðleikur heldur áfram

Nokkrum aukasýningum á gamanleiknum Trúðleik eftir Hallgrím H. Helgason hefur verið bætt við.

Sveiflast milli léttleika og dramatíkur

It is not a metaphor og Hel haldi sínu nefnast verkin tvö sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld á Stóra sviði Borgarleikhússins. Seinna verkið sækir efnivið í norræna goðafræði og hið fyrra er samið við tónlist Johns Cage í tilefni af 100 ára afmæli hans. Höfundar verkanna eru Cameron Corbett og Jérome Delbey.

Koma út í sjöunda sinn

Bækurnar, Bróðir minn Ljónshjarta og Ronja ræningjadóttir, hafa nú verið endurútgefnar.

Ástfanginn upp fyrir haus

Það leikur enginn vafi á því að 51 árs sjarmatröllið George Clooney sér ekki sólina fyrir kærustunni sinni, Stacy Keibler, 32 ára. Ef myndirnar eru skoðaðar er greinilegt að leikarinn getur ekki sleppt stúlkunni sem var stórglæsileg, reyndar klædd í mjög efnislítinn kjól en það er önnur saga, þar sem hún stillti sér upp með honum á rauða dreglinum á frumsýningu kvikmyndarinnar Argo í Beverly Hills í gær.

Eru Twiggy augnhár það nýjasta?

Glee leikkonan Dianna Agron vakti verðskuldaða athygli á Miu Miu vor og sumar tískusýningunni á dögunum enda var hún eins og klippt út úr sjöunda áratugnum. Leikkonan klæddist fagurbláum kjól og var förðuð í anda Twiggy en stór og mikil augnhár hafa verið mjög áberandi undanfarið og verða það áfram í vetur. Spurning hvort Twiggy stíllinn málið!

Tískan að hausti …

Haustið er komið í allri sinni dásamlegu dýrð og dulúð. Að því tilefni fékk Lífið fagfólk með meiru til að setja saman það heitasta í tísku, hári og förðun.

Greinilega nóg að gera hjá Gunnu Dís

Fjölmiðlakonan Gunna Dís hefur nóg að gera þegar kemur að starfinu og fjölskyldunni. Lífið forvitnaðist hvernig ósköp venjulegur dagur er hjá henni...

Ógleymanlegir tónleikar

Damo Suzuki og hljómsveit fluttu tónlist við kvikmyndina Metropolis í Gamla bíói á RIFF-hátíðinni.

Fimmtíu ára afmæli Bond

Í dag eru fimmtíu ár liðin síðan fyrsta myndin um njósnarann James Bond, Dr. No, var frumsýnd.

Kátir frumsýningargestir

Leikararnir Guðjón Davíð Karlsson og Nína Dögg Filippusdóttir fara með aðalhlutverkin í leikverkinu Á sama tíma að ári sem frumsýnt var síðustu helgi í Borgarleikhúsinu. Verkið lagðist þetta líka svona vel í gesti sem mættu prúðbúnir á frumsýninguna síðustu helgi...

Heimsækir Ísland

Heimsækir Ísland Fyrirsætan Daria Werbowy er stödd á Íslandi um þessar mundir.

Idol-stjarna eignast stelpu

Idol-stjarnan Carly Smithson eignaðist sitt fyrsta barn með eiginmanni sínum Todd í lok septembermánaðar. Parið fékk stúlku sem þau hafa nefnt Oliviu Mabel Smithson.

Ekkja Patrick Swayze deitar á ný

Lisa Niemi, sem var gift leikaranum Patrick Swayze heitnum í 34 ár, er byrjuð að deita á ný. Sá heppni er skartgripahönnuðurinn Albert DePrisco en þau hittust í afmæli Lisu.

Chris Brown hættur með píunni

Tónlistarmaðurinn Chris Brown er hættur með kærustu sinni Karrueche Tran. Ástæðan? Jú, vinskapur Chris við fyrrverandi kærustu sína Rihönnu sem hann gekk í skrokk á hér um árið.

Gyðja með gleraugu

Mad Men-leikkonan Christina Hendricks sýndi á sér nýja hlið á viðburði á vegum Specsavers í Sydney í Ástralíu á dögunum.

Voru skíthræddir um að bardaginn yrði blásinn af

"Ég var að drepast úr stressi yfir að ég væri búinn að eyðileggja allt fyrir Gunna," segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður bardagaklúbbsins Mjölnis. "Þetta er samt svo fyndið því hann hefur aldrei áður fengið skurð í andlitið."

Steldu götustílnum

Það er komin helgi og eflaust margir sem ætla að kíkja aðeins í búðir og skoða hausttískuna. Í meðfylgjandi myndasafni má fá smá innblástur af flottum fatnaði fyrir helgina eða bara haustið eins og það leggur sig en myndirnar eru meðal annars teknar á götum New York.

