Lífið

Nafn barnsins verður mjög óvenjulegt

MYND / COVER MEDIA
Glamúrfyrirsætan Holly Madison staðfesti það að hún væri ólétt í síðasta mánuði. Hún veit kynið en ætlar ekki að opinbera það. Hún er meira að segja búin að spá mikið í barnanöfnum.

"Ég er svo spennt að skreyta barnaherbergið og ég er byrjuð að kaupa nokkra hluti," segir Holly en þetta verður fyrsta barn hennar og kærasta hennar Pasquale Rotella.

"Ég vil ekki segja hvaða nöfnum við höfum velt fyrir okkur en ég get sagt að þau eru mjög óvenjuleg. Ég er ekki fyrir venjuleg nöfn. Ef ég hef heyrt það oftar en einu sinni strika ég það út af listanum," segir Holly. Spennandi!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.