Lífið

Chris Brown hættur með píunni

MYNDIR / COVER MEDIA
Tónlistarmaðurinn Chris Brown er hættur með kærustu sinni Karrueche Tran. Ástæðan? Jú, vinskapur Chris við fyrrverandi kærustu sína Rihönnu sem hann gekk í skrokk á hér um árið.

"Ég hef ákveðið að vera einhleypur og einbeita mér að ferli mínum. Ég elska Karrueche mjög mikið og ég vil ekki að vinskapur minn við Rihönnu særi hana. Ég vil frekar vera einhleypur svo við getum bæði verið hamingjusöm," segir þessi 23ja ára tónlistarmaður í yfirlýsingu.

Chris hefur sést mikið með Rihönnu í vikunni, nú síðast á tónleikum Jay-Z í Brooklyn. Það hefur ýtt undir sögusagnir um að þau séu byrjuð aftur saman en hvorugt þeirra hefur viljað gangast við því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.