Lífið

Ég hataði sjálfa mig

Nicole hefur stigið fram og ræðir hræðilegan sjúkdóm sem hún tókst á við.
Nicole hefur stigið fram og ræðir hræðilegan sjúkdóm sem hún tókst á við. mynd/cover media
Söngkonan og fyrrum X Factor dómari Nicole Scherzinger hefur stigið fram og viðurkennt að hún faldi stórt vandamál, lotugræðgi eða búlimíu sem er átröskunarsjúkdómur*, fyrir sínum nánustu. Nicole var mjög veik þegar hún skemmti með stúlknasveitinni Pussycat Dolls.

"Ég hataði sjálfa mig. Ég fékk ógeð á sjálfri mér og skammaðist mín mjög mikið og ég var líka mjög einmana. Ég var í stúlknahljómsveit en hef aldrei verið jafn einmana á ævi minni," sagði Nicole.

"Já ég er kvíðin yfir því að ræða þetta vandamál því ég hef aldrei rætt það á opinberum vettvangi. Ég vildi ekki leika fórnarlamb og alls ekki að fjölskylda mín fengi að vita neitt um vandann," sagði hún jafnframt.

"Söngkonan lagði sig fram við að skaða sjálfa sig og viðurkennir að lotugræðgin var hennar fíkn. Hún ofbauð líkama sínum á hverjum degi í ár. Þá meiddi hún sjálfa sig þegar hún var alein og einangraði sig öllum stundum svo stúlkurnar í bandinu kjöftuðu ekki frá."

*Búlimía, eða lotugræðgi, er átröskunarsjúkdómur sem einkennist af gífurlegu ofáti í lotum, yfirleitt á mjög kaloríuríkum mat sem síðan er þvingaður út úr líkamanum aftur, ýmist með uppköstum eða notkun laxerandi lyfja. Sjúkdómnum er nánast undantekningalaust haldið leyndum á snilldarlegan hátt af þeim sem af honum þjást.

Þetta er mjög alvarlegur andlegur sjúkdómur þar sem afleiðingar hans á líkamlegt heilsufar geta einnig orðið mjög alvarlegar. Vitað er til þessa að lotugræðgi hafi leitt til innvortis blæðinga, sykursýki, magasárs, nýrnaskemmda, hjartsláttartruflana, raskana á tíðahring og lágs blóðþrýstings. -
Heilsa.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.