Lífið

Ég gifti mig of ung

MYNDIR / COVER MEDIA
Ástralska stórleikkonan Nicole Kidman prýðir forsíðu nýjasta heftis tímaritsins Who. Hún tjáir sig meðal annars um hjónaband sitt við leikarann Tom Cruise og skilnað Toms við Katie Holmes.

"Ég talaði aldrei við hana. Ég óska þeim alls hins besta en ég skipti mér ekki af skilnaðinum," segir Nicole um stjörnuskilnaðinn sem skók heiminn fyrir stuttu. Hún sér ekki eftir að hafa gengið í hjónaband með Tom.

"Ég gifti mig mjög fljótt og mjög ung. En ég sé ekki eftir því vegna þess að ég fékk börnin mín Bellu og Connor og ég var í stórkostlegu hjónabandi í langan tíma. Áratugurinn með Tom var frábær. Ég óska öllu fólki sem hafa verið hluti af mínu lífi hins besta því það er mikilvægt fyrir mig að fyrirgefa og elska," segir Nicole í viðtali við tímaritið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.