Hlustaðu á nýja Bond lagið

Meðfylgjandi má heyra titillag nýjustu kvikmyndarinnar um spæjarann James Bond í flutningi bresku söngkonunnar Adele en hún er einn vinsælasti tónlistarmaður veraldar svo vægt sé til orða tekið. Adele viðurkennir þó að hafa verið efins um að taka að sér verkefnið enda fylgir því mikil ábyrgð. Kvikmyndin heitir Skyfall og verður þetta í þriðja sinn sem leikarinn Daniel Craig bregður sér í hlutverk Bond.

Helgarmatur meistaranna: Djúsí heilsusalat

Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að það er mánuður meistaranna og af því tilefni leitaði Lífið til Salóme Guðmundsdóttur, sem hefur tileinkað sér almennt mjög hollan og heilbrigðan lífsstíl, og bað hana að deila einni uppáhaldsuppskriftinni sinni með okkur fyrir helgina.

Ég gifti mig of ung

Ástralska stórleikkonan Nicole Kidman prýðir forsíðu nýjasta heftis tímaritsins Who. Hún tjáir sig meðal annars um hjónaband sitt við leikarann Tom Cruise og skilnað Toms við Katie Holmes.

Kim ætlar að léttast um níu kíló

Kim Kardashian er byrjuð í heilsuátaki en hún hefur þyngst um sjö til níu kíló síðan hún byrjaði með tónlistarmanninum Kanye West. Þetta segir hún í viðtali við tímaritið Life & Style.

Nafn barnsins verður mjög óvenjulegt

Glamúrfyrirsætan Holly Madison staðfesti það að hún væri ólétt í síðasta mánuði. Hún veit kynið en ætlar ekki að opinbera það. Hún er meira að segja búin að spá mikið í barnanöfnum.

Alveg með'etta í París

Leikkonurnar Emma Stone, Dianna Agron, Amanda Seyfried og Chloe Sevigny stálu senunni þegar Miu Miu kynnti vor- og sumarlínuna á tískuvikunni í París í gær.

Óþekkjanleg Eva Mendes

Það hefðu fáir þekkt suðrænu þokkadísina Evu Mendes á setti nýjustu myndar hennar Clear History á dögunum. Eva skipti út hátískukjólum fyrir kósífatnað og hafnaboltahúfu.

Hef alltaf reynt að vanda mig

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem valin var besta fjölmiðlakona landsins á dögunum af álitsgjöfum DV prýðir forsíðu Lífsins á morgun, föstudag. "Ég verð að viðurkenna að mér þótti mjög vænt um það. Ekki að svona lagað breyti neinu til eða frá, en það er góð tilhugsun að maður þyki ekki ómögulegur.“

Með regnhlíf í stíl við varalitinn

Leikkonan Emma Stone var stórglæsileg þegar hún mætti á vor og sumar tískusýningu Miu Miu í París í vikunni. Stone var mjög klassísk til fara en kryddaði hressilega upp á útlitið með kynþokkafullum krullum og rauðum varalit. Athygli vakt að regnhlíf leikkonunnar var í stíl við varalitinn

Greiddu þér eins og súpermódel

New York, London, Mílanó, París - hér má sjá fimmtán frábærar hugmyndir af einföldum en flottum greiðslum beint af tískupöllunum víðs vegar um heim. Þrátt fyrir að tískuvikurnar undanfarið hafi snúist um vor og sumartísku næsta árs er alltaf gaman að tileinka sér eitthvað nýtt af pöllunum. Mikill þokki hefur verið í hárgreiðslunum og margar þeirra eru auðveldar í framkvæmd. Láttu reyna á það...

Fær ekki frið

Leikkonan Jessica Alba var mynduð í New York þegar hún yfirgaf leigubíl. Þá var leikkonan í miðju samtali eins og sjá má á myndunum. "Ég er ekki hrifin af of mikilli athygli," lét leikkonan hafa eftir sér. Takið eftir leðurjakkanum við fallega munstrað pilsið og hælaskóna.

Leyfi mér að djóka aðeins með hommaskap

„Ég lít ekki á samkynhneigða sem hóp sem þarf að vorkenna og þess vegna leyfi ég mér að djóka aðeins með hommaskap...það er greinilegt að skammdegið er strax farið að fara illa í mannskapinn. Þurfum við ekki að létta aðeins stemmninguna á þessum klaka?" skrifar Sölvi Tryggvason...

Fyrstu myndirnar eftir brúðkaupið

Leikkonan Anne Hathaway, 29 ára, og eiginmaður hennar Adam Shulman voru mynduð á LAX flugvellinum í Los Angeles í gærdag...

Fáklædd yfir fertugu

Leikkonan Salma Hayek, 46 ára, prýðir forsíðu tímaritsnis Bazaar. Hún er ögrandi á myndunum og frekar léttklædd en það er svo sem ekkert nýtt að Hollywoodstjörnur sitji fyrir á síðum glanstímarita fáklæddar...

Drama lama ding dong í Hollywood

Nicole Kidman, 45 ára, hefur stigið fram til að slökkva á kjaftasögunni um að hún hafi sótt eftir að leiðbeina leikkonunni Katie Holmes, 33 ára, í skilnaðardeilu hennar við Tom Crusie...

Sjá næstu 50 fréttir