Lífið

Kim ætlar að léttast um níu kíló

MYND / COVER MEDIA
Kim Kardashian er byrjuð í heilsuátaki en hún hefur þyngst um sjö til níu kíló síðan hún byrjaði með tónlistarmanninum Kanye West. Þetta segir hún í viðtali við tímaritið Life & Style.

"Ég er að vonast til að léttast aðeins og ég er ekki hrædd við að viðurkenna það. Ég held að allir rokki upp og niður á því stigi ástarsambandsins þar sem maður elskar að fara út að borða en nú þarf ég að taka mig á aftur," segir Kim.

Kim og Kanye fara mikið út að borða en nú hefur Kim gripið í taumana og er byrjuð að taka fæðubótaefnið QuickTrim til að auðvelda þyngdartapið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.